Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR
50 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
S
íst stendur á mér að
taka upp hanskann
fyrir íslenskar píkur
enda á ég sem ís-
lenskur karlmaður
nokkurra hagsmuna að gæta. Ís-
lenskar píkur eru sjálfsagt full-
færar um að svara fyrir sig sjálf-
ar og varasamt fyrir karla að
voga sér langt inn á það um-
ræðusvæði þar sem hættan á að
vera felldur sem remba leynist
við hvert fótmál. Upphafssetn-
ingin hér að ofan er reyndar
dæmigerð fyrir karl einsog mig.
Í henni felst hæfileg remba með
orðaleiknum „stendur á mér“ til
að kitla hláturtaugar rembings-
karla sem kunna að hafa fallið
fyrir fyrirsögninni og síðan er
niðurlag setningarinnar til þess
fallið að blíðka rembingskonur
sem hafa
þykkst við
fyrrihlut-
anum. Hlut-
skipti smá-
rembukarla
eins og mín
er um margt dálítið erfitt í þessu
svokallaða kynréttindasamfélagi.
Útávið reynum við auðvitað að
vera eins rétthugsandi og þurfa
þykir, en erum inn við beinið dá-
lítið uppteknir af píkum, rössum
og brjóstum á fremur hefðbund-
inn og gamaldags hátt. Við erum
svo meðvitaðir. Við erum alltaf
að passa að koma ekki upp um
okkur. Horfum bara eitt augna-
blik á brjóstin á kvenkyns við-
mælanda. Skoðum bara á henni
rassinn þegar öruggt er að eng-
inn sér til. Erum svo kurteisir að
klæða hana ekki alveg úr öllu í
huganum. Höfum myndað okkur
mjög ákveðna skoðun á því
hvernig eigi að tala við konur til
að sýna þeim tilhlýðilega virð-
ingu. Umgangast þær fyrst og
fremst sem manneskjur og per-
sónur, ekki sem kynverur.
Slökkva á öllu í okkur sjálfum
sem gæti heitið kynferðislegur
áhugi. Það gæti lagst út sem
kynferðisleg áreitni. Og kannski
er það áreitni. Hvað veit ég. Við
erum svo óöruggir með hvar
mörkin liggja í þeim efnum.
Tilefni þessara óbjörgulegu
vangaveltna er sýningin Píku-
sögur í Borgarleikhúsinu. Hún
reyndist rembingskarli eins og
mér talsverð upplifun. Þar er
orðið „píka“ nefnt upphátt 128
sinnum. Og alltaf í merkingunni
kynfæri kvenna en ekki sem
skandinavískt slangur yfir
stelpu. Þá eru ýmis önnur orð
um kynfæri kvenna nefnd til
sögunnar en aðalorðið er píka.
Merkjanlegur árangur þessarar
sýningar er hversu oft þetta orð
hefur heyrst og sést síðan frum-
sýningin átti sér stað; sjálfur hef
ég t.d. aldrei notað orðið fyrr í
texta af þessu tagi en frelsaðist
svo við sýninguna að mér finnst
sjálfsagt að nota það að vild.
Píka. Ég hika ennþá við önnur
grófari orð enda eru þau flest
neikvæð dæmi um karlrembu
þar sem reynt er að gera lítið úr
konum og kynfærum þeirra.
Píkusögur gera alveg hið gagn-
stæða. Þær upphefja konur og
kynfæri þeirra á einhvern hátt
sem mér karlmanninum var alls
ekki ljóst áður; hugsun kvenna
snýst kannski ekki minna um
kynfæri sitt en karla um sitt, þó
á mismunandi hátt sé. Margt er
ólýsanlega fyndið í þessari sýn-
ingu og fyrir karl eins og mig
var það talsverð raun að sitja á
hlátri mínum þar til öruggt var
að fleiri myndu hlæja en ég.
Karlar verða nefnilega vand-
ræðalegir þegar konur tala op-
inskátt um kynfæri sín og hug-
myndir um kynlíf. Ekki síst í
opinberri leiksýningu. Þeir óttast
líka ekkert meira en að vera
teknir fyrir. Að hlæja upp úr
eins manns hljóði á Píkusögum
gæti þýtt að leikkonurnar
hvesstu á mann augun og segðu
háðslega: „Af hverju finnst þér
þetta svona fyndið.“ Þær gera
það reyndar ekki því sýningin er
jafnniðurnjörvuð og hver önnur
leiksýning en formið á henni er
þannig að fyrsta korterið er
maður ekki alveg viss hvort
óhætt sé að afhjúpa fordóma
sína með flissi og hlátrasköllum.
