Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 67
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 67
Sparisjóðurinn og Tryggingamiðstöðin
mældust hæst, hvort í sínum flokki,
í Íslensku ánægjuvoginni sem Gæða-
stjórnunarfélag Íslands, Samtök iðnaðarins
og Gallup standa að.
Við, á auglýsingastofunni Yddu, erum hæst
ánægð og óskum starfsfólki Sparisjóðanna
og Tryggingamiðstöðvarinnar til hamingju
með glæsilega útkomu en svo skemmtilega
vill til að bæði þessi fyrirtæki eru viðskipta-
vinir Yddu.
- upplýst markaðsstarf!
Hæst ánægð!
íþróttir en ólympískir hnefaleikar
stundaðar hér á landi. Auðvelt er að
sýna fram á það en verður ekki gert
að þessu sinni. Íþróttakeppnir eru og
verða alltaf harður heimur, sama
hvert litið er. Hnefaleikar fara sjálf-
sagt fyrir brjóstið á mörgum sem ekki
þola eða eiga vont með að sjá menn
slá hvor til annars. Fyrir mér er þetta
leikur einn. Það er spennandi að kom-
ast hjá því að láta andstæðinginn
hitta sig og viljinn til að standa sig
gefur þessu gildi. Maður gengur
hreint að verki og stendur eða fellur.
Þá sem ekki þola að horfa á keppnir
í hnefaleik en geta farið í kvikmynda-
hús til að horfa á menn skotna í
stórum stíl eða hengda með snörum,
þeim hent ofan af húsþökum eða
fleira í þeim dúr sér til ánægju fíla ég
ekki eins og strákurinn í mér segir.
Er það ekki verðugt rannsóknar-
efni að skoða hvað veldur því að 6.000
manns hér á landi bíða eftir bæklun-
araðgerðum samkvæmt opinberum
skýrslum. Einn sem ég þekki sem er
á biðlista vegna meiðsla á hné spurði
ég um orsök þessara meiðsla. Hann
svaraði með blótsyrðum og kenndi
ónefndri íþrótt um sín vandræði. Ég
er alveg viss um að margir gætu sagt
það sama. En orsökin er ekki iðkun
ólympískra hnefaleika.
Höfundur er fyrrv. formaður
hnefaleikaráðs Reykjavíkur.
Hnefaleikar
Það eru margar mun
hættulegri íþróttir, seg-
ir Guðmundur Arason,
en ólympískir hnefa-
leikar stundaðar hér.
Á ALÞINGI liggur
fyrir frumvarp um lög-
leiðingu ólympískra
hnefaleika og sem bet-
ur fer virðist sem þjóðin
öll sé sammála um þetta
mál þó svo að á alþingi
eigi menn í erfiðleikum
með að koma sér saman
um þetta réttlætismál,
sem snýst um að menn
fái að stunda og sýna
íþrótt sem viðurkennd
er af öllum þjóðum
heims nema á Íslandi.
Helstu mótrök þeirra
sem frumvarpinu eru á
móti eru þau, að hún
gæti valdið höfuðmeiðslum, og bera
andstæðingar frumvarpsins það
óspart fyrir sig.
Í broddi fylkingar fer alþingismað-
ur sem einnig er læknir og hefur hon-
um tekist að fá nokkra aðra lækna til
liðs við sig, blessunarlega þó ekki
nema lítið brot af þeim læknum sem í
íslenska heilbrigðisgeiranum starfa,
þeir eru nefnilega líka til sem eru
fylgjandi ólympískum hnefaleikum
og álíta þá íþrótt ekkert hættulegri
en hverja aðra íþrótt.
Það er nefnilega einu sinni svo að
öllum íþróttum fylgir einhver áhætta,
en ætli menn að draga mörkin við
ólympíska hnefaleika og stunda ekki
íþrótt sem er hættulegri en þeir, þá
verða því miður ekki margar íþróttir
eftir til að stunda vegna þess að
ólympískir hnefaleikar eru númer 71
yfir tíðni meiðsla í íþróttum sam-
kvæmt niðurstöðum ameríska
íþrótta- og tómstundasambandsins.
Fyrir ofan ólympíska hnefaleika eru
velflestar þær íþróttir sem við þekkj-
um. Þannig að verði þetta frumvarp
fellt á þeim forsendum að þetta sé svo
hættuleg íþrótt þá getum við allt eins
átt von á því að aðrar íþróttir sem eru
fyrir ofan ólympíska hnefaleika á
skilgreiningarlista yfir hættulegar
íþróttir verði bannaðar. Að vísu hafa
þingmenn þeir sem
frumvarpinu eru á móti
látið að því liggja að
þegar búið sé að fella
þetta frumvarp sé ekk-
ert því til fyrirstöðu að
sníða frumvarp sem
bannar aðrar íþróttir
sem ekki eru bannaðar
hér, samanber tae
kwon do og kickbox
ásamt fleirum, guð forði
þeim frá því.
