Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 34
ERLENT
34 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DONALD Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði á
þriðjudag að bandarísk stjórnvöld
hefðu ekki enn myndað sér fastmót-
aða skoðun á því hvernig hleypa ætti
áformum um eldflaugavarnakerfi í
framkvæmd. Sagði hann að verið
væri að fara yfir fjölmarga mögu-
leika og að Bandaríkjastjórn vildi
gera tilraunir með nokkra þeirra.
„Fólk hugsar: „Almáttugur, þeir
hafa augljóslega gert úthugsaðar og
fastmótaðar áætlanir sem þeir munu
skyndilega svipta hulunni af.“ En það
á ekki við rök að styðjast,“ sagði
Rumsfeld á fréttamannafundi í bygg-
ingu bandaríska varnarmálaáðuneyt-
isins, Pentagon.
Varnarmálaráðherrann sagði að
Bandaríkjastjórn hefði ekki tekið
ákvörðun um hvernig kerfi yrði kom-
ið upp, þar sem tilraunir með nokkra
kostina væru óheimilar samkvæmt
gagneldflaugasáttmálanum frá 1972.
Bandaríkjamenn hefðu þegar rætt
við nánustu bandamenn á alþjóða-
vettvangi og myndu síðar fara þess á
leit við Rússa og Kínverja að þeir
samþykktu breytingar á sáttmálan-
um, í þá veru að banni við rannsókn-
um og tilraunum yrði aflétt.
Bandarískir embættismenn eru
þessa dagana að kynna hugmyndir
um eldflaugavarnakerfi fyrir stjórn-
völdum í ýmsum bandalagsríkjum,
þar á meðal Hollandi, Danmörku,
Frakklandi og Suður-Kóreu.
Á fréttamannafundinum tilkynnti
Rumsfeld ennfremur um endur-
skipulagningu í varnarmálaráðu-
neytinu, sem miðaði að því að gera
stefnumótun vegna geimvarna skil-
virkari. Flugherinn mun taka við öll-
um málum er snerta geimvarnirnar-
inn, en áður voru þau dreifð milli
hinna ýmsu deilda hersins og
varnarmálaráðuneytisins.
Bush telur gagneldflauga-
sáttmálann úreltan
Með gagneldflaugasáttmálanum
skuldbundu Bandaríkjamenn og Sov-
étmenn sig til að koma ekki upp eld-
flaugavarnakerfi sem tryggði varnir
um allt landið. Einnig er lagt bann
við tilraunum á varnarkerfum í sjó,
lofti og úti í geimnum. Markmiðið
með sáttmálanum var að tryggja að
hvorugt stórveldið gæti þóst nógu
öruggt um varnir til að það hætti á að
gera kjarnorkuárás á hitt ríkið. Frá
undirritun sáttmálans árið 1972 hef-
ur hann verið einn af hornsteinum al-
þjóðlega öryggiskerfisins.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
lýsti því yfir í síðustu viku að hann
teldi gagneldflaugasáttmálann úrelt-
an og ítrekaði kosningaloforð sín um
að eldflaugavarnakerfi yrði komið
upp, þrátt fyrir að það bryti í bága
við sáttmálann.
Stjórn Bills Clintons hafði reynt að
fá Rússa til að samþykkja breytingar
á sáttmálanum í þá veru að heimila
takmarkaðar eldflaugavarnir, en
vildi ekki nema hann alfarið úr gildi.
Donald Rumsfeld skýrir geimvarnaáætlun Bandaríkjastjórnar
Áform um eldflauga-
varnir ekki fastmótuð
Reuters
Donald Rumsfeld á fréttamannafundinum í Pentagon á þriðjudag.
Reuters
Ekki árásar-
gjarn eða
þunglyndur
New Orleans. AP.
Harry Potter um-
ræðuefni geðlækna
GEÐLÆKNAR eru hrifnir af Harry
Potter og telja strákinn mun-
aðarlausa geta verið góða fyr-
irmynd. „Hann er ævintýragjarn,
þolir vel ýmislegt neikvætt í fram-
komu annarra við hann, er þrátt
fyrir það ekki árásargjarn, hroka-
fullur eða þunglyndur,“ segir dr.
