Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 26
LANDIÐ 26 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blönduósi - Það er ekki daglegt brauð að menn á 78. aldursári öðl- ist réttindi til að reka mál fyrir Hæstarétti. Jón Ísberg, fyrrver- andi sýslumaður Húnvetninga, fékk þessi réttindi fyrir skömmu 77 ára gamall og getur nú með fullum rétti og miklu stolti notað skammstöfunina hrl. Í tilefni þess- ara tímamóta sóttu Jón heim nokkrir löglærðir menn á Norður- landi vestra til að samfagna hon- um og konu hans, frú Þórhildi Ís- berg. Nú getur Jón Ísberg rekið mál fyrir Hæstarétti Svona eiga sýslumenn að vera Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Stefán Ólafsson, héraðsdómslögmaður á Blönduósi, Jón Ísberg, hæsta- réttarlögmaður og fyrrv. sýslumaður, Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Húnvetninga, Halldór Halldórsson, héraðsdómari á Norðurlandi vestra, og Þórhallur Haukur Þorvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Blönduósi. Mývatnssveit - Lokamót skíða- deildar Eilífs fór fram við skíða- lyftuna dag einn fyrir skömmu í meinlausu veðri. Færi var ágætt en skyggni verra. Keppt var í ýms- um aldursflokkum og var hart bar- ist til verðlauna í öllum flokkum. Sigurvegarar urðu eftirtaldir: Í flokki 6 ára Nanna Kristjáns- dóttir, Helga Ingibjörg Þorvalds- dóttir og Arnþrúður Anna Jóns- dóttir. Í flokki 7-8 ára: Steingrímur Örn Kristjánsson, Sigurður Rúnar Magnússon og Pétur Jónasson Í flokki 9-10 ára: Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, Þórey Kolbrún Jónsdóttir og Anna Bergljót Gunn- arsdóttir Í flokki 11-12 ára: Daníel Ell- ertsson, Andri Karlsson og Guðjón Vésteinsson Í flokki 13-14 ára: Þórhalla Bergey Jónsdóttir, Þorsteinn Þor- valdsson og Pétur Freyr Jónsson. Einnig kepptu foreldrar sín í milli og náðu ágætum árangri. Þetta mót var endapunktur skíðavertíðarinnar sem staðið hef- ur frá því sl. haust. Á miðjum vetri var vígð skíða- togbraut nærri Kröflustöð og gjör- breytir hún allri aðstöðu fyrir Mý- vetninga til skíðaæfinga. Enn er þó eins vant þar sem er snjótroðari, en þess er vænst að úr því fáist bætt fyrir næstu vertíð. Morgunblaðið/BHF Fullkomin tímataka var í gangi og mikilvægt að ná góðu viðbragði. Togbrautin breytir allri aðstöðu til skíðaiðkunar í Mývatnssveit. Guffaleikar við Kröflu Norður-Héraði - Nú er að koma að burðartíma hreindýranna sem hefst um miðjan maí, kýrnar farnar að hugsa sér til hreyfings og farnar að færa sig í átt til burðarsvæðanna sem eru alla jafnan á Vesturöræfum. Nú ber hins vegar svo við að mikill snjór er á Vesturöræfum og í Hálsi þar sem kýrnar bera helst og ljóst að þær bera ekki í Hálsi á þessu vori. Al- þekkt er í þeim vorum þegar mikill snjór er á aðalburðarsvæðunum að kýrnar bera í Dölum, Þuríðarstaða- dal, Tungu, Glúmstaðadal, Hrafn- kelsdal Smjörtungudal og Desjarár- dal. Þó að kýrnar séu nú á leið inn á burðarsvæðin utan af Jökuldal og Héraði eru tarfarnir þaulsætnir í tún- um þar enn þá og engir aufúsugestir vegna þess að þeir ganga nærri ný- græðingnum og skemma girðingar. Ungtarfarnir á myndinni eru hluti af þessum eftirlegukindum og voru dauðspakir á túninu í Bót í Hróars- tungu á Norður-Héraði með Fellin í baksýn. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hreindýr í túnum á Héraði Vestmannaeyjum - ÍBV-knatt- spyrnudeild og Samskip skrifuðu á dögunum undir tveggja ára sam- starfssamning. Samskip hefur styrkt íþróttalífið í Vestmannaeyjum vel í gegnum tíðina og hefur samstarfið gengið vel eins og þessi samningur sýnir. Að sögn Jóhanns Inga Árna- sonar, framkvæmdastjóra ÍBV, eru menn mjög ánægðir með nýja samn- inginn. „Það var mikilvægt fyrir okkur að gera góðan samning við Samskip þar sem við höfum verið með góða samninga við Samskip og Herjólf í gegnum tíðina. Nú er þetta allt komið undir einn hatt og því um viðameiri samning að ræða sem báð- ir aðilar eru mjög sáttir við. Það er svo vonandi að við eigum eftir að sigla heim með Herjólfi með nokkra titlana í sumar,“ sagði Jóhann Ingi. Samningur í höfn Friðrik Friðriksson fyrir hönd ÍBV íþróttafélags og Ólafur Ólafsson, for- stjóri Samskipa, ásamt tveim leikmönnum ÍBV, fulltrúa frá Samskipum í Vestmannaeyjum og Önnu Guðnýju Aradóttur markaðsstjóra Samskipa. Sauðárkróki - Fyrsta kynbótasýn- ing hrossa á þessari öld fór fram nýlega í nýrri reiðhöll Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þar voru m.a. leidd- ir til dóms fimm stóðhestar í eigu svarfdælskra hestamanna og einn úr Ólafsfirði. Aðeins einn þeirra var dæmdur bæði fyrir sköpulag og hæfileika, Drómi frá Bakka, en hin- ir voru dæmdir fyrir sköpulag. Niðurstöðurnar fara hér á eftir, til upplýsinga fyrir þá sem hugs- anlega vildu nýta sér þjónustu þessara ágætu hesta. Drómi frá Bakka. Brúnn f: 1995. F: Þorri frá Þúfu. M: Milla frá Bakka. Eig: Þór Ingvason, Bakka Sköpulag: 8,11. Hæfileikar: 7,70 Aðaleinkunn: 7,87. Garri frá Hóli. Móálóttur, mósóttur, f: 1997 F: Galsi frá Sauðárkróki. M: Sunna frá Hóli. Eig: Þorleifur Karlsson, Hóli. Sköpu- lag: 8,36. Tenór frá Garðsá. Bleikálóttur f: 1996. F: Hljómur frá Brún. M: Venus frá Garðsá. Eig: Stefán Friðgeirsson, Melum. Sköpu- lag: 8,13. Garpur frá Hrafnsstöðum Brúnn f: 1997. F: Andvari frá Ey M: Brynja frá Hrafnsstöðum Eig: Zophonías Jónmunds- son, Hrafnsstöðum. Sköpulag: 7,91. Ísak frá Dalvík. Brúnn f: 1996 F: Hrafn frá Holtsmúla. M: Litla-Löpp frá Dalvík. Eig: Sigurður Jónsson, Dalvík. Sköpulag: 7,71. Þokki frá Ólafsfirði. Bleikur/álóttur f. 1996. F: Hljómur frá Brún M: Ósk frá Ólafsfirði. Eigandi: Gunnar Þór Magnússon. Sköpu- lag: 7,79 Hæfileikar: 7,77 Aðaleinkunn: 7,75. Fyrsta kynbótasýning aldarinnar í nýrri höll Tónn frá Garðsá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.