Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 26
LANDIÐ
26 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blönduósi - Það er ekki daglegt
brauð að menn á 78. aldursári öðl-
ist réttindi til að reka mál fyrir
Hæstarétti. Jón Ísberg, fyrrver-
andi sýslumaður Húnvetninga,
fékk þessi réttindi fyrir skömmu
77 ára gamall og getur nú með
fullum rétti og miklu stolti notað
skammstöfunina hrl. Í tilefni þess-
ara tímamóta sóttu Jón heim
nokkrir löglærðir menn á Norður-
landi vestra til að samfagna hon-
um og konu hans, frú Þórhildi Ís-
berg.
Nú getur Jón Ísberg rekið mál fyrir Hæstarétti
Svona eiga
sýslumenn að vera
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Stefán Ólafsson, héraðsdómslögmaður á Blönduósi, Jón Ísberg, hæsta-
réttarlögmaður og fyrrv. sýslumaður, Kjartan Þorkelsson, sýslumaður
Húnvetninga, Halldór Halldórsson, héraðsdómari á Norðurlandi vestra,
og Þórhallur Haukur Þorvaldsson, fulltrúi sýslumannsins á Blönduósi.
Mývatnssveit - Lokamót skíða-
deildar Eilífs fór fram við skíða-
lyftuna dag einn fyrir skömmu í
meinlausu veðri. Færi var ágætt
en skyggni verra. Keppt var í ýms-
um aldursflokkum og var hart bar-
ist til verðlauna í öllum flokkum.
Sigurvegarar urðu eftirtaldir:
Í flokki 6 ára Nanna Kristjáns-
dóttir, Helga Ingibjörg Þorvalds-
dóttir og Arnþrúður Anna Jóns-
dóttir. Í flokki 7-8 ára: Steingrímur
Örn Kristjánsson, Sigurður Rúnar
Magnússon og Pétur Jónasson
Í flokki 9-10 ára: Sigþóra Brynja
Kristjánsdóttir, Þórey Kolbrún
Jónsdóttir og Anna Bergljót Gunn-
arsdóttir
Í flokki 11-12 ára: Daníel Ell-
ertsson, Andri Karlsson og Guðjón
Vésteinsson
Í flokki 13-14 ára: Þórhalla
Bergey Jónsdóttir, Þorsteinn Þor-
valdsson og Pétur Freyr Jónsson.
Einnig kepptu foreldrar sín í
milli og náðu ágætum árangri.
Þetta mót var endapunktur
skíðavertíðarinnar sem staðið hef-
ur frá því sl. haust.
Á miðjum vetri var vígð skíða-
togbraut nærri Kröflustöð og gjör-
breytir hún allri aðstöðu fyrir Mý-
vetninga til skíðaæfinga. Enn er þó
eins vant þar sem er snjótroðari,
en þess er vænst að úr því fáist
bætt fyrir næstu vertíð.
Morgunblaðið/BHF
Fullkomin tímataka var í gangi og mikilvægt að ná góðu viðbragði.
Togbrautin breytir allri aðstöðu til skíðaiðkunar í Mývatnssveit.
Guffaleikar
við Kröflu
Norður-Héraði - Nú er að koma að
burðartíma hreindýranna sem hefst
um miðjan maí, kýrnar farnar að
hugsa sér til hreyfings og farnar að
færa sig í átt til burðarsvæðanna sem
eru alla jafnan á Vesturöræfum.
Nú ber hins vegar svo við að mikill
snjór er á Vesturöræfum og í Hálsi
þar sem kýrnar bera helst og ljóst að
þær bera ekki í Hálsi á þessu vori. Al-
þekkt er í þeim vorum þegar mikill
snjór er á aðalburðarsvæðunum að
kýrnar bera í Dölum, Þuríðarstaða-
dal, Tungu, Glúmstaðadal, Hrafn-
kelsdal Smjörtungudal og Desjarár-
dal.
Þó að kýrnar séu nú á leið inn á
burðarsvæðin utan af Jökuldal og
Héraði eru tarfarnir þaulsætnir í tún-
um þar enn þá og engir aufúsugestir
vegna þess að þeir ganga nærri ný-
græðingnum og skemma girðingar.