Leah J. Dickstein sem er geðlæknir
og fyrrverandi grunnskólakennari.
Hún tekur þátt í fjögurra daga
þingi bandarískra geðlækna í New
Orleans.
Dickstein bendir á að þrátt fyrir
ýmsar þrengingar missi Harry ekki
vonina og viljann til að láta sé þykja
vænt um fólk.
Bækurnar fjórar um Harry Pott-
er hafa náð geysilegum vinsældum
vestans hafs sem austan. Höfundur
þeirra er J. K. Rowling en hún hafði
aldrei skrifað neitt áður en hún tók
til við Harry og ævintýri hans.
Barnageðlæknir sagði að einu
mætti slá föstu: Ekkert barn, ekki
einu sinni þau sem dá rapparann
Eminem, fyndi til samkenndar með
aðalóvini Harrys, galdrakarlinum
valdasjúka og illa, Voldemort.
Einn læknanna sagðist þó hafa
þurft að kljást við börn sem hefðu
litið á sögurnar sem sönnun þess að
þau þyrftu ekkert að hlýða full-
orðnum. Foreldrar tíu ára stúlku
hefðu neyðst til að kalla á lögreglu
vegna þess að stúlkan var orðin svo
ofbeldisfull.
„Hún vildi slást við allt lög-
regluliðið,“ sagði læknirinn. Hún
hefði orðið stilltari eftir að sög-
urnar um kvenhetjuna Nancy Drew
urðu henni hugleiknari en Potter-
sögurnar.
BREYTTAR áherslur eru í um-
ræðunni um eldflaugaáætlun Banda-
ríkjanna og væntanlega stækkun
Thule-herstöðvarinnar á Grænlandi
í tengslum við hana, en mikill skjálfti
hefur verið vegna þess í Danmörku
og á Grænlandi.
Marc Grossman, aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, átti í gær
fund með Mogens Lykketoft, utan-
ríkisráðherra Dana, þar sem fram
kom að ekki væru lengur tímamörk á
samningum í tengslum við áætl-
unina, en áður var rætt um að þeim
yrði að ljúka á þessu ári. Hugsanleg
aðstaða á Íslandi í tengslum við eld-
flaugavarnaáætlunina hefur ekki
komið upp í viðræðum Grossmans
við evrópska ráðherra og embættis-
menn hjá NATO.
Viðræður Grossmans og Lykke-
tofts í gær snerust ekki um fram-
kvæmd eldflaugavarnaáætlunarinn-
ar, heldur um þær breytingar sem
hafa orðið á öryggismálum sl. þrjátíu
ár og hvernig beri að bregðast við
þeim ógnum sem að Bandaríkjunum
og bandamönnum þeirra steðja, að
sögn Grossmans.
Lykketoft lagði áherslu á að haft
yrði samráð, ekki aðeins við Evrópu-
þjóðir, heldur einnig Rússa og Kín-
verja, sem hafa sett sig mjög upp á
móti áætluninni. Tók Grossman und-
ir það og sagði ennfremur að í um-
ræðunum um eldflaugavarnaáætlun
væri tekið fram aðild að henni væri
opin þeim löndum sem það vildu.
Umræðan í Danmörku hefur hing-
að til snúist um tvennt; mögulega
stækkun Thule-stöðvarinnar og af-
stöðu Dana til áætlunarinnar. Ekki
er pólitískur einhugur um að styðja
hana. Lykketoft hefur ítrekað sagt
að Danir muni ekki taka afstöðu til
eldflaugavarnaáætlunarinnar fyrr
en bandarísk stjórnvöld leggi fram
áætlun um slíkt. Það hafi ekki gerst í
gær, heldur hafi aðeins verið um að
ræða viðræður um hvernig beri að
styrkja varnir Vesturlanda.
Grossmann sagði stækkun Thule-
stöðvarinnar í þessu sambandi ekki
hafa verið rædda. Tók Lykketoft
fram að kæmi að slíku yrðu Græn-
lendingar hafðir með í ráðum.
