Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 45
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 45
skiptin sem ég skoðaði hana. Bið-
röðin úti gat löngu áður en hleypt
var inni á morgnana náð þvert yfir
allt svæðið fyrir framan höllina, á
stundum viðlíka grúi við miðasöluna
inni. Segir nánar frá framningnum
og fleiru í afmarkaðri samantekt.
Annað sem helst vekur eftirtekt
og hefur forgang er farandsýningin,
Picasso érotoque, á gamla impressj-
ónistasafninu, Jeau de Paume, við
enda Tuilieries-garðsins. Er að
renna sitt skeið, lýkur á staðnum
20. maí, opnar svo í Fagurlistasafn-
inu í Montreal 14. júní og stendur
til 16. september, loks í Picasso-
safninu í Barcelona 15. október og
verður þar til 27. janúar 2002. Liðin
sú tíð að þessi hlið skapandi at-
hafna var mikið feimnismál, jafnt í
uppsláttarbókum sem ævisögum
listamanna, má þó vera borðleggj-
andi að án æxlunar og frjósemi þró-
ist ekkert líf, hvorki í list né mann-
heimi. Þótt lítil væri biðröðin var
stöðugur straumur fólks í húsið og
öllu auðveldara að virða fyrir sér
bakhluta gestanna en myndirnar á
veggjunum.
Í Borgarlistasafninu, Museum
Carnvalet, í Mýrinni er m.a. sýn-
ishorn málverka er voru á deild
Ameríku á heimssýningunni í París
1900, ekki par nútímaleg, en gull-
fallegt málverk eftir Winslow Hom-
er (1836–1910) af tveim konum að
dansa í tilþrifamiklu landslagi, vel
þess virði að tilla þar tá.
Í stóru höllinni, Grand Palais,
einmitt byggð til að hýsa listir á
nefndri heimssýningu, var einnig
mikið um að vera þá mig bar að
seinni hluta mánudags, þó ekki
væru biðraðir á framkvæmdirnar
tvær sem sem sá hluti hallarinnar
sem ekki er í endurnýjun hýsir að
þessu sinni. En mikið varð ég undr-
andi yfir mannfjöldanum á sýning-
unni Ítalskt landslag frá 1780–1830,
sem tekur fyrir upphaf nýrri tíma
landslagsmyndahefðar hvað ítalskt
landslag snertir. Ekki einungis
heimamálara heldur einnig
franskra, enskra og skandinavískra
og hér áttu gullaldarmálararnir
dönsku frábæra hluti. Þarna eru
einnig til sýnis 120–40 ára gamlar
uppgerðar ljósmyndir af ítölsku
landslagi og margar frábærar, þótt
sumar séu teknar af alls óþekktum
ljósmyndurum. Seinni tíma lands-
lagshefð í málverki er þannig ekki
eldri, og nærtækasta skýringin á
mannfjöldanum þótt engin væri
biðröðin, er að gestunum dvelst yf-
irleitt lengi innan dyra og skoða
vel, engin verk sem framkalla bros
út í annað munnvikið og halda svo
áfram. Um afburða fallega og
áhugaverða framkvæmd að ræða,
sem felur í sér mikinn lærdóm um
samhengið í listþróuninni og hollt
að skoða í ljósi íslenzkrar landslags-
hefðar. Það var líka óvænt að ekki
var nein biðröð á yfirlitssýningu
eins helsta meistara deplamálverks-
ins, Paul Signac (1863–1935), þó
drjúgur mannfjöldi væri þar fyrir,
einkum vegna þess að mjög vel hef-
ur verið látið af henni í heimspress-
unni. Mjög rúmt er um sýningar-
tímann á staðnum, en báðar
sýningarnar eru opnar frá 10–20
dag hvern og 22 einu sinni á viku.
Þá virðist þessi tími dags einhverra
hluta vegna vænlegur til heimsókna
á stórsýningar í borginni, í öllu falli
á mánudögum. Gagnlegar upplýs-
ingar, því ég veit gömul sem fersk
dæmi um að landinn hefur hrökkl-
ast burtu úr slíkum biðröðum.
Beauborg er hins vegar opin frá
11–18 og lokað á þriðjudögum, sem
ásamt mánudegi er almennur lok-
unardagur safna í borginni, einnig
Louvre. Það varð svo til þess að ég
kom að lokuðum dyrum á Louvre á
þriðjudegi, en skoðaði í stað þess
hönnunar- og klæðasafnið, Musée
des Arts Decorativs, en inngang-
urinn er nær endamörkum sömu
álmu byggingarinnar sem snýr að
Rue de Rivoli.