En sýning eins og Píkusögur er
einmitt til þess fallin að afhjúpa
fordóma og bjóða síðan upp á
umræður um þá í framhaldinu.
Endurskoðun á viðteknum hug-
myndum og viðhorfum. Reynslu-
heimur kvenna fékk loks áþreif-
anlega merkingu í huga mínum.
„Þær hugsa þá svona,“ hugsaði
ég en er samt ekki meira en svo
viss um að ég hafi skilið þetta
rétt. Saga konunnar frá Bosníu
er ein sú átakanlegasta sem ég
hef heyrt og undirstrikaði tvenn-
an skilning; annars vegar á gleði
hinnar ungu konu yfir líkama
sínum og þörf sinni til að njóta
kynlífs og ásta. Hins vegar þeirri
skelfilegu martröð sem fólgin er
í nauðgun og svívirðingu á kon-
unni og kynfærum hennar. Karl-
ar eiga sennilega margir hverjir
nokkuð erfitt með að setja sig í
spor kvenna varðandi nauðgun.
Hér gefst tækifæri til þess og
líklegt að skilningur þeirra vaxi
á því hversu yfirgengilegt ofbeldi
felst í nauðgun.
Eins og að líkum lætur eru
margir lítið hrifnir af því að pík-
unni sé gert svo hátt undir höfði
á svo greindarlegan og skyn-
samlegan hátt og gert er í Píku-
sögum. Þeir – bæði konur og
karlar – eru auðvitað fólkið sem
hefði mest gagn af því að sjá
sýninguna þar sem líklegt er að
fordómar þess og kreddur
myndu undan láta. Sumir eru
svo krepptir í kynferði sínu að
þeim er ómögulegt annað en tala
um píkur og typpi á klámfenginn
hátt og fela kreppu sína á bakvið
yfirborðshneykslan á því að
skrifað skuli heilt leikrit um kyn-
færi kvenna. Eða hversu mörg
leikrit hafa ekki verið skrifuð um
karla sem eru með píkur á heil-
anum og kynhvöt þeirra er drif-
kraftur verksins. Það þykir flest-
um sjálfsagt enda er kynhvötin –
bæði karla og kvenna – drif-
kraftur lífsins sjálfs. Þetta hefur
þó hingað til þótt sjálfsagt karla-
vígi. Að konur skuli tala um pík-
ur sínar á jafnopinskáan hátt og
gert er í Píkusögum er ekki ein-
asta djarft heldur kjarkað og
verður vonandi til þess að hvetja
fólk til umhugsunar og umræðna
um þetta viðkvæma en sjálfsagða
efni. Þegar svona vel tekst til
hefur leikhúsið gegnt hlutverki
sínu í samfélaginu með sóma.
Sögur
af píkum
„Að konur skuli tala um píkur
sínar á jafnopinskáan hátt og gert
er í Píkusögum er ekki einasta
djarft heldur kjarkað.“
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
✝ SigurhjörturPálmason fædd-
ist í Reykjavík 29.
janúar 1926. Hann
varð bráðkvaddur að
heimili sínu, Vestur-
bergi 27, hinn 28.
apríl síðastliðinn.
Sigurhjörtur var
elsta barn foreldra
sinna, þeirra Pálma
Einarsonar, fv. land-
námsstjóra, f. 22.8.
1897, d. 19.9. 1985 og
Soffíu Sigurhelgu
Sigurhjartardóttur
húsfreyju, f. 23.4.
1899, d. 19.8. 1990. Föðurforeldar
Sigurhjartar voru Einar Guð-
mundsson, bóndi á Svalbarði, Mið-
dölum, f. 28.6. 1857, d. 21.3. 1947,
og Sigríður Pálmadóttir frá Sval-
barði, f. 27.9. 1859, d. 22.8. 1958.
Móðurforeldrar voru Sigurhjörtur
Jóhannesson, bóndi að Urðum í
Svarfaðardal, f. 6.2. 1855, d. 30.1.
1926, og Friðrika Sigríður Sigurð-
ardóttir á Þóroddsstað í S-Þingeyj-
arsýslu, f. 10.5. 1858, d. 30.4. 1914.
