Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI
18 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á AÐALFUNDI Sparisjóðs Svarf-
dæla á dögunum voru tilkynntar
úthlutanir úr Menningarsjóði
Svarfdæla. Að þessu sinn var það
gert með athöfn, þar sem þeir sem
styrk hlutu mættu í Dalvíkur-
kirkju til að veita styrkjunum við-
töku, og þar söng Kór Dalvíkur-
kirkju.
Í ávarpi formanns sjóðsins, Þóru
Rósu Geirsdóttur, kom m.a. fram
að Menningarsjóður Svarfdæla var
stofnaður 1984 á aldarafmæli
Sparisjóðs Svarfdæla, og hefur síð-
an fengið árlegt framlag frá Spari-
sjóði Svarfdæla. Síðan þá hafa 88
aðilar fengið úthlutað ríflega 100
milljónum króna til margvíslegra
menningarstarfa, og óhætt að full-
yrða að óvíða njóti byggðarlög af
svipaðri stærð og Dalvíkurbyggð
slíkra styrkja til menningarmála.
Að þessu sinni voru til ráðstöf-
unar 2.750.000 og skiptust milli 9
aðila, en alls sóttu 25 aðilar um
styrk úr sjóðnum, og hafa umsókn-
ir aldrei verið fleiri.
Dalvíkurkirkja vegna endurbóta
kr. 1.000.000. Guðmundur Óli
Gunnarsson og Helga Bryndís
Magnúsdóttir til byggingar tónlist-
arvinnustofu kr. 600.000. Norður-
slóð til að útbúa vefsíðu kr.
250.000. Urðakirkja vegna endur-
bóta kr. 150.000. Samkór Svarf-
dæla kr. 150.000. Kór Dalvíkur-
kirkju kr. 150.000. Félag eldri
borgara til kórstarfs kr. 150.000.
Söngur í Svarfaðardal, Master
Class-söngnám kr. 150.000. Höf-
undar leikritsins Allt sem þér viljið
til frágangs á handriti kr. 150.000.
Úthlutanir úr Menn-
ingarsjóði Svarfdæla
KENNSLA um búddíska hugleiðslu
sem ber yfirskriftina „Eight Steps to
happiness“ verður fimmtudaginn 10.
maí.
Kennari er búddamunkurinn
Venerable Kelsang Drubchen sem
kennir hjá samfélagi Mahayana-
búddista á Íslandi. Kennslan fer
fram á ensku og verður haldin að
Glerárgötu 32 og hefst kl.20.30. Að-
gangseyrir er kr. 1000 en kr. 500 fyr-
ir námsmenn og öryrkja.
Allir eru velkomnir.
Kennsla í
búddisma
NEMAR í trésmíði við Verkmennta-
skólann á Akureyri byggja á hverju
ári eitt timburhús sem síðan er selt
og andvirðið notað til tækjakaupa
fyrir trésmíðadeildina. Hér eru þeir
á fullu við lokafrágang þaksins, en
gáfu sér tíma fyrir eina hópmynd;
brostu til allra stelpna á Íslandi, að
sögn, glaðir og vígreifir tilvonandi
trésmiðir.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Iðnir nemar
INGVAR Sigurgeirsson, prófessor
við Kennaraháskóla Íslands, held-
ur fyrirlestur í Háskólanum á Ak-
ureyri á morgun, föstudaginn 11.
maí, sem ber yfirskriftina „Nokk-
ur álitamál um
mat á skólastarfi“.
Í fyrirlestrinum verða reifuð
nokkur álitamál um mat á skóla-
starfi, einkum í ljósi hugtakanna
ytra mat og sjálfsmat. Ingvar
byggir umfjöllun sína að verulegu
leyti á reynslu sinni af mati á
skólastarfi en hann hefur á und-
anförnum árum fengist við mat á
fjölmörgum skólum víða um land,
bæði sem utanaðkomandi mats-
maður og ráðgjafi um sjálfsmat.
Ingvar hefur starfað sem kenn-
ari á öllum skólastigum, náms-
stjóri í menntamálaráðuneytinu,
forstöðumaður Kennslumiðstöðvar
Námsgagnastofnunar og kennari
við Kennaraháskóla Íslands þar
sem hann er nú prófessor og for-
seti framhaldsdeildar. Hann lauk
doktorsprófi frá Háskólanum í
Sussex árið 1992. Ingvar hefur auk
rannsókna sinna skrifað fjölda
kennslubóka fyrir grunn- og há-
skóla, m.a. bækurnar Landnám Ís-
lands (meðhöfundur), Listin að
spyrja og Litróf kennsluaðferð-
anna.
Fyrirlestur
um álitamál
í skólastarfi
OPIÐ hús verður fyrir eldri borg-
ara í dag, fimmtudaginn 10. maí, í
Akureyrarkirkju.
Farið verður að Möðruvöllum í
Hörgárdal. Séra Solveig Lára
Guðmundsdóttir segir sögu
Möðruvallakirkju og Rósa Kristín
Baldursdóttir syngur nokkur lög
við undirleik Björns Steinars Sól-
bergssonar. Síðan verða kaffiveit-
ingar í Hlíðarbæ. Þar verður flutt
dagskrá um vorið, Rósa Krisín
syngur einsöng og loks verður al-
mennur söngur við undirleik Jóns
Árna Sigfússonar. Bíll fer frá
Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl.
14.30 og frá Hlíð kl. 14.45. Lagt
verður af stað frá Akureyrarkirkju
um kl. 15 og komið aftur upp úr kl.
17.
Kyrrðar- og fyrirbænastund
verður í kirkjunni kl. 12 á hádegi í
dag. Stundin hefst með orgelleik
og hægt er að kaupa léttan hádeg-
isverð í safnaðarheimili á eftir.
Sýningar sem standa yfir í safn-
aðarheimili kirkjunnar eru opnar
frá kl. 10–12 og 14–17 alla þessa
viku. Sýning Leifs Breiðfjörð verð-
ur síðan opin út maímánuð.
Eldri borgarar
til Möðruvalla
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