Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FORSÆTISRÁÐHERRAdeildi hart á stjórnar-
andstöðuna í umræðunni og
sakaði hana um upphlaup.
Sagði hann að fyrir viku hefði
ríkisstjórnin hvatt menn til
að halda ró sinni þar sem
gengislækkunin ætti sér eng-
ar efnahagslegar forsendur
hér á landi, og nú hefði það
komið fram.
„Þá sagði stjórnarandstað-
an að sprengja væri að
springa, en nú er hún afsprungin,“ sagði Davíð og
bætti við að ríkisstjórnin myndi áfram halda ró
sinni.
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs, var málshefjandi í um-
ræðunni. Hann sagði að núverandi ástand væri
hægt að rekja til þess þegar Seðlabankinn laut
beinni stjórn frá forsætisráðuneytinu. Sagði Jón
að vextir hér væru mjög háir og gætu vart hækk-
að án þess að skapa hættu á fjármálakreppu og
gjaldþrotum. Spurði hann forsætisráðherra
hvaða ráð ríkisstjórnin hefði til að halda verð-
bólgu innan þeirra marka sem hún hefði sjálf
sett.
Jón sagði að aðgerðir ríkisvaldsins skiptu mjög
miklu máli. Lofsvert væri að hvetja þjóðina með
bjartsýni og góðum væntingum en þeim þyrfti
jafnframt að stilla í hóf. Benti Jón á að viðskipta-
hallinn væri geigvænlegur. Uppsafnaður við-
skiptahalli þriggja til fjögurra ára næmi 160
milljörðum eða fjórðungi landsframleiðslu og
gengistap lána, sem tekin hefðu verið til að fjár-
magna þennan halla, væri 50 milljarðar króna.
„Það er dapurlegt til þess að vita að lausatök
ríkisstjórnarinnar í peningamálum og rangar
áherslur í efnahags- og atvinnumálum verða vatn
á myllu þeirra sem vilja selja fullveldi þjóðarinn-
ar og sjá Ísland sem allra fyrst sem eitt af löndum
Evrópusambandsins,“ sagði Jón og bætti við að
fjármögnun dagslegs lífs með erlendum lántök-
um við núverandi aðstæður brenglaði allt gild-
ismat þjóðarinnar og leiddi að lokum á villigötur.
Allt blóðið inn í æðarnar aftur
Davíð Oddsson sagði að miðvikudagurinn í gær
og miðvikudagurinn fyrir viku segðu mikla sögu.
Á síðasta miðvikudegi hefði orðið mikið uppþot á
Alþingi, sagt hefði verið að þetta væri blóðugasti
dagur í íslensku efnahagslífi og allt væri að hruni
komið. Viku seinna væri þessi 6% gengisfelling
öll gengin til baka; allt blóðið hefði runnið inn í
æðarnar aftur.
Davíð sagði að ríkisstjórnin hefði hvatt menn
til að halda ró sinni þar sem gengislækkunin ætti
ekki rót að rekja til efnahagslegra staðreynda.
Hins vegar hefðu ýmsir hvatt til þess að grípa til
stjórnvaldsaðgerða vegna gengislækkunarinnar,
og það hefðu verið þeir sömu og fögnuðu því þeg-
ar sjálfstæði Seðlabankans var aukið fyrir
skömmu. Sagði Davíð að þessi saga sannaði að
menn yrðu að fara varlega í upphlaupin.
„Menn mega ekki fá á sig þann stimpil að þeir
séu eingöngu upphlaupsmenn sem lifa fyrir upp-
hlaupin og tala mjög óvarlega út frá efnahags-
legum aðstæðum,“ sagði forsætisráðherra og
sagði að í þessum stjórnmálamönnum væri meira
flökt en í genginu og væri þá mikið sagt.