Ungtarfarnir á myndinni eru hluti
af þessum eftirlegukindum og voru
dauðspakir á túninu í Bót í Hróars-
tungu á Norður-Héraði með Fellin í
baksýn.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Hreindýr í túnum á Héraði
Vestmannaeyjum - ÍBV-knatt-
spyrnudeild og Samskip skrifuðu á
dögunum undir tveggja ára sam-
starfssamning. Samskip hefur styrkt
íþróttalífið í Vestmannaeyjum vel í
gegnum tíðina og hefur samstarfið
gengið vel eins og þessi samningur
sýnir. Að sögn Jóhanns Inga Árna-
sonar, framkvæmdastjóra ÍBV, eru
menn mjög ánægðir með nýja samn-
inginn. „Það var mikilvægt fyrir
okkur að gera góðan samning við
Samskip þar sem við höfum verið
með góða samninga við Samskip og
Herjólf í gegnum tíðina. Nú er þetta
allt komið undir einn hatt og því um
viðameiri samning að ræða sem báð-
ir aðilar eru mjög sáttir við. Það er
svo vonandi að við eigum eftir að
sigla heim með Herjólfi með nokkra
titlana í sumar,“ sagði Jóhann Ingi.
Samningur
í höfn
Friðrik Friðriksson fyrir hönd ÍBV íþróttafélags og Ólafur Ólafsson, for-
stjóri Samskipa, ásamt tveim leikmönnum ÍBV, fulltrúa frá Samskipum í
Vestmannaeyjum og Önnu Guðnýju Aradóttur markaðsstjóra Samskipa.
Sauðárkróki - Fyrsta kynbótasýn-
ing hrossa á þessari öld fór fram
nýlega í nýrri reiðhöll Skagfirðinga
á Sauðárkróki. Þar voru m.a. leidd-
ir til dóms fimm stóðhestar í eigu
svarfdælskra hestamanna og einn
úr Ólafsfirði. Aðeins einn þeirra var
dæmdur bæði fyrir sköpulag og
hæfileika, Drómi frá Bakka, en hin-
ir voru dæmdir fyrir sköpulag.
Niðurstöðurnar fara hér á eftir,
til upplýsinga fyrir þá sem hugs-
anlega vildu nýta sér þjónustu
þessara ágætu hesta.
Drómi frá Bakka. Brúnn f: 1995.
F: Þorri frá Þúfu. M: Milla frá Bakka. Eig:
Þór Ingvason, Bakka Sköpulag: 8,11.
Hæfileikar: 7,70 Aðaleinkunn: 7,87.
Garri frá Hóli. Móálóttur, mósóttur, f: 1997
F: Galsi frá Sauðárkróki. M: Sunna frá
Hóli. Eig: Þorleifur Karlsson, Hóli. Sköpu-
lag: 8,36.
Tenór frá Garðsá. Bleikálóttur f: 1996. F:
Hljómur frá Brún. M: Venus frá Garðsá.
Eig: Stefán Friðgeirsson, Melum. Sköpu-
lag: 8,13. Garpur frá Hrafnsstöðum Brúnn
f: 1997. F: Andvari frá Ey M: Brynja frá
Hrafnsstöðum Eig: Zophonías Jónmunds-
son, Hrafnsstöðum. Sköpulag: 7,91.
Ísak frá Dalvík. Brúnn f: 1996 F: Hrafn frá
Holtsmúla. M: Litla-Löpp frá Dalvík. Eig:
Sigurður Jónsson, Dalvík. Sköpulag: 7,71.
Þokki frá Ólafsfirði. Bleikur/álóttur f. 1996.
F: Hljómur frá Brún M: Ósk frá Ólafsfirði.
Eigandi: Gunnar Þór Magnússon. Sköpu-
lag: 7,79
Hæfileikar: 7,77
Aðaleinkunn: 7,75.
Fyrsta kynbótasýning
aldarinnar í nýrri höll
Tónn frá Garðsá.