Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 79
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 79 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla föstudaga til Mílanó, þessarar háborgar lista og tísku í heiminum. Hér kynnist þú listaverkum Leonardo da Vinci, Scala óperunni með frægustu listamönnum heimsins, hinum fræga miðbæ þar sem Duomo dómkirkjan gnæfir yfir, hinni frægu verslunargötu Galeria Vittorio Emanuele II, ráðhúsinu, glæsilegustu verslunum heimsins, listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Beint flug föstudaga engin millilending Flugsæti Flug og bíll Flug og hótel Mílanó í sumar frá 24.520 kr. Verð kr. 24.520 Verð p.mann, m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Skattar, kr. 2.495.- fyrir fullorðinn, kr. 18.10 fyrir barn, innifaldir. Ekki er öruggt að lægsta fargjald sé til á öllum brottförum. Verð kr. 24.870 Flugsæti fyrir fullorðinn. Verð kr. 27,365 með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is HÉR verður athugað, hvernig könn- un á afstöðu til miðstöðvar innan- landsflugs hefði getað farið fram með raðvali. Mánuði fyrir skoðanakönnunina, sem fram fór 17. mars, kynnti Reykjavíkurborg almenningi málið svo, að kostirnir væru fimm, en fólk yrði spurt um tvennt, nefnilega hvort áfram eigi að vera flugvöllur í Vatnsmýri eða hvort leggja eigi hann niður. Kostirnir voru: A. Flugvöllurinn verði áfram, með nokkuð breyttri skipan, nefnilega tveimur flugbrautum í stað þriggja. B. Flugvöllurinn verði áfram, með eina braut á landi (norður-suður- braut) og aðra á uppfyllingu í Skerjafirði (austur-vesturbraut). C. Flugvöllurinn verði lagður niður, en nýr flugvöllur gerður í Hvassahrauni á Vatnsleysu- strönd. D. Flugvöllurinn verði lagður niður, en nýr flugvöllur gerður á upp- fyllingu í Skerjafirði. E. Flugvöllurinn verði lagður niður, en innanlandsflugi beint á flug- völlinn á Miðnesheiði. Það kom fram í kynningunni, að Reykjavíkurborg ákveður ekkert í þessum efnum upp á sitt eindæmi. Sá, sem vill hafa flugið sem næst miðbænum í Reykjavík, mundi merkja þannig: 1 A 2 B 4 C 3 D 5 E Seðill hans hefði gefið A 4, B 3, C 1, D 2 og E 0; A fær nefnilega 4 fyrir að vera framar fjórum kostum, B 3 fyrir að vera framar þremur kost- um, C 1 fyrir að vera framar einum kosti og D 2 fyrir að vera framar tveimur kostum. Sá, sem vill allt flugið á Miðnes- heiði, en gerir ekki upp á milli hinna kostanna, mundi merkja A B C D 1 E Seðill hans hefði gefið E 4, A 1,5, B 1,5, C 1,5 og D 1,5. Það gerist þannig, að stigin, sem falla þeim kostum í hlut, sem eru í 2., 3. og 4. sæti (3+2+1=6), skiptast í fernt á A, B, C og D. Sá, sem helst vill flug áfram í Vatnsmýri og með sem minnstum kostnaði, en þar næst flytja allt flug- ið á Miðnesheiði, mundi merkja 1 A B C D 2 E Seðill hans hefði gefið A 4, E 3, B 1, C 1 og D 1. Sá, sem vill fá allt flugvallarsvæð- ið til annarra nota, en hafa flug sem næst Reykjavík, mundi merkja A B 2 C 1 D 3 E Seðillinn hefði gefið D 4, C, 3, E 2 og A og B 0,5 hvorum kostinum fyrir sig. Kjósandi nokkur hefði átt auðvelt með að rökstyðja eftirfarandi röð: A 1 B C D 2 E og það hefði gefið B 4 og E 3, en A, C og D 1 hverjum kosti fyrir sig. Ljóst er af framangreindum dæmum, að raðval hlýtur að gefa gleggri mynd af hug fólks en fékkst með þeirri aðferð, sem viðhöfð var. