Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 27
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 27
Grundarfirði - Tvö innanfélagsmót
í sjóstangaveiði voru haldin fyrir
skömmu á Snæfellsnesi, eitt í Ólafs-
vík og hitt í Grundarfirði. Stang-
veiðifélagið Snær í Ólafsvík hélt sitt
mót í Ólafsvík. Átján þátttakendur
voru á mótinu og á fimm bátum.
Leiðindaveður var á mótstaðnum
og var vindhraðinn átta metrar á
sekúndu.
Stangveiðifélag Reykjavíkur hélt
innanfélagsmót sitt í Grundarfirði
og voru fjörutíu þátttakendur á tíu
bátum. Stangveiðifélag Reykjavík-
ur verður 40 ára á þessu ári. Veðrið
var öllu skárra, hægur andvari inni
í firði. Fiskaðist ágætlega hjá báð-
um félögum. Um kvöldið var haldið
sameiginlegt matar- og verðlauna-
hóf í félagsheimili Grundarfjarðar.
HótelFramnes og Kristján IX sáu
um veitingar. Hljómsveitin Sixties
sá um ballið á eftir. Fyrstu verðlaun
voru veitt fyrir alla flokka í sjó-
stangaveiði hjá báðum félögum.
Sjóstanga-
veiðimót á
Snæfellsnesi
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Maður dagsins, Kristján Gríms-
son, hlaut flest verðlaun og hann
fékk einnig verðlaun fyrir par
dagsins en þau hlaut hann ásamt
dóttur sinni, Hrefnu Kristjáns-
dóttur. Konur eru ekkert síðri í
stangveiði en karlar.
Grundarfirði - Petrína Jónsdóttir
opnaði nýverið nýjan pítsustað en
hann er staðsettur í veitingahúsinu
Krákunni. Í boði eru Pacman pítsur,
og hafa Grundfirðingar tekið þessari
nýjung mjög vel. Einnig hefur fólk
úr nágrannabyggðum komið og
fengið sér pítsu hjá Petrínu.
Nýr pítsu-
staður
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
LIONSHREYFINGIN hefur
löngum verið ötul við að gefa gjafir
til líknarmála, bæði innanlands og
utan. Nýjasta dæmið er að á dög-
unum sendu Lionsklúbbur Ólafs-
víkur og Lionsklúbburinn Váli í
Reykjavík stórgjafir til Vilnius.
Voru það tveir gámar fullir af
sjúkrabúnaði sem ýmist lá hér
óseldur hjá innflytjendum eða var
að úreldast hjá sjúkrastofnunum.
Fengu klúbbarnir vörurnar gefins
en lögðu í mikinn kostnað og vinnu
við að safna saman og pakka vör-
unum til flutnings út. Eimskip
skipulagði flutninginn og gaf að
auki eftir gjöld sem þeim hefði bor-
ið.
Tæki þessi og búnaður er margs-
konar. Má nefna hjólastóla, göngu-
grindur, súrefniskassa, sjúkrarúm
og hin ýmsu lækningatæki auk
sjúkrafatnaðar. Er talað um að í
þessum tveim gámum hafi verið
varningur að verðmæti 15–20 millj-
ónir króna. Meðfylgjandi mynd er
tekin í Reykjavík. Á henni sjást
félagar úr Lionsklúbbi Ólafsvíkur
og Vála vera í þann mund að loka
síðari gámnum, fullum af dýrmæt-
um búnaði sem mun koma sér vel í
Lettlandi.
Lionsmenn gefa lækn-
ingabúnað til Lettlands