Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, segir að samn- inganefnd vélstjóra hafi metið stöð- una í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna með þeim hætti að ekkert væri framundan annað en miðlunartillaga eða lög og vélstjór- ar hafi talið betra að semja sjálfir frekar en að láta aðra ráða nið- urstöðunni. „Síðastliðinn mánudag voru samningamenn sjómannasamtak- anna boðaðir til fundar við útgerð- armenn, en þeim fundi lauk án þess að boðað væri til nýs fundar. Það var því ekkert sem benti til að það væri að birta til í viðræðunum. Við þessar aðstæður ákváðum við að kanna grundvöll þess að ganga beint til samninga við útvegsmenn. Við settumst niður með þeim um kvöldið og vorum til kl. eitt um nóttina að fara yfir málin. Okkar niðurstaða var sú að það væri ekki útilokað að við gætum náð nið- urstöðu. Við hittumst því aftur í gærmorgun [í fyrradag] og skrif- uðum undir kl. 5.30 í morgun [í gærmorgun]. Okkur fannst að staðan vera þannig að það eina sem blasti við væri hugsanlega einhver miðlunar- tillaga eða lög, eins og raunar Kon- ráð Alfreðsson, varaformaður Sjó- mannasambandsins, hefur orðað það. Það var þess vegna okkar mat að það væri betra að gera þetta sjálfir. Við myndum ekki fá betri niðurstöðu með því að fá yfir okkur lög eða miðlunartillögu.“ Hefði kosið að allir sjómenn hefðu samið samtímis Helgi sagði að hann hefði að sjálfsögðu kosið að sjómannasam- tökin hefðu náð samningum sam- eiginlega. Farmannasambandið og Sjómannasambandið hefðu hins vegar kosið að vera ekki með í þessari tilraun. „Það er svo í öllum kjarasamn- ingum að samningar sem á eftir koma taka mið af þeim samningum sem búið er að gera. Þannig var það t.d. með samninga Flóabanda- lagsins. Þeir gáfu að einhverju leyti tóninn fyrir aðra. Mér finnst líklegt að samningar sem hin sjó- mannasamtökin gera taki mið af okkar samningum. Þau geta að sjálfsögðu samið um hærri kaup- tryggingu en við og betri lífeyr- iskjör. Þannig er þetta oft. Sá sem semur síðar fær stundum eitthvað meira en sá sem er á undan.“ Eitt af þeim málum sem hafa verið hvað erfiðust úrlausnar í kjaradeilunni er mönnun á skipum. Forystumenn Sjómannasambands- ins hafa sagt að vélstjórafélagið hafi nú fengið trygg- ingu fyrir fjölda vél- stjóra um borð og séu nú gengnir í lið með útgerðarmönn- um við að fækka há- setum. Helgi sagði þetta alrangt. „Þetta er al- gjör misskilningur. Við erum ekkert að semja um fjölda und- irmanna. Um borð í skipum eru bæði yf- ir- og undirmenn. Vélstjórum hefur verið að fækka í skipum á undanförn- um árum. Það sem við vorum að semja um var hvernig það gerðist ef fækkaði í áhöfn.“ Hafið þið þá ekki fengið neina tryggingu hjá stjórnvöldum um fjölda vélstjóra um borð? „Nei, stjórnvöld frestuðu að leggja til breytingar á mönnun í skipum, en ég geri ráð fyrir að það komi eitthvert frumvarp með haustinu um stöðugildi vélstjóra. Við erum ekki lausir undan því máli þó frumvarpinu hafi verið frestað. Það er hins vegar nauðsyn- legt að menn átti sig á að við vor- um ekki að semja um fjölda manna um borð, einungis um hvað gerðist ef það fækkaði í áhöfn. Ég get tekið sem dæmi að á trollbátum áttu samkvæmt mönn- unarskema að vera 14 um borð. Í dag eru allt niður í 8 menn um borð í þessum bátum. Samtök sjómanna hafa ekki samið um þessa fækkun. Sjómennirnir hafa samið um það sjálfir. Það er ekkert í þessum samningi sem við gerðum sem seg- ir að þessir menn eigi að fara í land.“ Kostnaður útgerðar eykst ekki við fækkun í áhöfn Sýnir ekki þetta dæmi að kjara- samningarnir endurspegla í ein- hverjum tilvikum ekki það fyrir- komulag sem menn eru að vinna eftir og hafa ekki gert það í mörg ár? „Þessir mönnunar- skalar gera það alls ekki og þess vegna settum við upp nýja viðmiðun um raun- mönnun. Við gerðum þetta með því að hafa samband við skip í þessum greinum og reyndum að átta okkur á hvað það væru al- mennt margir um borð. Þetta er efnislega sama tillaga og Sjómanna- sambandið var búið að leggja fram nema hvað þar var í einhverjum tilvikum gert ráð fyrir enn færri mönnum um borð. Við sömdum síð- an um hvað gerðist þegar fækkaði frá þessari raunmönnun. Það er tvennt sem getur gerst. Ef fækkar í áhöfn er tryggt að launakostn- aður áhafnar hækkar ekki. Það var það sem gerðistsamkvæmt eldri samningi, sem er auðvitað eins vit- laust og það getur verið. Ef fækk- un gerist vegna þess að það eru tekin í notkun ný tæki sem leiðir til þess að það þarf færra fólk um borð, t.d. 9 menn í stað 10, þá fær útgerðin helminginn af sparnaðin- um en áhöfnin hinn helminginn. Þetta þýðir að það er ávinningur fyrir þá sem eru um borð að það komi ný tæki sem vinni störf mannsins.