Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 61
LÖGREGLUMENN sem vinna
að fíkniefnamálum horfast daglega
í augu við þær hörmungar sem
fylgja hinum harða heimi vímuefn-
anna. Þar eru lygar, þjófnaðir, lík-
amsmeiðingar, innbrot og fangels-
anir nánast daglegt brauð. Fíknin
er harður húsbóndi.
Það rennur okkur lögreglumönn-
um sérstaklega til rifja hvað ungt
fólk er fjölmennt í fíkniefnaheim-
inum og hvað það er stuttan tíma að
ánetjast neyslunni. Sumir eru vart
af barnsaldri.
En þegar við fáum tóm til að
spjalla við þetta unga fólk, þá
sjáum við að undir harðri skelinni
er oftar en ekki ráðvillt manneskja
sem þráir ekkert heitar en hætta í
ruglinu.
Til allrar hamingju býður þjóðfé-
lagið vímuefnasjúku fólki tækifæri
til að snúa við blaðinu. Það er okkur
lögreglumönnum alltaf ánægja að
geta bent ungum vímuefnaneytend-
um á hvar slíka aðstoð er að fá. Sig-
ur í baráttunni við fíkniefnin vinnst
ekki með lögregluaðgerðum ein-
göngu og hvað varðar unga neyt-
endur þá hljóta aðrir að koma við
sögu.
Án þess að á nokkurn sé hallað,
fer ekki milli mála að SÁÁ er fram-
arlega í flokki þeirra aðila sem veita
áfengis- og vímuefnameðferð. Þar
fer saman löng reynsla, afköst og
góður árangur.
Yngstu áfengis- og vímuefna-
neytendurnir eiga þess kost að fara
í meðferð á sérstakri unglingadeild
SÁÁ á Vogi. Að henni lokinni tekur
við framhaldsmeðferð, ýmist á með-
ferðarheimilum eða í göngudeildum
samtakanna.
Það er alltaf gleðiefni fyrir lög-
reglumenn að hitta aftur þá sem
hafa valið að þiggja hjálp til að geta
snúið baki við vímuefnaheiminum,
ekki síst þegar viðkomandi hafa
snúið sér aftur að námi eða vinnu.
Starfsemi SÁÁ er í mörgum til-
fellum lykillinn að hinum gæfusömu
umskiptum einstaklinganna. Við
getum öll lagt hinu árangursríka
starfi samtakanna lið um næstu
helgi, en þá fer fram Álfasala SÁÁ.
Því miður er það svo að framlag
hins opinbera nægir ekki til að
standa undir nema hluta af hinni
mikilvægu starfsemi SÁÁ og því
treysta samtökin á stuðning al-
mennings.
En SÁÁ hefur ekki aðeins lagt
rækt við meðferð ungra vímuefna-
neytenda, heldur hafa samtökin
einnig sinnt forvörnum af krafti. Í
starfi okkar lögreglumanna sjáum
við hvað forvarnir hafa mikið gildi.
Því betur sem ungt fólk er upplýst
um hættur vímuefnanna, því auð-
veldar er fyrir það að taka skyn-
samar ákvarðanir. Því betur sem
foreldrar geta leiðbeint börnum
sínum, þess minni hætta er á að
málin fari í ógöngur.
Ungir kunn-
ingjar í betri
málum
Hörður
Jóhannesson
SÁÁ
Yngstu áfengis- og
vímuefnaneytendurnir,
segir Hörður Jóhann-
esson, eiga þess kost að
fara í meðferð á sér-
stakri unglingadeild
SÁÁ á Vogi.
Höfundur er yfirlögregluþjónn í
Reykjavík.
þroskahefta til þess að honum líði
vel. Minnstu breytingar geta valdið
mikilli röskun því þroskaheftir eru
oft afar viðkæmir fyrir minnstu
breytingum. Það getur tekið langan
tíma að vinna traust þeirra aftur og
jafnvel getur orðið afturför hjá
þeim þegar skortur er á starfsfólki
með þekkingu á þeirra sérþörfum.
Í dag höfum við verulegar
áhyggjur vegna þess að hópur
þroskaþjálfa hefur sagt upp störf-
um vegna bágra launakjara, en í
dag fær þroskaþjálfi eftir 20 ára
starf tæpar 118.000 kr. á mánuði og
kemst ekki hærra. Þetta ástand
eykur áhyggjur okkar af framtíð-
inni og hvað bíði barna okkar. Við
sættum okkur ekki við að þeirra
bíði vanlíðan og óöryggi vegna þess
að kjör þeirra sem hafa þekkingu
og hæfileika eru slík að enginn fæst
til þessara starfa. Við treystum því
að ráðamenn sýni metnað og bæti
kjör þeirra sem hafa valið sér að
starfa með fólki með fötlun og aflað
sér menntunar og þekkingar á því
hvernig best er hægt að tryggja vel-
líðan og framfarir barna okkar. Á
þann hátt sýna þeir fólki með fötlun
virðingu.
Höfundar eru mæður þroskaheftra
unglinga.
Njálsgötu 86,
s. 552 0978
Sængur og
koddar í
úrvali
M O N S O O N
M A K E U P
lifandi litir