Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 86
FÓLK Í FRÉTTUM 86 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ CHUCK D., leiðtogi rappsveitar- innar Public Enemy, hefur lýst því yfir að innan fárra ára verði sprottn- ar upp milljónir útgáfufyrirtækja á Netinu. Þetta sagði hann á ráðstefn- unni Nethljóðum (NetSounds) sem breska blaðið NME stóð fyrir á dög- unum. Chuck hefur í mörg ár verið virkur fræði- og hugsjónamaður hvað við kemur samfélagsmálum í Bandaríkjunum og þá sérstaklega hvað snertir menningu blökku- manna þar. Hefur hann t.d. gefið út bókina Fight the Power: Rap, Race, and Reality hvar hann reifar þessi mál. Public Enemy hefur og ávallt verið ofurpólitísk sveit og hefur aldrei farið leynt með andúð sína á þeim sem fara með stjórnartaumana í heimalandi sínu. Á ráðstefnunni lýsti hann þeirri sýn sinni að innan skamms myndi fjöldinn allur af litlum út- gáfufyrirtækjum fylla Vef- inn og á endanum færu þau að ógna stóru útgáfunum. D hefur löngum hampað netmiðlum eins og Napster, hvar fólk getur sótt sér tón- list að vild án þess að greiða sérstaklega fyrir hana. Sagði hann að stóru fyrir- tækin (eða stóru skrímslin eins og hann komst að orði) yrðu að fara að gera sér grein fyrir því að þróunin, hvað samnýtingu á hljóðskrám eins og MP3 snertir, yrði ekki stöðvuð og fyrirtækin ættu öllu heldur að taka tækninni opnum örmum. „Þau gætu alveg eins reynt að öskra upp í þrumuveður,“ sagði hann. „Það þarf að finna leiðir til að laga sig að þessu þannig að þetta nýtist sem best fyrir alla.“ Hann notaði um leið tækifærið og lét Lars Ulrich, trommuleikara Metallica, heyra það, en hann hefur manna mest verið að bölsótast út í Napster. „Hann er bara gráðugur jóla- sveinn,“ var yfirlýsing hjá D. „Ég þori að veðja að allir þeir sem eru að hlaða niður tónlist Metallica eiga a.m.k. eina plötu með sveitinni. Í Bandaríkjunum kostar a.m.k. 8.500 kr. á tónleika sveitarinnar. Hversu gráðugir geta menn eiginlega ver- ið!“ Chuck endaði á því að segja að það væri líklega óhjákvæmilegt annað en að rukka fyrir einhverjar niðurhleðslur (e. downloads). Út- gáfufyrirtækin þyrftu engu að síður að vera raunsæ gagvart því hvað fólk væri tilbúið að borga fyrir þær. Milljón útgáfu- fyrirtæki Chuck D. talar um Netið Chuck D. Hótel ljómandi (Hotel Splendide) G a m a n d r a m a  Leikstjórn og handrit Terrence Gross. Aðalhlutverk Toni Collett, Daniel Craig. (99 mín.) Bretland 2000. Háskólabíó. Bönnuð innan 12 ára. HÓTEL ljómandi er undarleg mynd. Ekki bara hvað varðar efn- istök og skrautlegar persónur heldur einnig myndin sem slík. Hún endurspeglar einhverskonar samkrull af súrrealískum hugar- heimi Frakkanna Jeunet og Caro, sem gerðu hina ógleymanlegu Delicatessen, og myrkum fárán- leika Kens Russ- ells, sem fór hér á árum áður með myndum á borð við Lisztomania, The Devils, Tommy og Gothic. Myndin fjallar um stórfurðulegan heilsuhótelrekstur á afskekktri eyju. Reksturinn hefur verið í höndum sömu fjölskyldunnar í háa herrans tíð og gestirnir eiga það sameiginlegt að hafa allir sótt hótelið heim í þeim tilgangi að jafna sig eftir alvarlega og stund- um undarlega sjúkdóma. Lífið gengur sinn vanagang uns fyrrver- andi aðstoðarkokkur hótelsins (Collett) snýr aftur eftir langa fjarveru. Kemur þá í ljós að margt undarlegt hefur verið á seyði og bræðurnir tveir sem reka saman hótelið eiga æði erfitt með að sætta sig við komu hins óboðna gests. Ef marka má þessa tilraun þá fer það Bretum ekki eins vel að vasast í súrrealískum veruleika enda hafa þeir náttúrlega löngum talist til jarðbundnari kvikmynda- gerðarmanna. Hér er margt skemmtilegt og sniðugt í gangi, leikurinn góður og útlitið úthugsað en það pirrar mann hversu sam- anburðurinn við ofannefnd verk er sláandi. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Kynlegir kvistir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.