Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
VERÐSTRÍÐ á bensínmark-
aðnum hefur teygt anga sína
til Akureyrar en OLÍS við
Tryggvabraut hyggst frá og
með deginum í dag bjóða
sama verð á 95 oktana bens-
íni á einni sjálfsafgreiðslu-
dælu og Orkan býður. Um
verður að ræða sjálfs-
afgreiðslu án sjálfsala því
viðskiptavinir greiða fyrir
bensínið inni í afgreiðslu OL-
ÍS. Páll Baldursson, útibús-
stjóri OLÍS, sagði „að mun
þægilegra væri að tala við
fullvaxinn norðanmann en
mállausan sjálfsala að sunnan
frá Orkunni.“
Í gær var rólegra yfir
bensínmarkaðnum á höf-
uðborgarsvæðinu en í fyrra-
dag þegar verðbreytingar
voru mjög tíðar. Bensínið var
ódýrast hjá Orkunni á
Smiðjuvegi í Kópavogi þar
sem lítrinn af 95 oktana
bensíni kostaði 91,40 kr. Á
nokkrum öðrum stöðvum
Orkunnar var verðið hærra,
eða 94,80. Sama verð var á
95 oktana bensíni á öllum
stöðvum ÓB hvar sem er á
landinu, 91,60 kr.
Keppt
við mál-
lausan
sjálfsala
Bensínstríðið komið
til Akureyrar
OLÍS/20
BRIMBORG hf. hefur lækkað
verð á nýjum bílum um 1,5-3% í
takt við styrkingu íslensku krón-
unnar.
Egill Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir að fylgst
verði grannt með gengisþróuninni
og búast megi við enn frekari
verðlækkun gefi staðan tilefni til
þess. Brimborg hafði hækkað verð
á nýjum bílum um allt að 12% það
sem af er árinu. Bílar fyrirtæk-
isins hafa því hækkað um 6-9%
það sem af er árinu eftir lækk-
unina núna.
Ford Mondeo 1.8 lækkar í verði
um 50.000 kr., Citroën Picasso um
rúmar 50.000 kr. og Volvo um
40.000 kr.
Brimborg
hefur lækkað
verð á bílum
GULLFOSS er ægilegur ásýndum
þessa dagana þar sem hann kast-
ast úfinn og ógnandi niður hamr-
ana. Vatnsmagnið í fossinum hefur
margfaldast á örfáum dögum en
nú eru miklir vatnavextir um sunn-
an- og vestanvert landið vegna
leysinga og rigningartíðar. Á
Þingvöllum er allt á floti og í gær
stóðu vatnsstrókar upp úr jörðinni.
Morgunblaðið/RAXNokkur fjöldi ferðamanna kom að Gullfossi í gær og dáðust þeir mjög að mikilfengleik fossins.
Vatnsmik-
ill Gullfoss
Vatnsstrókar/46
FLUGLEIÐIR hækka fargjöld í
millilandaflugi um 6% frá og með
15. maí nk. Það er gert til að mæta
kostnaðarhækkunum sem gengið
hafa yfir upp á síðkastið vegna
hræringa á gjaldeyrismörkuðum og
kostnaðar af mikilvægum aðföng-
um. Hækkunin kemur ekki á far-
gjöld sem verða greidd fyrir 15.
maí. Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Flugleiða, segir að
kostnaður fyrirtækisins hér innan-
lands hafi hækkað töluvert og jafn-
fram hafi hækkun dollara valdið
miklum kostnaðarhækkunum því
stór hluti kostnaðarins er í doll-
urum.
Hann segir að Flugleiðir njóti
þess að einhverju leyti að tekjur
félagsins komi einnig frá útlöndum
en það vegi upp á móti lækkun á
gengi krónunnar. Af þessum sökum
hafi verið ákveðið að hækka verð á
ferðum um 6% á sama tíma og al-
gengar verðhækkanir á ferðum hjá
ferðaskrifstofunum séu á bilinu 10–
11%.
Fargjöld Flugleiða hækka
um 6% frá miðjum maí
Sjávarútvegsráðherra segist vonast
til að endanlegt samkomulag náist á
milli allra deiluaðila án þess að til
lagasetningar þurfi að koma. ,,Deil-
an er ekki leyst í heild ennþá. Það
skiptir auðvitað máli að með þessum
samningi vélstjóra og útvegsmanna
hefur verið sýnt fram á að það er
hægt að komast að samkomulagi,“
sagði Árni.
Ráðherra sagðist ætla að kanna
stöðuna á fundinum með fulltrúum
sjómanna í dag. „Það munu engar til-
kynningar fara fram þar,“ sagði
hann.
Samninganefndir vélstjóra og út-
vegsmanna skrifuðu undir nýjan
kjarasamning kl. 5.30 í gærmorgun
og var verkfalli vélstjóra þá aflýst.
Samningurinn gildir til ársloka 2005.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félagsins, segir að samningurinn
færi vélstjórum tæplega 50% hækk-
un á kauptryggingu, 20% hækkun á
þorskverði, bætta slysatryggingu og
bætt lífeyriskjör. Á móti fallist vél-
stjórar á að gera breytingu á skipta-
kjörum ef fækkar í áhöfn. Félagið sé
hins vegar ekki að semja um slíka
fækkun.
Útvegsmenn fallast á að tengja
fiskverð í beinum viðskiptum
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að ef
samningurinn við vélstjóra nái til
allra sjómanna verði kostnaður
útgerðarinnar eitthvað á annan
milljarð kr. á ársgrundvelli. Með
samningnum sé brotið blað því út-
vegsmenn hafi í fyrsta skipti fallist á
að tengja fiskverð í beinum viðskipt-
um við fiskverð á fiskmörkuðum.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambandsins, fullyrðir að vél-
stjórasamningurinn feli í sér fækkun
háseta í áhöfn og lækkun launa á
bilinu 4,1–12%.
,,Það verður að teljast með ólík-
indum að LÍÚ og Vélstjórafélagið
setjist niður og geri samning um að
fækka hásetum í ljósi þess að það eru
ekki vélstjórarnir sem bæta á sig
störfum við fækkun í áhöfn. Það eru
hásetarnir sem eftir sitja og í kaup-
bæti á svo að lækka við þá launin,“
sagði hann. Sævar gagnrýnir einnig
harðlega forystu Vélstjórafélagsins
fyrir að ganga til samninga án nokk-
urs samráð sið önnur samtök sjó-
manna.
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
hefur boðað deiluaðila til nýs sátta-
fundar kl. 15 í dag.
Sjávarútvegsráðherra boðar fulltrúa Sjómannasambandsins og FFSÍ til fundar
Vonar að samkomulag
náist án lagasetningar
FULLTRÚAR Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins höfnuðu á sáttafundi í gær að ganga að sams konar kjarasamn-
ingi og Vélstjórafélagið og útvegsmenn undirrituðu í gærmorgun. Gagnrýna
þeir samninginn harðlega og segja hann ekki greiða fyrir lausn sjómannadeil-
unnar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur boðað forystumenn
Sjómannasambandsins og FFSÍ til fundar í dag til að fara yfir stöðuna.
Gagnrýna/4
Kostar/12