„Það gerir minna til þótt það sé flökt í genginu
til og frá eins og fyrirkomulagið er núna að for-
göngu ríkisstjórnarinar og í góðri sátt við stjórn-
arandstöðuna að því er menn héldu. Nú hefur
hún horft frá því á aðeins örfáum dögum. Þetta er
ekki ósvipað og með formann Samfylkingarinnar
sem fyrir átta mánuðum vildi minnka þensluna
með því að hækka skatta á fyrirtæki, en kemur
nú og leggur til að skattar verði lækkaðir. Átta
mánuðum síðar. Hjá þessum mönnum er ekki
hald í einu eða neinu,“ sagði Davíð og sagði að
ríkisstjórnin myndi fylgja sinni stefnu fast eftir
og sýna aðgæslu eins og gert hefði verið. Hins
vegar hlyti það að vera meginviðfangsefni stjórn-
málamanna að halda ró sinni þótt eitthvað gengi
á. Sagði hann það ekki gilda fyrir skipstjóra að
hrökkva fyrir borð og yfirgefa
skútuna við minnsta goluþyt
eða ölduhæð upp á tvo metra.
Samfylkingin
vill lækkun skatta
Þingmenn stjórnarandstöð-
unnar gagnrýndu mjög hvern-
ig staða efnahagsmála væri og
sagði Sverrir Hermannsson,
þingmaður Frjálslynda
flokksins, að hrollvekja blasti
við með haustinu í íslensku
efnahagslífi. Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði óskandi að forsætisráð-
herra yxi upp úr sandkassanum og gæti ein-
hverju sinni talað með málefnalegum hætti um
efnahagsmál.
Benti Össur á að þegar líða færi á árið mundi
vaxandi verðbólga fara að bíta fast í afkomu fyr-
irtækja. Þau myndu síðan vegna aukins fjár-
magnskostnaðar og hærri launakostnaðar neyð-
ast til að velta hækkunum áfram út í verðlagið og
það væri stóra hættan, því þá væri verðbólgan
farin að knýja sjálfa sig áfram.
Benti hann á að seðlabankastjóri hefði sagt í
viðtali við Morgunblaðið að um væri að ræða
harkalegri aðlögun en vonast hefði verið eftir og
því væri ástæða til að velta því upp hvort grípa
mætti inn í atburðarásina og ná mjúkri lendingu
öllum til hagsbóta, ekki síst venjulegu launafólki.
„Gengislækkunin leiðir til þess að því miður er
ekki hægt að gefa atvinnulífinu blóð með vaxta-
lækkunum, eins og menn höfðu þó vænst. Það
væri hins vegar hægt með því að grípa til skatta-
lækkana og ívilnana fyrir fyrirtækin, ekki síst lítil
og meðalstór fyrirtæki,“ sagði Össur og sagðist
vilja sjá slíkar aðgerðir en benti um leið á að
ósanngjarnt væri að aðeins fyrirtækin nytu
skattalækkana; fólkið í landinu og ekki síst þeir
sem ættu í erfiðleikum, þyrftu þeirra einnig með.
Sagði Össur ennfremur að samhliða skatta-
lækkun á fyrirtæki ætti ríkisstjórnin líka að lýsa
yfir afnámi skatta á félagslega aðstoð og húsa-
leigubætur og stíga einnig skref í þá átt að draga
úr skattlagningu á þann hluta lífeyrisgreiðslna
sem mætti líta á sem fjármagnstekjur.
„Væri það hluti almennra skattabreytinga
myndi Samfylkingin styðja að nú þegar á þessu
vorþingi væri ráðist í breytingar á skattaum-
hverfi fyrirtækja. Það þarf jákvæðar fréttir og
þetta væru jákvæðar fréttir,“ sagði Össur.
Forsætisráðherra skiptir
um sólgleraugu þótt rigni
Steingrímur J. Sigfússon, VG, sagði að öll
skilaboð sem bærust úr íslenska hagkerfinu væru
um óstöðugleika og óvissu. Hins vegar tæki for-
sætisráðherra ekki mark á neinu slíku heldur
skipti um efnahagsráðgjafa eftir þörfum og setti
upp ný sólgleraugu þótt það hellirigndi.
