Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 22
SUÐURNES
22 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞÓTT ég hafi verið við það að
deyja fjórum sinnum þarna úti virt-
ist ég eiga nóg eftir af forgjöfinni í
lífinu,“ segir Logi Þormóðsson,
fimmtugur Keflvíkingur, fram-
kvæmdastjóri hjá Trosi ehf. í Sand-
gerði. Hann er að ná sér aftur á
strik eftir alvarleg veikindi sem
hann varð fyrir úti í Írlandi í lok
nóvember.
Logi og kona hans, Bjargey Ein-
arsdóttir, voru í helgarferð í Dublin
í lok nóvember þegar hann veiktist.
Þau fóru út á fimmtudegi. Logi var
hálfslappur en lét ekki á neinu bera
þar til hann fékk krampakast og
var fluttur á sjúkrahús þar sem
hann var á gjörgæsludeild fram yfir
áramótin.
Bullaði á íslensku
Logi man eftir sér í Leifsstöð á
leiðinni út og það næsta sem hann
man er þegar hann rankaði við sér
aftur 3. janúar. Bjargey segir að
það hafi ekki verið fyrr en á laug-
ardagskvöldið í Dublin sem komið
hafi í ljós að Logi væri eitthvað
slappur, hann hafi ekki treyst sér til
að fara út að borða. „Á sunnudags-
morguninn vaknaði ég við það að
hann féll á baðherbergisgólfið og
þegar ég kom að lá hann þar í
krampakasti,“ segir Bjargey. Hann
var fluttur í snarhasti með sjúkrabíl
á St. James-sjúkrahúsið og settur í
rannsóknir.
Ekki fannst strax hvað væri að og
telur Bjargey að það hafi ekki
hjálpað til að Logi missti ensku-
kunnáttu sína við áfallið og bullaði
bara á íslensku við læknana. Á
mánudeginum kom í ljós að hann
hafði fengið Herpes-veirusýkingu
og hún náð til heilans. „Ég missti
sambandið við hann á þriðjudeg-
inum eða miðvikudeginum og náði
engum tengslum fyrr en eftir jól,“
segir Bjargey.
Héldu að hann væri að deyja
Við tók þriggja vikna lyfja-
meðferð gegn veirusýkingunni.
Hafði hún alls konar aukaverkanir í
för með sér, meðal annars mikla
ristilbólgu og óreglu á hjartslætti.
Var Logi talinn í bráðri lífshættu
allan þann tíma.
Bjargeyju og dætrum þeirra,
Guðbjörgu Glóð og Ljósbrá, sem
fóru út til þeirra, var fjórum sinn-
um sagt að hann væri að deyja. Í
fyrsta skiptið sem læknarnir til-
kynntu þeim þetta fékk hún Úlfar
bróður Loga og Helga Jóhannsson,
vin þeirra hjóna, til að koma út til
að sækja hann. Hún vildi frekar að
Logi fengi að deyja heima í faðmi
fjölskyldunnar. En daginn eftir,
þegar þeir voru á leiðinni út, lagað-
ist ástandið skyndilega. Segir
Bjargey að í ljósi þeirrar reynslu
hafi hún ekki misst trúna þegar
læknarnir komu með svipaðar til-
kynningar, í síðasta skiptið á Þor-
láksmessu. „Þá var okkur sagt að
þetta væri búið, þeir myndu ekki ná
honum aftur af stað,“ segir hún. En
það fór eins og í hin skiptin, sjúk-
lingurinn var ekki tilbúinn að
kveðja. Og eftir þetta lagaðist heils-
an dag frá degi.
Bjargey tekur fram að hún hafi
verið ákaflega ánægð með aðbún-
aðinn á sjúkrahúsinu og hvað lögð
hafi verið mikil rækt við að halda
sér og dætrunum upplýstum um
meðferðina og þróun mála.
Ákveðinn í að koma
mér í gang
Veiran lagðist á vinstri helming
heilans og því var hægri hluti lík-
amans lamaður. „Það er vitað hvað
ég er vinstrisinnaður og Hann hef-
ur verið að reyna að bæta úr því,“
segir Logi. Sjálfur vissi hann ekki
af sér en fólkið hans bjó sig undir
það að hann yrði hreyfihamlaður
og ef til vill mállaus.
En það voru ýmis smáatriði sem
juku þeim bjartsýni. Logi fór að
fylgja eiginkonunni eftir með aug-
unum og gefa henni merki með
vinstri hendinni. Og það var mikill
léttir þegar hún kvaddi hann eitt
kvöldið og sá að hann gat veifað
henni aðeins með hægri hendinni.