Ekki rætt við
eða um Ísland
Aðspurður sagðist Grossman ekki
myndu ræða sérstaklega við Íslend-
inga í þessari Evrópuheimsókn sinni
en fulltrúi landsins hefði hins vegar
verið viðstaddur fyrsta fund hans
sem var hjá sendiherrum Atlants-
hafsbandalagsins í Brussel. Lykke-
toft og háttsettir embættismenn
hans kváðust ennfremur ekki reka
minni til að Ísland hefði komið upp í
neinum þeim viðræðum sem Danir
hefðu átt við Bandaríkjamenn vegna
eldflaugavarnaáætlunarinnar, en ut-
anríkisráðherrann danski hélt m.a.
til Washington í mars sl. þar sem
hún var eitt aðalefni viðræðna hans
við starfsbróðurinn Colin Powell.
Bandarískir embættismenn ræða við Dani um eldflaugavarnaáætlun
Ekki rætt um fram-
kvæmd, heldur stöð-
una í öryggismálum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
FYRIRHUGAÐ er að leggja niður
megnið af nýsjálenska flughernum.
Helen Clark forsætisráðherra sagði
á þriðjudag að ekki yrðu keyptar
nýjar herflugvélar í stað orrustu-
þotnanna og æfingavélanna sem
samanlagt eru 34 og margar gamlar.
Að auki var ákveðið að ekki yrði
smíðuð ný freigáta í stað Canterbury
sem er eina freigáta nýsjálenska
flotans en keypt skip sem sinnt geti
fjölbreyttari verkefnum.
Sagði Clark að Nýsjálendingar
hefðu einfaldlega ekki efni á því að
eiga og reka nýtísku-herþotur og
vera samtímis með viðunandi land-
her og flota. „Nýja varnarstefnan
miðar að því að auka slagkraftinn
fremur en reyna að sinna öllum svið-
um á ófullnægjandi hátt,“ sagði
Clark.
Huey Iroquois-þyrlur flughersins
og C-130 Hercules-flutningavélar
verða annaðhvort endurbættar eða
keyptar nýjar vélar. Áfram verður
notast við P-3 Orion-kafbátaleitarvél
og hugsanlegt að hún verði búin flug-
skeytum. Einnig mun vera vilji til að
kaupa nýjar flutningavélar í stað
Boeing 727-véla sem nú eru í notkun.
Landherinn mun fá fé til að kaupa
ný fjarskiptatæki og farartæki sem
eru sum orðin meira en aldarfjórð-
ungs gömul og er markmiðið m.a. að
gera herinn hæfari til að taka að sér
friðargæslustörf.
John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu, sagði að stefnubreyting
Nýsjálendinga myndi hafa „alþjóð-
leg“ áhrif, en sérhver ríkisstjórn
markaði sjálf sína stefnu og yrði síð-
an „að taka afleiðingunum“.
Nýsjálendingar gerðu á sínum
tíma samning við Ástrali, Breta,
Singaporemenn og Malasíumenn um
varnarsamstarf á Kyrrahafssvæðinu
en um það leyti voru Bretar að
hverfa með herlið sitt frá flestum
bækistöðvum sínum á þessum slóð-
um frá heimsveldistímanum. Er ljóst
að framlag Nýsjálendinga í þeim
efnum mun nú verða að mestu úr
sögunni.
Áætlanirnar vöktu hörð viðbrögð
hjá stjórnarandstöðunni á Nýja-Sjá-
landi. Jenny Shipley, leiðtogi hins
íhaldssama Þjóðarflokks, er missti
völdin fyrir skömmu, hafði á prjón-
unum hugmyndir um að kaupa
bandarískar F-16 orrustuþotur í
stað 17 gamalla Skyhawk-þotna flug-
hersins sem einnig á 17 Aermacchi-
æfingaþotur. Hún sagði að yrði farið
að tillögum stjórnarinnar myndu
Nýsjálendingar hætta að bera sinn
hluta byrðanna af vörnum og láta
aðrar þjóðir um þær. Talsmaður
Þjóðarflokksins í varnarmálum sagði
að varnargeta þjóðarinnar yrði eftir
breytingarnar „á svipuðu róli og hjá
Papúa, Nýju-Gíneu og Fídji-eyjum“.
Varnarstefnu Nýja-Sjálands breytt
Flugherinn
lagður niður
Wellington. The Daily Telegraph, AFP.
Reuters
Skyhawk-orrustuflugvélar á Ohakea-herflugvellinum.