“ Felur þetta ekki í raun í sér lækkun skiptaprósentu? „Ef á að tryggja að heildarút- gjöldin breytist ekki frá einhverri tiltekinni mönnun verður að lækka skiptaprósentu. Það er nákvæm- lega það sama og kemur fram í til- boði Sjómannasambandsins.“ 20% hækkun á þorskverði Annað helsta deilumál sjómanna og útvegsmanna hefur verið fisk- verð. Helgi sagðist telja að þar hefði náðst verulegur árangur. Samið hafi verið um að tengja verð á afla í beinum viðskiptum milli út- gerðar og fiskvinnslu við verð á fiskmörkuðum. „Lausnin felst í markaðstengingu. Samningurinn felur í sér tryggingu fyrir því að meðalverð á þorski hækki um 20% á samningstímanum. Krafa Sjó- mannasambandsins og okkar var 24,6% hækkun þannig að frávikið frá framsettri kröfu er ekki mikið að mínu mati. Við fórum eins að með aðrar tegundir þó prósentan sé ekki sú sama. Við sömdum hins vegar ekki um breytingar á verði uppsjávarfisks. Við erum búnir að fara yfir það mál margsinnis en okkur hefur ekki tekist að finna neina lausn á því. Það flækir málið að síldarverk- smiðjurnar eru ekki innan raða LÍÚ og því hafa útvegsmenn borið fyrir sig að þeir hafi ekki umboð til að semja um verð á uppsjávarfiski. Að mínu mati verður slagurinn um þetta mál ekki leystur á annan hátt en að búa til vettvang, líkt og gamla verðlagsráðið, sem gefur út viðmiðunarverð ef menn eru óánægðir með það kerfi sem er í dag. Reyndar eigum við og útgerð- in nokkra samleið í þessu máli vegna þess að það eru enn nokkuð af loðnu- og síldarskipum sem ekki eru í eigu verksmiðjanna. Því ætti að vera hægt að finna á þessu ein- hverja lausn.“ Tæplega 50% hækkun á kauptryggingu Helgi sagði að í samningnum fælist tæplega 50% hækkun á kauptryggingu á samningstíman- um. Hækkunin væri 30% við undir- skrift. Tímakaupið hækkaði um það sama. Kauptrygging yfirvél- stjóra væri í lok samningstímans tæplega 180 þúsund kr. Tímakaup yfirvélstjóra færi upp fyrir 1.000 kr. í upphafi samnings og í tæplega 1.200 kr. í lok hans. Helgi sagði að auk þess fælist í samningnum mikilvæg bót í slysa- tryggingarmálum. Greiðslur ið- gjalds væru teknar af óskiptu afla- verðmæti, sem þýddi að sjómenn væru að greiða um 18% af trygg- ingunni en upphaflega hefði út- gerðin krafist þess að sjómenn greiddu 50%. Ennfremur gerði samningurinn ráð fyrir að sjómenn fengju greiðslur í séreignarlífeyrissjóð. Greiðslur iðgjalds miðuðust við Formaður vélstjórafélagsins er ánægður með samning félagsins við LÍÚ Erum ekki að semja um fækkun í áhöfn Helgi Laxdal segir að samningur vélstjóra- félagsins og LÍÚ færi vélstjórum tæplega 50% hækkun á kauptryggingu, 20% hækkun á þorskverði, bætta slysatryggingu og bætt lífeyriskjör. Á móti fallist vélstjórar á að gera breytingu á skiptakjörum ef fækkar í áhöfn. Félagið sé hins vegar ekki að semja um slíka fækkun. Helgi Laxdal FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að ef samningurinn við vélstjóra nái til allra sjómanna verði kostnaður út- gerðarinnar eitthvað á annan milljarð króna á ársgrundvelli. Hann segir að útvegsmenn hafi ekki náð fram sinni ýtrustu kröfu varðandi mönnun á skipum. Það sé þó tryggt að fækkun í áhöfn leiði ekki til aukins kostnaðar útgerðar eins og verið hafi. Hann kveðst vona að samningurinn greiði fyrir lausn ágreingsmála við hin sjó- mannasamtökin. Friðrik sagði að með samningi við vélstjóra væri brotið blað. Í fyrsta skipti hefðu útvegsmenn fallist á að tengja fiskverð í bein- um viðskiptum við fiskverð á fisk- mörkuðum. Þetta fæli í sér veru- lega breytingu. Sett væru samningsmarkmið um hvernig meðalverð í beinum viðskiptum nálgaðist vegið meðalverð fisk- markaða og meðalverð í beinum