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Kleppsvegi 40, Reykjavík. Flugvöllur raðvalinn Frá Birni S. Stefánssyni: Í VIÐTALI, sem við mig var haft í tilefni af 50 ára afmæli varnarsamn- ings Íslands og Bandaríkjanna og birtist í sérblaði Morgunblaðsins á laugardag, láðist mér að minnast á olíuhöfnina í Helguvík. Olíuhöfn í Helguvík er vafalaust með því besta sem hér hefur verið gert á vegum varnarliðsins. Benedikt Gröndal ut- anríkisráðherra fól Helga Ágústs- syni árið 1979 að leiða samninga um framkvæmd þessa stórvirkis. Helgi leysti það verkefni með miklum sóma eins og annað sem hann kom að. Við hér á Suðurnesjum héldum að með þessum framkvæmdum væri þrætan um Nikkel-svæðið leyst en sú hefur raunin ekki orðið. ÓLAFUR BJÖRNSSON útgerðarmaður, Keflavík. Olíuhöfn í Helguvík Frá Ólafi Björnssyni: ÞAÐ fauk rosalega í mig þegar olíu- félögin hækkuðu bensínið! Ég er í samtökum eldri borgara en þau eru í langan tíma búin að berjast harðri baráttu fyrir því að þeir geti lifað sómasamlegu lífi, í þessu blessaða landi okkar, eftir að starfsævinni lýk- ur. Fólkið hefur verið hundelt af stjórnvöldum mörg undanfarin ár og þrengt að því á ýmsan hátt. Kjörum lífeyrisþega hefur því hrakað mjög, mest á árunum frá 1987, og eiga allar ríkjandi stjórnir þar hlut að máli. Landsfundur landssambands eldri borgara, LEB, var haldinn í Glæsibæ dagana 3. og 4. maí. Mættir voru fulltrúar 50 félagasamtaka af öllu landinu með samtals um 16 þúsund félaga. Fundurinn var mjög gagnleg- ur. Hér eru á ferðinni ákaflega öflug samtök sem eflast með hverju ári sem líður, og munu æ meir láta að sér kveða í baráttu eldri borgara fyrir rétti sínum og kjörum. Fjöldinn er reyndar orðinn slíkur að hann gæti haft umtalsverð áhrif á hverjir fara með stjórn í landinu ef spjótunum er beint í rétta átt, því allt þetta fólk er jú áfram með sinn atkvæðisrétt. Þetta með bensínið er aðeins hluti af því ófremdarástandi sem ríkir í efnahagsmálum hér og sjálfsagt af- leiðing þess að einokunar- og fá- keppnisöflin eru það sterk að við þau verður ekki ráðið. Þögn og afskipta- leysi stjórnvalda gæti bent til þess að þau séu á einhvern hátt þátttakendur í þessum ósköpum! Kvartað er yfir því hvað sparnaður er lítill en það má spyrja, af hverju? Gengisfellingar hvetja ekki fólk til að spara! Ég bý á Álftanesi og eru almenn- ingssamgöngur við það svæði ákaf- lega fátæklegar. Um helgar eru ferð- ir aðeins á tveggja og þriggja klukkustunda fresti. Ég hef hrein- lega ekki ráð á því lengur að nota bíl- inn minn eins og ég gerði áður en bensínverðið fór úr böndunum, þess vegna er ég farinn að nota strætó á þann hátt, að ég ek í Garðabæ og tek vagnana þar áfram til Reykjavíkur. Er það mjög góður kostur miðað við ríkjandi ástand og hvet ég reyndar fólk til að fara nú að nota almenn- ingsvagnana meira en gert hefur ver- ið, það hefur ýmislegt jákvætt í för með sér, svo sem meiri hreyfingu, betri yfirsýn yfir umhverfið og nán- ari kynni af mannlífinu. Einkabílnum má leggja á bílastæði í úthverfunum, þar sem strætisvagnarnir koma sam- an, og ferðast um