Þegar Logi vaknaði loksins gat
hann aftur talað ensku við lækna og
hjúkrunarfólk en hún hafði dottið
alveg út við áfallið.
„Ég áttaði mig fyrst á því 2. eða
3. janúar hvar ég var. Ég gat ekk-
ert hreyft mig og gerði mér grein
fyrir því að ég væri veikur. Bjargey
og dæturnar sögðu mér alla sólar-
söguna. Ég var strax ákveðinn í að
koma mér sjálfur í gang og gerði
það um leið og við komumst heim,“
segir Logi.
Tekur tíma að ná upp þreki
Þau fóru heim 6. janúar og þá var
Logi lagður inn á Landspítalann.
Þegar þangað var komið lagði hann
áherslu á að komast fram úr og fara
sjálfur á salernið. Það var mikill
léttir fyrir hann að koma þeim mál-
um í lag enda höfðu læknarnir um
tíma viljað fjarlægja ristilinn. Svo
fór hann að bera sig meira um, fór
að ganga um. „En þrekið var nán-
ast ekkert. Ég gekk til dæmis mjög
nærri mér með því að staulast upp
fimm tröppur á sjúkrahúsinu. Ég
geri mér grein fyrir því að það tek-
ur sinn tíma að ná upp fyrra þreki,
bæði líkamlegu og andlegu.“
Logi er að byrja að vinna aftur
hjá Trosi ehf., fiskvinnslufyrirtæki
sem sérhæfir sig í útflutningi á
ferskum fiski með flugi. Hann er
einnig stjórnarformaður Fiskmark-
aðs Suðurnesja og hefur verið virk-
ur í félagsmálum, meðal annars í
Golfklúbbi Suðurnesja. Bjargey er
fjármálastjóri hjá Trosi og skyndi-
legt brotthvarf þeirra beggja skap-
aði því ýmisleg vandamál í fyr-
irtækinu. Logi segir að
samstarfsmenn þeirra á skrifstof-
unni hafi lagt óhemju mikið á sig til
að leysa málin á meðan, meðal ann-
ars með því að bæta þeirra vinnu of-
an á sína. Þá hafi viðskiptavinirnir
tekið afstöðu með þeim, sýnt mik-
inn skilning á aðstöðunni. „Það
komu góðir straumar frá Íslandi og
það hefur áreiðanlega verið mikill
styrkur fyrir Bjargeyju og fjöl-
skylduna alla,“ segir Logi.
Enn vantar nokkuð á að Logi sé
kominn til fullrar heilsu. Líkamlegt
þrek og andlegt batnar dag frá
degi. Hann segist finna mest fyrir
því í daglega lífinu hvað hann eigi
erfitt með að muna nöfn á fólki og
stöðum og heiti á ýmsum hlutum.
Hann segir þetta skrítna tilfinn-
ingu, þekkingin komi og fari. Hann
segist ekki eiga í neinum vandræð-
um með að þekkja fólk og rata en
eigi erfitt með að koma réttu orð-
unum frá sér. „En þetta kemur allt
saman, það er bara spurning um
tíma,“ segir hann.
Orðinn rólegri
Þau hjónin eru búin að fara
nokkrum sinnum í golf en Logi
kvartar undan því hvað hann slái
stutt.
„Þetta er vissulega einkennileg
lífsreynsla en ég hlýt þó að vera
ánægður með þróunina. Það er ekk-
ert alvarlegt að þótt maður sé aum-
ur og geti varla gengið. Ég á svolít-
ið í land en það kemur.“ Hann er
bestur á morgnana og skipuleggur
þá fundi í vinnunni. Þreytan gerir
vart við sig þegar líður á daginn.
Hann segist fara snemma að sofa og
það sé mikil breyting frá fyrra lífs-
munstri. Bjargey segist ekki taka
eftir breytingum á persónuleika
Loga. Það sé helst að hann hirði
meira um ýmis smáatriði, eins og að
brjóta saman fötin sín. Svo hafi auð-
vitað hægt á honum en fyrir löngu
hafi verið kominn tími á það.
Og Logi segist geta lært ýmislegt
af þessum veikindum, eins og allri
lífsreynslu. „Ég tel að þetta verði
mér til góðs þegar upp verður stað-
ið. Ég held að ég sé orðinn rólegri.
Hugsi mig aðeins betur um áður en
ég fer að skamma menn, en það var
sérdeild mín að hafa skoðanir á öll-
um hlutum og láta menn heyra
það,“ segir Logi Þormóðsson.