viðskiptum. Þetta þýddi t.d. að verð á þorski hækkaði um 20%. Hann sagði að fiskverð kynni að hækka enn meira en þetta, en það réðist af aðstæðum á markaði. Friðrik sagði að sjómenn hefðu í viðræðum við útvegsmenn að und- anförnu krafist þess að fiskverð í beinum viðskiptum yrði 82,6% af verði á fiskmörkuðum eins og það væri í dag. Ef horft væri til síð- ustu 12 mánaða myndi það verð sem samið hefði verið um í samn- ingi vélstjóra þýða að þetta hlutfall yrði 79,2%. Friðrik sagði að dæmi hefðu verið um að útgerðir hefðu verið að greiða mjög lágt verð fyrir fiskinn sem hefði bitnað á kjörum sjómanna. Samningur- inn gerði það að verk- um að þetta lága fisk- verð yrði ekki liðið. Lægstu fiskverð yrðu hækkuð „handvirkt“ ef á þyrfti að halda. Þetta yrði gert í gegnum Verðlagsstofu fisk- verðs. Friðrik sagðist ekki geta útilokað að kjarasamn- ingurinn yrði til þess að útgerðir, sem hefðu verið að greiða þetta lága verð, myndu hætta starfsemi. Náðu ekki fram ýtrustu kröfu í mönnunarmálum Friðrik sagði að sú niðurstaða sem fékkst í mönnunarmálum væri ekki sú sem LÍÚ hefði lagt af stað með í upphafi viðræðnanna. Þeir hefðu viljað fá ávinning af því ef fækkaði í áhöfn, en niðurstaðan hefði orðið sú að þeir fengju því aðeins ávinning ef fækkun yrði í áhöfn vegna tækniframfara. Þetta væri hins veg- ar framför frá því sem verið hefði, en kostnaður útgerðar- innar hefði fram að þessu aukist við fækkun í áhöfn. Friðrik sagði að vélstjórar hefðu náð fram verulegum bótum í slysatryggingamálum. Sjómenn sem slösuðust fengju nú fullar bætur óháð því hvort þeir ættu einhverja sök á slysi. „Það þurfti áræði og kjark hjá vélstjórum til að gera þennan samning. Þeir eiga hrós skilið fyrir að taka þetta skref,“ sagði Friðrik. Þessi samningur einn og sér yrði hins vegar ekki til þess að flotinn færi á veiðar. Æskilegast hefði verið að semja við alla í einu en staðan í viðræðunum hefði hins vegar verið þannig að útilokað hefði verið að ná mönnum saman að einu borði. Hann kvaðst vonast eftir að önnur samtök sjómanna myndu ganga til samninga í kjöl- farið. Friðrik sagði að það væri ekkert launungarmál að undanfarna daga og vikur hefðu útvegsmenn átt marga óformlega fundi með samn- ingamönnum Vélstjórafélagsins og Sjómannasambandsins; ýmist sam- an eða sitthvoru lagi. Samninga- nefnd LÍÚ hefði hins vegar ekki rætt við forystu Farmanna- og fiskimannasambandsins í meira en tvær vikur. Hann var mjög harð- orður í garð Grétars Mars Jóns- sonar, formanns FFSÍ, og sagði að reynslan hefði sýnt að viðræður við hann væru tilgangslausar. „Maður er hreinlega að vona að ábyrgir aðilar innan félagsins taki í taumana þannig að félagið komi að viðræðum með ábyrgum hætti, sem ekki hefur verið fram að þessu,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að útvegsmenn gætu ekki boðið sjómönnum í Sjó- mannasambandi Íslands og Far- manna- og fiskimannasambandinu meira en þeir hefðu samið um við Vélstjórafélagið. Þeir væru hins vegar tilbúnir að ræða um út- færslur á einstökum atriðum og eins væru tiltekin kjaraatriði í samningi Sjómannasambandsins sem ekki ættu við um vélstjóra og sjálfsagt væri að ræða þau. Friðrik sagði að erfitt væri að reikna út kostnað útgerðarinnar við samninginn m.a. vegna þess að hann réðst svo mikið af þróun fisk- verðs sem réðist af markaðsað- stæðum. Hann sagðist þó vera tilbúinn að segja að kostnaðurinn á ársgrundvelli yrði eitthvað á annan milljarð króna. Þessir út- reikningar byggðust á að allir sjó- menn gerðust aðilar að samningn- um. Ari Edvald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að ef einungis væri litið á kostnað út- gerðarinnar við lífeyrismál og slysatryggingu væri niðurstaðan 300–400 milljónir. Ari sagðist vonast eftir að samn- ingurinn við vélstjóra drægi úr lík- um á að lög yrðu sett á kjaradeil- una. Hann sagðist vona að Sjómannasambandið og Far- manna- og fiskimannasambandið sæju að hag félagsmanna þeirra væri betur borgið með samning- um. Framkvæmdastjóri LÍÚ segist vona að verkfall sjómanna leysist sem fyrst Friðrik J. Arngrímsson Kostar útgerðina eitt- hvað á annan milljarð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.