Sigurhjörtur átti sjö systkini, en
tvö þeirra, Jósef Pálmar og Auður,
létust í æsku. Eftirlifandi systkini
Sigurhjartar eru 1) Anna, f. 2.12.
1928, maki Guðmundur Guð-
mundsson, f. 10.5. 1922, börn
þeirra; Pálmi Örn, látinn, Einar
Már, Guðmundur Hrafn og Auður.
2) Haukur, f. 7.2. 1930, maki Að-
alheiður Jóhannesdóttir, f. 9.2.
1931, d. 15.6. 1997, börn þeirra;
Anna Soffía, Jóhannes og Helga. 3)
Hreinn, f. 26.11. 1931, maki Sig-
urlaug Vigfúsdóttir, f. 23.7. 1936,
hófu búskap á Hofteig og fluttu
síðar á Háaleitisbraut 38 þar sem
þau bjuggu í nítján ár en síðustu
átján árin hafa þau búið í Vestur-
bergi 27.
Sigurhjörtur fæddist í Búnaðar-
félagshúsinu við Vonarstræti og
ólst upp á Hvaleyrarholtinu í Hafn-
arfirði, Urðum við Laugardal, þar
sem Sólheimar eru núna, Rauðar-
árstíg og á Laugateig. Sigurhjört-
ur gekk í Laugarnesskóla og síðar
í Ingimarsskólann í Reykjavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1946, fyrrihlutaprófi í verkfræði
frá HÍ 1950 og prófi í byggingar-
verkfræði frá DTH í Kaupmanna-
höfn 1953. Hann var verkfræðing-
ur hjá mælingadeild bæjarverk-
fræðings 1953-1961. Frá árinu
1961 til 2000 vann hann að verk-
fræðistörfum fyrir borgarverk-
fræðing og verkfræðistofuna For-
verk sem hann gerðist síðar
meðeigandi að. Sigurhjörtur starf-
aði fyrir mörg sveitarfélög, meðal
annars Reykjavík, Garðabæ og
Sauðarkrók. Meðal verkefna sem
hann fékkst við voru landmæling-
ar og lóðauppdrættir, rannsókn
lóðarmarka og söfnun gagna um
eignarhald í eldri bæjarhverfum,
hönnun gatna, vatnsveitna og frá-
veitna í þéttbýli, ráðgjöf við gerð
skipulags fyrir bæjar- og sveitar-
félög, landamerkjarannsóknir,
söfnun gagna um landamerki og
eignarhald, skráning lands, mæl-
ingar og gerð uppdrátta. Um ára-
mótin 1997 seldi Sigurhjörtur sinn
hlut í Forverki ehf., þegar Línu-
hönnun hf., LH tækni og Sigurður
R. Ragnarsson keyptu fyrirtækið.
Sigurhjörtur starfaði áfram hjá
Forverki og endaði þar starfsferil
sinn um áramótin 1999-2000.
Útför Sigurhjartar verður gerð í
dag frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
þau skildu, börn
þeirra; María, Soffía
og Signý. 4) Friðrik
Pálmar, f. 16.4. 1935,
maki Karóla Sander, f.
1.2. 1935, börn þeirra;
Nanna og Ragnar. 5)
Sigríður, f. 25.11.
1938, maki Kristján
Sæmundsson, f. 9.3.
1936, börn þeirra;
Trausti, Margrét og
Þorbjörg. Hinn 20.
september 1961
kvæntist Sigurhjörtur
Unni Guðmundu Vil-
hjálmsdóttur, f. 2.7.
1935. Hún starfaði sem verslunar-
maður og síðar skrifstofumaður
hjá fjármáladeild Reykjavíkur-
borgar. Foreldrar Unnar eru Arn-
grímur Vilhjálmur Angantýsson, f.
15.11. 1906 á Snæfjöllum á Snæ-
fjallarströnd í N-Ísafjarðarsýslu, d.
16.8. 1984, og Aðalbjörg Júlíus-
dóttur, f. 20.1. 1914 á Seyðisfirði.
Synir Sigurhjartar og Unnar eru
Vilhjálmur Örn, viðskiptafræðing-
ur, forstöðumaður hjá Landssíma
Íslands hf., f. 16.3. 1962, og Pálmi
Jósef, tónlistarmaður, f. 25.10.
1965. Maki Vilhjálms er Sigríður
Auður Arnardóttir, lögfræðingur í
umhverfisráðuneytinu, f. 12.6.
