Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. VERÐSTRÍÐ á bensínmark- aðnum hefur teygt anga sína til Akureyrar en OLÍS við Tryggvabraut hyggst frá og með deginum í dag bjóða sama verð á 95 oktana bens- íni á einni sjálfsafgreiðslu- dælu og Orkan býður. Um verður að ræða sjálfs- afgreiðslu án sjálfsala því viðskiptavinir greiða fyrir bensínið inni í afgreiðslu OL- ÍS. Páll Baldursson, útibús- stjóri OLÍS, sagði „að mun þægilegra væri að tala við fullvaxinn norðanmann en mállausan sjálfsala að sunnan frá Orkunni.“ Í gær var rólegra yfir bensínmarkaðnum á höf- uðborgarsvæðinu en í fyrra- dag þegar verðbreytingar voru mjög tíðar. Bensínið var ódýrast hjá Orkunni á Smiðjuvegi í Kópavogi þar sem lítrinn af 95 oktana bensíni kostaði 91,40 kr. Á nokkrum öðrum stöðvum Orkunnar var verðið hærra, eða 94,80. Sama verð var á 95 oktana bensíni á öllum stöðvum ÓB hvar sem er á landinu, 91,60 kr. Keppt við mál- lausan sjálfsala Bensínstríðið komið til Akureyrar  OLÍS/20 BRIMBORG hf. hefur lækkað verð á nýjum bílum um 1,5-3% í takt við styrkingu íslensku krón- unnar. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir að fylgst verði grannt með gengisþróuninni og búast megi við enn frekari verðlækkun gefi staðan tilefni til þess. Brimborg hafði hækkað verð á nýjum bílum um allt að 12% það sem af er árinu. Bílar fyrirtæk- isins hafa því hækkað um 6-9% það sem af er árinu eftir lækk- unina núna. Ford Mondeo 1.8 lækkar í verði um 50.000 kr., Citroën Picasso um rúmar 50.000 kr. og Volvo um 40.000 kr. Brimborg hefur lækkað verð á bílum GULLFOSS er ægilegur ásýndum þessa dagana þar sem hann kast- ast úfinn og ógnandi niður hamr- ana. Vatnsmagnið í fossinum hefur margfaldast á örfáum dögum en nú eru miklir vatnavextir um sunn- an- og vestanvert landið vegna leysinga og rigningartíðar. Á Þingvöllum er allt á floti og í gær stóðu vatnsstrókar upp úr jörðinni. Morgunblaðið/RAXNokkur fjöldi ferðamanna kom að Gullfossi í gær og dáðust þeir mjög að mikilfengleik fossins. Vatnsmik- ill Gullfoss  Vatnsstrókar/46 FLUGLEIÐIR hækka fargjöld í millilandaflugi um 6% frá og með 15. maí nk. Það er gert til að mæta kostnaðarhækkunum sem gengið hafa yfir upp á síðkastið vegna hræringa á gjaldeyrismörkuðum og kostnaðar af mikilvægum aðföng- um. Hækkunin kemur ekki á far- gjöld sem verða greidd fyrir 15. maí. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að kostnaður fyrirtækisins hér innan- lands hafi hækkað töluvert og jafn- fram hafi hækkun dollara valdið miklum kostnaðarhækkunum því stór hluti kostnaðarins er í doll- urum. Hann segir að Flugleiðir njóti þess að einhverju leyti að tekjur félagsins komi einnig frá útlöndum en það vegi upp á móti lækkun á gengi krónunnar. Af þessum sökum hafi verið ákveðið að hækka verð á ferðum um 6% á sama tíma og al- gengar verðhækkanir á ferðum hjá ferðaskrifstofunum séu á bilinu 10– 11%. Fargjöld Flugleiða hækka um 6% frá miðjum maí Sjávarútvegsráðherra segist vonast til að endanlegt samkomulag náist á milli allra deiluaðila án þess að til lagasetningar þurfi að koma. ,,Deil- an er ekki leyst í heild ennþá. Það skiptir auðvitað máli að með þessum samningi vélstjóra og útvegsmanna hefur verið sýnt fram á að það er hægt að komast að samkomulagi,“ sagði Árni. Ráðherra sagðist ætla að kanna stöðuna á fundinum með fulltrúum sjómanna í dag. „Það munu engar til- kynningar fara fram þar,“ sagði hann. Samninganefndir vélstjóra og út- vegsmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning kl. 5.30 í gærmorgun og var verkfalli vélstjóra þá aflýst. Samningurinn gildir til ársloka 2005. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félagsins, segir að samningurinn færi vélstjórum tæplega 50% hækk- un á kauptryggingu, 20% hækkun á þorskverði, bætta slysatryggingu og bætt lífeyriskjör. Á móti fallist vél- stjórar á að gera breytingu á skipta- kjörum ef fækkar í áhöfn. Félagið sé hins vegar ekki að semja um slíka fækkun. Útvegsmenn fallast á að tengja fiskverð í beinum viðskiptum Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að ef samningurinn við vélstjóra nái til allra sjómanna verði kostnaður útgerðarinnar eitthvað á annan milljarð kr. á ársgrundvelli. Með samningnum sé brotið blað því út- vegsmenn hafi í fyrsta skipti fallist á að tengja fiskverð í beinum viðskipt- um við fiskverð á fiskmörkuðum. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, fullyrðir að vél- stjórasamningurinn feli í sér fækkun háseta í áhöfn og lækkun launa á bilinu 4,1–12%. ,,Það verður að teljast með ólík- indum að LÍÚ og Vélstjórafélagið setjist niður og geri samning um að fækka hásetum í ljósi þess að það eru ekki vélstjórarnir sem bæta á sig störfum við fækkun í áhöfn. Það eru hásetarnir sem eftir sitja og í kaup- bæti á svo að lækka við þá launin,“ sagði hann. Sævar gagnrýnir einnig harðlega forystu Vélstjórafélagsins fyrir að ganga til samninga án nokk- urs samráð sið önnur samtök sjó- manna. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til nýs sátta- fundar kl. 15 í dag. Sjávarútvegsráðherra boðar fulltrúa Sjómannasambandsins og FFSÍ til fundar Vonar að samkomulag náist án lagasetningar FULLTRÚAR Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimanna- sambandsins höfnuðu á sáttafundi í gær að ganga að sams konar kjarasamn- ingi og Vélstjórafélagið og útvegsmenn undirrituðu í gærmorgun. Gagnrýna þeir samninginn harðlega og segja hann ekki greiða fyrir lausn sjómannadeil- unnar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur boðað forystumenn Sjómannasambandsins og FFSÍ til fundar í dag til að fara yfir stöðuna.  Gagnrýna/4  Kostar/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.