Logi Þormóðsson fiskverkandi að komast aftur til heilsu eftir alvarleg veikindi
Átti nóg eftir
af forgjöf-
inni í lífinu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Logi Þormóðsson og Bjargey Einarsdóttir í stofunni heima í Keflavík.
Logi Þormóðsson var á batavegi á sjúkrahúsinu í Dublin þegar Bjargey
tók þessa mynd. Eins og sést á augnaráði hans var hann þó ekki kominn
í samband við umhverfið og hann var uppþembdur vegna afleiðinga
lyfjameðferðarinnar. Á myndinni er Logi með ýmsar slöngur og snúrur
en þó var búið að taka fjölda þeirra úr sambandi þegar þarna var komið
sögu. Mary hjúkrunarfræðingur sogar upp úr honum.
Keflavík
BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar
hefur samþykkt tillögur skóla- og
fræðsluráðs um breytingar á skóla-
hverfum í bænum. Tilgangur breyt-
inganna er að jafna fjölda nemenda í
skólum bæjarins og nýta þannig bet-
ur húsnæði og aðra aðstöðu skól-
anna.
Nemendum á grunnskólaaldri
fjölgar stöðugt í Reykjanesbæ og
fyrirsjáanleg er fjölgun vegna upp-
byggingar í Grænási og Seyluhverfi.
Mesta fjölgunin er á núverandi
skólasvæði nýjasta skólans, Heiðar-
skóla. Þar eru til dæmis þrír fjöl-
mennir árgangar, þar af einn með
þremur bekkjardeildum í stað
tveggja í hinum þremur skólum bæj-
arins. Að sögn Eiríks Hermannsson-
ar skólamálastjóra stefnir að
óbreyttu í að nemendur þar verði
480 á meðan þeir yrðu aðeins 390 í
fámennasta skóla bæjarins, Myllu-
bakkaskóla.
Tvö skólasvæði í stað þriggja
Skóla- og fræðsluráð vakti í sam-
þykkt sinni athygli á að nauðsynlegt
yrði að mæta fjölgun nemenda með
lausum kennslustofum þar til ráðist
verður í byggingu nýs skóla. Tíma-
bundinni fjölgun á skólasvæði eins
skóla mætti þó að nokkru leyti mæta
með tilfærslu nemenda yfir í fá-
mennari skóla.
Lagði nefndin til að nemendum
yrði skipt niður á grunnskóla þannig
að Holtaskóli og Njarðvíkurskóli
yrðu á sama skólasvæði og Myllu-
bakkaskóli og Heiðarskóli á öðru
svæði. Yrði nýjum nemendum deilt
sem jafnast á milli skóla, þó þannig
að heppileg nýting fáist á húsnæði og
áþekkur fjöldi verði í bekk. Nemend-
ur sem flyttu á nýtt skólasvæði yrðu
að jafnaði skráðir í þann skóla sem
hefur færri nemendur í viðkomandi
árgangi.
Tekið er fram að nemendur sæki
að jafnaði þann skóla sem er styttra
frá heimili þeirra. Einnig að nem-
andi sem flyst á milli skólasvæða á
skólaárinu eigi þess kost að ljúka
árinu þar sem hann hóf nám að
hausti og að nemendur í 9.–10. bekk
eigi þess kost að ljúka grunnskóla-
námi í þeim skóla sem þeir hafa sótt.
Að sögn Eiríks Hermannssonar
mun þessi breyting þýða að fleiri
nemendur innritast í Myllubakka-
skóla í haust en Heiðarskóla og
verða þrjár bekkjardeildir í fyrr-
nefnda skólanum en tvær í þeim síð-
arnefnda. Er það öfugt við það skóla-
ár sem nú er að ljúka. Hann segir að
allir skólar bæjarins séu jafnvel bún-
ir og af þeim sökum eigi ekki að vera
vandamál að jafna fjölda nemenda.
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur
fengið erindi frá áhyggjufullum for-
eldrum vegna þessarra breytinga.
Snúa þau einkum af því að foreldrar
vilja halda börnum sínum í sama
skóla og nú og láta systkini ganga í
sama skóla. Séð er fyrir fyrra atrið-
inu í samþykkt bæjarstjórnar en
komið geta upp tilvik þar sem systk-
ini ganga í sitthvorn skólann.
Nemendum Myllubakkaskóla fjölgar við breytingar sem hafa verið samþykktar á skólasvæðum
Fjöldi nemenda jafn-
aður á milli skólanna
Reykjanesbær