1965, þeirra barn er Unnur Svala,
f. 4.11. 1996. Sambýliskona Pálma
er Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona,
f. 31.8. 1968, þeirra barn er Sig-
urhjörtur, f. 2.12. 1998. Systkini
Unnar eru Angantýr, f. 15.9. 1938,
Elsa, f. 5.11. 1942, Júlíus Haf-
steinn, f. 7.3. 1944, og Guðrún, f.
12.3. 1947. Unnur og Sigurhjörtur
Elsku pabbi, það eru svo ótal
margar minningar sem leita á hug-
ann þegar litið er til baka. Minn-
ingar frá bernskuárum yfir í ung-
lingsárin og fram á fullorðinsár,
minningar sem bregða upp myndum
af ekki bara yndislegum pabba held-
ur einnig góðum vini og félaga sem
setti sig alltaf inn í hugðarefni okkar
og áhugamál hvers tíma og studdi
okkur í því sem við tókum okkur fyr-
ir hendur. Við bræður teljum okkur
lánsama að hafa átt svona mikinn
mannkostamann sem pabba, pabba
sem alltaf hefur verið til staðar fyrir
okkur, og ásamt mömmu gefið okk-
ur gott veganesti út í lífið, heilbrigða
og skynsama sýn á lífið og tilveruna.
Elsku pabbi, takk fyrir að hafa
gefið börnunum okkar, Unni Svölu
og Sigurhirti, svona mikla ást. Miss-
ir þeirra er mikill, en við munum
halda minningu þinni á lofti um
ókomin ár, minningu um yndislegan
pabba og afa sem við geymum í
hjarta okkar að eilífu.
Þínir synir,
Vilhjálmur og Pálmi.
Það var á sérstaklega fallegum
degi, sumarið 1990, sem ég hitti
hann tengdaföður minn, Sigurhjört,
fyrst. Minningin um fyrstu kynni
mín af Sigurhirti og eiginkonu hans,
Unni, hefur verið skýr í huga mínum
síðustu daga. Þau hjónin voru að
brjóta saman þvott og þegar ég birt-
ist í dyragættinni brostu þau svo
hlýlega og fallega til mín og ég fann
um leið að ég var velkomin í þeirra
líf. Þessi minnig er svo einkennandi
fyrir Unni og Sigurhjört, þessi hlýja,
brosmildi og samheldni. Þau hjónin
gerðu alla hluti saman, hvort sem
það voru húsverkin, tiltektir í garð-
inum eða innkaupin. Þau voru hvort
öðru svo næg og þeim leið best
heima í Vesturbergi að dunda sér og
tala saman. Sigurhjörtur hafði mjög
ljúfa skapgerð og var hógvær og lít-
illátur maður. Hann gerði ekki mikl-
ar kröfur fyrir sig sjálfan, hallmælti
engum og ekki var hann með reiði
eða beiskju út í annað fólk. Sigur-
hjörtur tók einfaldlega öllum eins og
þeir voru og virti skoðanir hvers og
eins, þó hann væri kannski ekki
endilega sammála orðum og gerðum
annarra. Það skipti hins vegar engu
máli, því það var virðingin fyrir öðru
fólki sem hann hafði í heiðri og allir
menn voru jafnir fyrir honum. Það
var svo gott að finna hvernig hann
tók á vandmálum, þau hreinlega
gufuðu upp og urðu að engu. Ég hef
oft velt því fyrir mér hvernig hann
færi að því að takast svona vel á við
það sem erfitt er. Ég held að svarið
sé fólgið í því að hann gerði sér svo
vel grein fyrir því hvað það er sem
skiptir máli í þessu lífi, þ.e. að lifa í
sátt við sjálfan sig og aðra og bera
kærleika til annars fólks. Sigur-
hjörtur náði þessum þroska, sem
mörgum reynist erfitt og sem gerði
hann að þessum einstaka manni sem
hann var. Ég hef oft sagt við mann-
inn minn hversu heppinn hann væri
að eiga slíka foreldra og aldrei hafði
hann séð pabba sinn skipta skapi öll
þau ár sem þeir áttu saman. Það var
líka svo augljóst hversu mikla vænt-
umþykju og ást hann bar í garð
pabba síns. Það var mikið samband
haft við mömmu og pabba bæði til að
láta vita af sér og til að vita hvar þau
væru og hvað þau aðhöfðust.