höfuðborgarsvæð- ið, eiginlega hvert sem er, fyrir brot af því sem eldsneytið á bílinn kostar. Seldir eru t.d. 10 miðar á 1.350 kr. sem gerir 135 kr. á miða. Þá er hægt að fá framhaldsmiða ef þarf að skipta um vagn, ókeypis auðvitað! Einokunar- og fákeppnisöflunum getur fólk mætt með ýmsu móti, t.d. með því að minnka nú aðeins neysl- una því að eyðslan og bruðlið hefur verið með endemum. Þá má athuga þetta með ESB og evruna. STEFÁN VILHELMSSON, Vesturtúni 27B, Álftanesi. Einkabíllinn og strætó Frá Stefáni Vilhelmssyni: BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Átak hefur sagt sig úr samstarfi við umsjónarnefnd leigubílamála. Ástæðan er sú að samgönguráð- herra hefur ekki skipað mann frá bifreiðastjóra- félaginu Átaki í umsjónarnefnd leigubílamála. Átak hefur marg- oft lagt beiðni um það fyrir ráð- herra, en henni hefur alltaf verið hafnað. Átak hefur beðið um að hlutlaus aðili skeri úr um lögmæti umsjónarnefndar, en núverandi lög gera ráð fyrir að félög- in eða hvert félag fyrir sig eigi mann í umsjónarnefnd. Samgönguráðherra er að koma í veg fyrir að Átak geti haft áhrif á sín eigin mál og fylgt fram stefnu sinni í málefnum leigubíla. Hann er að koma í veg fyrir frjálsa samkeppni á milli leigubílafélaga. Samgöngu- ráðuneytið hefur tekið eitt félag fram yfir önnur og er með því að marka sér stefnu í málefnum leigu- bíla og er því ekki hlutlaus aðili leng- ur í þeim efnum. Bifreiðastjórafélagið Átak vill benda á vinnubrögð umsjónarnefnd- ar og Frama, sem er nánast sama batterí (Frami er með tvo menn í umsjónarnefnd leigubíla), í málefn- um leigubíla, sem hafa ekki verið með viðunandi hætti undanfarin ár. Þau minna á vinnubrögð einokunar, vegna þess að eitt bifreiðastjórafélag á Reykjavíkursvæðinu hefur haft sérstöðu og sérreglur fyrir sig, sem eru í fullri andstöðu við ákvæði gild- andi laga um að félögin hafi öll sama rétt þegar rætt er um málefni sem stéttina varða á stjórnsýsluvett- vangi, auk þess sem grundvallar- reglur um jafnræði aðila eru þver- brotnar. Þar sem ekki var fallist á réttmæt- ar kröfur Átaks um að öll bifreiða- stjórafélög fengju fulltrúa í nefndina eða kæmu sér saman um einn full- trúa þá hefur umsjónarnefndin ekki getað starfað með eðlilegum hætti og Frami hefur verið með stöðuga og óþarfa tortryggni og leiðindi í garð hinna tveggja leigubifreiðastjóra- félaganna sem starfa á Reykjavík- ursvæðinu. Átak telur að það þurfi að breyta lögunum um leigubifreiðar til að þau falli að nútíma þjóðfélagsháttum. Það ber að athuga að engin þau vandkvæði eru á útgáfu akstursleyfa eða undanþágna að breyta þurfi í flókið og dýrt kerfi því samfara. Mál- ið snýst fyrst og fremst um það að jafnræðis sé gætt á milli þeirra félaga sem stunda leiguakstur, en einum sé ekki gert hærra undir höfði en öðrum. Bifreiðastjórafélagið Átak er tilbúið til samstarfs við ráðuneytið ef samgönguráðherra skipar fulltrúa frá þessum félögum í stjórn umsjón- arnefndar, virðir grundvallarreglur jafnræðis og mismunar ekki félögum sem starfa í leigubílaakstri. JÓN STEFÁNSSON, varaformaður Átaks, Lækjasmára 96, Kópavogi. Átak hætt í umsjónarnefnd Frá Jóni Stefánssyni: Jón Stefánsson verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.