Sagði Steingrímur að þegar Þjóðhagsstofnun
hefði gagnrýnt efnahagsstefnuna og spáð rétt,
hefði átt að slá hana af. Nú væri greinilega hafinn
undirbúningur að því að gera Seðlabankann að
blóraböggli ef allt færi á versta veg. Forsætisráð-
herra vildi eigna sér góðærið en bæri enga
ábyrgð þegar harðnaði á dalnum.
„Maðurinn sem persónulega hefur eignað sér
góðærið er nú laus allra mála og vandinn er
Seðlabankans. Þetta er hausverkur hans,“ sagði
Steingrímur og spurði hvort þannig væri komið
þjóðmálaumræðunni að stjórnarandstaðan og
fjölmiðlarnir létu forsætisráðherra komast upp
með svona málflutning.
Ögmundur Jónasson, VG, sagði að ríkisstjórn-
in segðist búa yfir staðfestu og hefði þann ásetn-
ing halda ró sinni þótt viðskiptahallinn væri kom-
inn í 70 milljarða og skuldir þjóðarinnar væru
meiri en nokkru sinni fyrr.
Gagnrýni framsóknar-
manna á Vinstri græna
Athygli vakti í umræðunni að fulltrúar Fram-
sóknarflokksins, þingmennirnir Hjálmar Árna-
son og Ísólfur Gylfi Pálmason, nýttu tækifærið og
deiltu harkalega á málflutning Vinstri grænna og
var haft á orði að þeir hefði haldið áfram þar sem
frá var horfið á flokksþingi Framsóknarflokksins
á dögunum.
Sögðu þeir þversagnir í stefnu Vinstri grænna í
efnahagsmálum þegar helstu sérfræðingar í fjár-
málum og hagfræði teldu brýnasta úrlausnarefn-
ið að auka erlenda fjárfestingu, t.d. með stóriðju
og einkavæðingu, að þá kæmu þingmenn Vinstri
grænna og legðust alfarið gegn öllu slíku.
Lýstu þeir eftir atvinnustefnu Vinstri grænna
og hvaða leiðir sá flokkur teldi líklegt að kæmu
sér betur við stjórn efnahagsmála en nú væri
beitt.
Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók einnig
þátt í umræðunni og sagði að menn yrðu að skilja
að það kerfi sem nú hefði verið tekið upp byði upp
á meiri sveiflur en áður þegar markaðurinn
brygðist sterklega við bæði válegum og góðum
tíðindum. Dapurleg tíðindi af sjómannaverkfalli
hefðu haft áhrif á þetta umhverfi.
Geir sagði að hagkerfi Íslendinga væri í grund-
vallaratriðum sterkt og engar sérstakar líkur
væru á að lendingin yrði harðari en gert var ráð
fyrir. Sagði Geir að raunar þyrfti að koma á nýrri
skilgreiningu: Íslendingar þyrftu snertilendingu
og að ná upp hagvextinum sem var fyrir nokkrum
árum og atvinnulífinu á nýtt flug.
Undir lok umræðunnar sagði forsætisráðherra
að búið væri að semja í einum þætti sjómanna-
deilunnar sem gæfi von til þess að því verkfalli
færi að linna. Þá sagðist hann taka undir með
þingmönnum sem segðu að búast mætti við flökti
á gengi en vonandi ekki eins miklu flökti og hjá
einu olíufélaginu sem hefði hækkað verð á
þriggja daga fresti þótt vitað væri að þegar olían
lækkaði tæki einn og hálfan mánuð að fá þá lækk-
un fram.
Efnahagsstjórn stjórnvalda harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni
Forsætisráðherra segir
ríkisstjórn halda ró sinni
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að
6% gengisfelling, sem varð á gjaldeyrismarkaði á miðviku-
dag fyrir viku, væri öll gengin til baka. Gengi krónunnar og
efnahagsmál voru til umræðu utan dagskrár á Alþingi að
tilstuðlan Jóns Bjarnasonar, Vinstri grænum.