Nýlega birtist grein í
Morgunblaðinu frá hér-
aðslækni Norðurlands
þar sem hann fer út í
það að tíunda hættuna
við ólympíska hnefaleika. Að vísu var
ekki gott að ráða fram úr því hvort
hann var að tala um ólympíska hnefa-
leika eða atvinnumannahnefaleika en
á þeim er mikill munur. Í þessari
grein talar hann mikið um höfuð-
áverka sem fylgja iðkun á þessari
íþrótt og máli sínu til stuðnings vitn-
aði hann í rannsóknir sem gerðar
hafa verið og studdist við einhver lat-
nesk orð sem ekki er nokkur leið fyrir
ólæknisfræðilega menntaðan mann
að skilja. Ekki dettur mér í hug að
ætla að fara að leggja þessum manni
orð í munn í læknisfræðilegum skiln-
ingi. En ég ætla að koma með rök
sem ættu að ýta þessari umræðu af
borðinu í eitt skipti fyrir öll og taka af
allan vafa um höfuðmeiðsl.
Fyrir nokkrum árum kom upp sú
umræða að banna ætti ólympíska
hnefaleika sem keppnisgrein á Ól-
ympíuleikunum og lágu þeir undir
allnokkru ámæli vegna þess að menn
töldu að líkur á höfuðmeiðslum væru
meiri en menn héldu. Í kjölfarið á
þessari umræðu fór alþjóðaól-
ympíunefndin þess á leit við Johns
Hopkins-sjúkrastofnunina í Boston
sem talin er fremst á sviði höfuðrann-
sókna og höfuðmeiðsla í heiminum af
þeim sem til þekkja, að framkvæma
rannsókn á tíðni höfuðmeiðsla í
íþróttinni. Þessi rannsókn var mjög
ítarleg og náði til áhugaboxara sem
höfðu stundað áhugamannahnefa-
leika frá ungaaldri og voru orðnir
fullorðnir menn á þessum tíma, menn
sem stundað höfðu íþróttina jafnvel í
tugi ára. Þessi rannsókn þótti mjög
vel og skipulega unnin.Og er fullyrt
að þetta sé stærsta og nákvæmasta
rannsókn sem gerð hefur verið á
áhugaboxurum. Niðurstöðurnar
komu sem rothögg á andstæðinga
hnefaleika!
Það fundust engin sjáanleg merki
þess að um höfuð- eða heilaáverka
væri að ræða og ekki fundust heldur
nein merki um sköddun á taugakerfi
eða fínhreyfingum.
Segja þessar niðurstöður okkur
ekki eitthvað um öryggi íþróttarinn-
ar? Alltént dugðu þessar niðurstöður
til að sannfæra alþjóðaólympíu-
nefndina sem og allar aðrar þjóðir
heims (nema eina) og í ljósi þessara
niðurstaðna hefur engum manni dott-
ið í hug að tala um höfuð- eða tauga-
skaða í ólympískum hnefaleikum.
Þvert á móti er alþjóðaólympíunefnd-
in að athuga möguleikann á að bæta
við hnefaleikum, þ.e.a.s. taka inn
kvennabox.
Heldur þú, lesandi góður, að al-
þjóðaólympíunefndin væri að fara að
bæta við hnefaleikum kvenna ef sú
íþrótt teldist lífshættuleg?
Þeir þingmenn sem á móti frum-
varpinu eru halda því fram að þetta
sé lífshættuleg íþrótt sem skaddi
bæði heila og taugakerfi þeirra sem
hana iðka.
Hið sanna er að þessi íþrótt er
skráð númer 71 yfir tíðni meiðsla í
íþróttum sem þýðir að þessi íþrótt er
talin til öruggustu íþróttagreina
heims.Takk fyrir.
Staðreyndirnar eru þessar:
Ólympískir hnefaleikar eru ein af
öruggustu íþróttagreinum heims.
Allar þjóðir heims hafa komist að
sömu niðurstöðu og leyft íþróttina
nema Ísland.
Breska ríkið var að úthluta 20
milljónum punda til breska áhuga-
mannaboxsambandsins.
Það er hæsta upphæð sem varið
hefur verið til einstaklingsíþróttar í
Bretlandi.
Þeir boxklúbbar sem reknir eru af
íþróttasamböndum þeirra landa sem
þeir eru starfræktir í eru almennt
taldir hafa gríðarlegt forvarnargildi
og oft bent á því til stuðnings að það
kostar minna fyrir samfélagið að
reka einn boxsal heldur en að greiða
kostnað af einum óregluunglingi sem
lætur orku sína bitna á dauðum hlut-
um í eigu samfélagsins.
Lesandi góður, ég gæti lengi haldið
áfram að telja fram rök máli mínu til
stuðnings en ætla að láta staðar num-
ið hérna. Þegar öllu er á botninn
hvolft snýst þetta orðið um mannrétt-
indi, þ.e.a.s. rétt þeirra sem það kjósa
að fá að stunda íþrótt sem viður-
kennd er alls staðar í heiminum nema
á Íslandi. Vonandi verður þessi grein
til að hjálpa þeim sem enn hafa ekki
myndað sér skoðun á málinu til að
taka afstöðu með ólympískum hnefa-
leikum og til að þeir sem hafa mynd-
að sér skoðun á röngum forsendum
endurskoði hug sinn.
Ólympískir hnefa-
leikar eru holl íþrótt
Guðjón Vilhelm
Hnefaleikar
Ólympískir hnefaleikar
eru ein af öruggustu
íþróttagreinum heims,
segir Guðjón Vilhelm,
og eru í 71. sæti yfir
tíðni meiðsla í íþróttum
samkvæmt niðurstöðum
ameríska íþrótta- og
tómstundasambandsins.
Höfundur er þjálfari í
ólympískum hnefaleikum.
Hrein
sum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.