Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 75
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 75 Laugavegi 23, sími 511 4533. Kynnum þetta frábæra nýja krem í dag, föstudag og laugardag. Íslenskir bæklingar, prufur og glæsilegar sölugjafir. ALDURSVARNARKERFI Nýtt krem - tvöföld virkni. Gegn öldrun - gegn nútíma lífsstíl (streitu, þreytu, mengun....). Fallegri, fínni og sjáanlega bjartari og unglegri húð. URBAN ACTIVE FUNDUR vegna stofnunar félags fólks sem vinnur að almanna- tengslum var haldinn fimmtudaginn 3. maí sl í Norræna húsinu. Tilgang- ur félagsins verður að viðhalda fag- legum vinnureglum og vinnubrögð- um í greininni og verða vettvangur skoðanaskipta og fræðslu. Ólafur Stephensen, sem var frum- kvöðull að stofnun Samtaka ís- lenskra auglýsingastofa og ÍMARKS, var fundarstjóri. Í upphafi fundar kynntu Áslaug Pálsdóttir og Heiða Lára Aðalsteins- dóttir markmið hins nýja félags, sem yrði að efla almannatengsl sem starfsgrein á Íslandi. Þá voru vinnu- reglur tveggja almannatengslasam- taka kynntar, Public Relations Soc- iety of America (PRSA) sem eru fjölmennustu almannatengslasam- tök í heimi og IPR sem eru fjölmenn- ustu almannatengslasamtök í Evr- ópu. Undirbúningsstjórn var kosin í lok fundarins. Í henni sitja Áslaug Páls- dóttir, Guðjón Arngrímsson, Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, Hrannar Pét- ursson, Ólafur Hauksson, Sara Lind Þorsteinsdóttir og Stefán Sigurðs- son. Undirbúningsstjórnin mun í sum- ar vinna að drögum að siðareglum félagsins og skipa í vinnuhópa sem munu koma með hugmyndir að fræðslustarfi. Formlegur stofnfund- ur félagsins er fyrirhugaður í byrjun september. Unnið að stofn- un félags um almannatengsl AÐALFUNDUR Landverndar verð- ur haldinn á Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum laugardaginn 12. maí nk. Fundurinn verður settur kl. 10.30 og að afloknum hefðbundnum aðalfund- arstörfum verður umfjöllun um til- tekin mikilvæg umhverfismál. Þrjú mál verða tekin til sérstakrar umfjöllunar. Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins, mun fjalla um Vatnajökulsþjóðgarð og gildi svæðisins norðan Vatnajökuls fyrir þjóðgarð. Helgi Hallgrímsson nátt- úrufræðingur flytur erindi um áhrif fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar á náttúrufar. Hrannar B. Arnarsson, formaður umhverfis- og heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur, fjallar um um- hverfismál höfuðborgarinnar. Á fundinum verða einnig kynntar niðurstöður umræðu um erfðabreytt- ar lífverur, matvælaframleiðslu og matvælaöryggi, en þessi mál hafa verið til umfjöllunar innan samtak- anna að undanförnu. Stefnt er að því að ljúka hefð- bundnum aðalfundarstörfum fyrir há- degi og að málefnaumfjöllun hefjist kl. 13.00. Fundurinn er öllum opinn, en atkvæðisréttur er bundinn við félaga Landverndar og fulltrúa sam- taka sem eiga aðild að Landvernd. Á fundinum á að kjósa nýjan formann fyrir Landvernd, en Jón Helgason hefur gegnt því hlutverki undanfarin fjögur ár. Virkjanir, þjóð- garðar og um- hverfismál höf- uðborgarinnar AÐALFUNDUR Sambands norð- lenskra kvenna, haldinn í Skúla- garði, Kelduhverfi 27.-29. apríl 2001, vill hvetja fólk til að kaupa frekar ís- lenskar vörur en innfluttar, segir í ályktun frá félaginu. „Áróðurinn „Veljum íslenskt“ hef- ur legið í láginni upp á síðkastið en rík ástæða er til að efla hann aftur. Inn í landið flæða alls kyns vörur, svo sem matvörur, misjafnlega heilsusamlegar. Íslenskt er best. Reynum að vinna að því að efla ís- lenskt,“ segir í ályktuninni. Þá varar aðalfundur SNK við því tillitsleysi sem virðist fara vaxandi í íslenskum fjölmiðlum, segir einnig í ályktuninni. „Sérstaklega skal bent á hversu illa þetta kemur við fólk, sem á um sárt að binda vegna slys- fara. Fjölmiðlar birta í sumum til- fellum myndir og fréttir áður en náðst hefur í aðstandendur,“ segir í ályktun Sambands norðlenskra kvenna. Hvetja til kaupa á ís- lenskum vörum STOFNUÐ verða samtök gegn kynþáttafordómum laugardaginn 12. maí kl. 15:00. Stofnfundurinn fer fram á Geysi kakóbar að Að- alstræti 2. Hvatinn að stofnun samtakanna er aukin fyrirferð kynþáttafor- dóma meðal landsmanna og ekki síst yngri kynslóða. Við, aðstand- endur samtakanna, teljum kyn- þáttafordóma skaðlega samfélag- inu og að þeir hefti þroska einstaklinga. Það er því vilji okkar að skapa umræðugrundvöll um málefni kynþáttafordóma og upp- ræta þannig fordómana með já- kvæða umræðu að vopni,“ segir í fréttatilkynningu. Samtök gegn kynþátta- fordómum stofnuð♦ ♦ ♦ DILBERT mbl.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.