Morgunblaðið/Þorkell
Davíð Oddsson varð fyrir svörum.
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Bjarnason hóf umræðuna.
EKKI verður annað sagt en vel
sé í lagt á dagskrá Alþingis,
119. þingfundar sem hefst í dag
kl. 10 árdegis. Hvorki fleiri né
færri en 47 mál eru á dag-
skránni og má því gera ráð fyr-
ir talsverðri yfirtíð hjá þing-
mönnum og starfsfólki
Alþingis.
Að loknum atkvæða-
greiðslum um ýmis mál verður
tekið til við umræðu um frum-
varp viðskiptaráðherra um
stofnun hlutafélaga um Lands-
banka Íslands og Búnaðar-
banka Íslands. Búast má við
fjörlegum umræðum, enda
skoðanir skiptar um sölu ríkis-
bankanna, en að auki má nefna
að rædd verða frumvörp um
eigendur virkra eignarhluta í
fjármálafyrirtækjum, við-
skiptabanka og sparisjóði,
Seðlabanka Íslands, vexti og
verðtryggingu, vörugjald af
ökutækjum og eldsneyti, tolla-
lög, lífeyrissjóð bænda, árs-
reikninga, virðisaukaskatt, svo
aðeins fátt eitt sé nefnt.
ÞRENN frumvarp ríkisstjórnar-
innar voru samþykkt eftir þriðju
umræðu á þingfundi í gær og send
ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi.
Frumvörpin sneru að eiturefnum
og öðrum hættulegum efnum,
rannsóknum í þágu atvinnuveg-
anna og hönnun.
Frumvarp um breytingar á lög-
um um eiturefni og hættuleg efni
felur í sér að sett verði í lögin skýr
og ótvíræð ákvæði um að fegrunar-
og snyrtiefni falli undir lögin svo
að tryggt verði að á markaði séu
ekki slíkar vörur sem innihalda eit-
urefni og hættuleg efni. Í öðru lagi
er gerð tillaga um að Hollustu-
vernd ríkisins geti tekið gjald fyrir
veitta þjónustu og verkefni sem
stofnuninni er falið að annast sam-
kvæmt lögunum. Loks er um
hreina leiðréttingu að ræða þar
sem umhverfisráðherra er falin yf-
irstjórn mála samkvæmt lögunum
þar sem málaflokkurinn færðist í
reynd til hans frá heilbrigðisráð-
herra 1. júní 1994 án þess að lög-
unum væri breytt í samræmi við
það.
Með frumvarpi um rannsóknir í
þágu atvinnuveganna var lagt til að
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
verði heimilt að fengnu samþykki
stjórnar stofnunarinnar og land-
búnaðarráðherra að eiga aðild að
og stofna rannsókna- og þróunar-
fyrirtæki, er séu hlutafélög eða
önnur félög með takmarkaðri
ábyrgð, sem vinni að því að þróa
og hagnýta niðurstöður rannsókna
stofnunarinnar. Slík heimild sé í
samræmi við heimildir sem ýmsar
aðrar stofnanir hafa þegar.
Þá var í frumvarpi um hönnun
íslensk löggjöf um hönnunarrétt
löguð að tilskipun Evrópuþingsins
og ráðsins um lögvernd hönnunar
og jafnframt lögleidd ákvæði sem
gera ráð fyrir aðild Íslands að
Genfarsamningnum frá 2. júlí 1999
um breytingu á Haag-samningnum
um alþjóðlega skráningu hönnunar
á sviði iðnaðar. Þá er gert ráð fyrir
að íslensk löggjöf á þessu sviði
verði samræmd sams konar löggjöf
annars staðar á Norðurlöndum.
Þrenn ný lög samþykkt
frá Alþingi
Hættuleg
efni verði
ekki á
markaði
47 mál á
dagskránni