Hálfri endurgerð safnsins er lok-
ið, rúmar klæða- og tízkusafnið, og
eru þar jafnaðarlega frábærlega vel
upp settar og markverðar sýningar.
Svo er einnig að þessu sinni og
nefnist aðalframkvæmdin Jouer la
lumiere eða ferðalag í ljósinu. Hef-
ur með efnisgerð í klæðnaði fyrri
alda að gera, og þróunina fram á
daginn í dag. Í gegnum misstóra
hringlaga glugga á sýningarbásun-
um birtist sýningargestinum herra-
og kvenfatnaður sem stigmagnandi
ljós leikur um, á stundum í ýmsum
litum. Snilldarlega dregið fram
hversu bróderíið á fatnaðinum var
mikið nákvæmt og flókið ferli á öld-
um áður, helst að það minni á stíg-
andinn í skrifum Proust. Á stórum
hringlaga borðum eru svo sýnis-
horn af efnum notuðum til klæða-
gerðar í aldanna rás, frá náttúru-
og eðalefnum til gerviefna nú-
tímans. Á efri hæðinni er framn-
ingur er hefur með almenna brúks-
hluti að gera og fyrri tíma
auglýsingar á þeim ásamt og ýms-
um viðburðum í skemmtanalífinu.
Til þessa voru gamlar uppgerðar
kvikmyndir óspart notaðar og á
skjám mátti sjá fyrri tíma stjörnur
eins og t.d. hinn kaldhæðna Michel
Simon og brosmilda Fernandel sem
var þar að mæra austurlenzka vind-
linga á sinn glaðbeitta ærslafulla
hátt. Jósefínu Baker íklædda ban-
önum einum saman hrista brjóst,
bossa og banana að bergnumdum
áhorfendum. Þessar löngu horfnu
heimsstjörnur hvíta tjaldsins Simon
og Fernandel í miklu uppáhaldi á
árum áður voru þarna yngri en ég
man eftir þeim á tjaldinu sem
minnti mig óþyrmilega á hjól tím-
ans. Mikið af ungu áhugasömu fólki
á sýningunum, sem skemmti sér
einkum konunglega á efri hæðinni.
Vert að minna á að á efstu hæð er
jafnaðarlega uppi lítið en mikils-
háttar sýnishorn af kirkjulist mið-
alda.
Næst var að fara yfir Signu og í
Orsay-safnið, en til 12. júlí eru þar í
gangi sýningar á æviferli leik-
skáldsins, þjóðernissinnans öfga-
fulla og spjátrungsins Gabriele
d́Annuzio (1863–1938), svo og hönn-
uðarins fjölhæfa Carlo Bugatti
(1856–1940), báðar yfirmáta fróð-
legar. Einnig á ítalskri myndlist frá
tímabili táknsæisins til framtíðar-
stefnunnar, fútúrismans, (til 12.
júlí). Þá eru neoimpressjónistarnir
sérstaklega í sviðsljósinu sem teng-
ist í og með sýningunni á verkum
fyrrnefnds Paul Signac í Stóru höll-
inni.
Sögunni er þannig sýnd óvenju
mikil og víðfeðm ræktarsemi í París
um þessar mundir og vilji ferða-
langurinn fræðast enn frekar mæli
ég með innliti í allar kirkjur sem á
vegi verða. Á leið minni frá Orsay-
safninu, um breiðötu Geira á Engi
og í listahúsahverfið í nágrenni
Signugötu, Rue de Seine, kom ég í
fyrsta skipti við í Basilíku Tomas
de Aquin og enn einu sinni í kirkju
St. Germain des Prés og hafði mik-
ið gott af. Sunnudagsmorguninn áð-
ur hafði ég lagt leið mína stefnu-
laust um Les Halles-hverfið og
nágrenni, kom þá við í tveim
kirkjum, St. Eustache og Basilíku
Notre-Dame des Victoires, í báðum
þeirra var sitthvað um að vera sem
gerði innlitið litríkara. En það sem
helst festist í minnið var skreyting
núlistamannsins Johns Armleders í
einum helgibás St. Eustache í formi
ljósakross fyrir miðju og örmjórra
litalækja á veggjunum til begga
hliða. Í hinu fornlega og þunga um-
hverfi var hún einstaklega látlaus
og áhrifarík, vakti enda óskipta at-
hygli langt að kominna kirkju-
gesta…