Sigurhjörtur var mikill fjölskyldu-
maður og alltaf voru þau hjónin til
staðar þegar á þurfti að halda. Það
þurfti ekki biðja um hlutina, þau
komu ávallt þegar þau vissu að
þeirra hjálpar væri þörf. Sigurhjört-
ur fylgdist af áhuga með öllu því sem
strákarnir hans og fjölskyldur
þeirra tóku sér fyrir hendur og tók
þátt í lífi þeirra á sinn hógværa hátt.
Dóttir mín, Unnur Svala, var fyrsta
barnabarnið, síðar bættist við annað
barnabarn, Sigurhjörtur, sonur
Pálma og Sigrúnar, alnafni afa síns.
Unnur Svala var afar hænd að afa
sínum og hann var henni afar kær
frá fyrstu tíð. Hún vildi helst vera í
fanginu á afa, þar var best að vera.
Afi hafði alltaf nægan tíma henni til
handa hvernig sem stóð á, önnur
verkefni fengu bara að bíða, enda
skiptu þau engu máli þegar hún var
annars vegar. Þess sama fékk Sig-
urhjörtur yngri að njóta. Það var
margt sem afi og Unnur Svala bröll-
uðu saman, afi átti að gera hlutina,
það var best, hvort sem það var að
lesa, teikna eða búa til kakó, afakakó
eins og hún kallar það. Ég man
hversu glöð hún varð alltaf þegar afi
kom í heimsókn, það birti yfir andlit-
inu sem varð síðan að einu brosi og
hún réð sér ekki fyrir kæti. Sama
viðmót fékk hún frá afa, hann varð
eitt bros þegar hann sá hana, þeim
leið svo vel saman. Síðustu samveru-
stundir þeirra voru skömmu fyrir
andlát afa, leikskólinn var lokaður
vegna viðgerða og það urðu mikil
fagnaðarlæti þegar Unnur Svala
vissi að hún fengi að fara upp í Vest-
urberg til ömmu og afa. Það var vel
tekið á móti henni eins og alltaf og
hún var svo kát. Þegar við foreldr-
arnir komum svo að ná í hana að af-
loknum vinnudegi, var svo gott að
finna hversu glöð og sátt hún var eft-
ir daginn. Það kom ekki á óvart, hún
hafði átt enn einn dag í þessari miklu
ást og hlýju sem hún alltaf fann hjá
ömmu sinni og afa.
Þegar ég fékk fregnirnar af and-
láti Sigurhjartar, fann ég sárast fyr-
ir missinum vegna dóttur minnar.
Nú fengi hún ekki lengur að njóta
samvista við afa sinn og hann gæti
ekki tekið þátt í þroska hennar og
séð hana vaxa úr grasi. Það var svo
mikill tími sem mér fannst við fjöl-
skyldan eiga eftir að njóta með Sig-
urhirti. Þessi tilfinning sem var svo
óumflýjanleg breyttist síðan í þakk-
læti fyrir að hafa átt því láni að
fagna að eiga slíkan tengdapabba og
afa, þakklæti fyrir hvað afi gaf henni
dóttur minni mikið og að því mun
hún sannarlega alltaf búa. Það var á
sólríkum vordegi, heima í Vestur-
bergi, sem Sigurhjörtur kvaddi.
Elsku Unnur, Guð gefi þér styrk
til að takast á við þinn mikla missi.
Elsku afi og tengdapabbi, við þökk-
um þér fyrir allt sem þú hefur gefið
okkur. Megi minningin um sóma-
mann lifa í hjörtum okkar sem sökn-
um og hjálpa okkur að takast á við
lífið eins og hann gerði.
Sigríður Auður og
Unnur Svala.
Sigurhjörtur tengdafaðir minn er
látinn. Hann var frá okkur tekinn á
sólríkum apríldegi, skyndilega, án
nokkurs fyrirboða, var hann hrifinn
burt. Apríl er grimmastur mánaða.
Við erum lokkuð með fyrirheitum
um bjartari daga, hlýindi og sólríki,
en svo hellist myrkrið yfir, það kóln-
ar skyndilega og napur vindur nístir
inn að beini. Afi sonar míns tók á
móti vorinu með gleði í hjarta, hann
sneri andliti í átt til sólar og brosti
sínu hlýja, einlæga brosi þegar hann
kvaddi okkur í síðasta skipti. Hann
SIGURHJÖRTUR
PÁLMASON