Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 40
LISTIR
40 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRBÆJARDEILD Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar er 10
ára á þessu ári og af því tilefni
verða hátíðartónleikar í Árbæjar-
kirkju í kvöld, fimmtudagskvöld,
kl. 20. Nemendur deildarinnar,
ásamt nokkrum gestum frá
kennslustöðum skólans við
Hraunberg og Engjateig, flytja
tónlistina.
Þetta er jafnframt lokaátakið í
afmælishátíðarhöldunun. Árbæjardeild Tónskóla Sigursveins.
Hátíðartón-
leikar haldn-
ir í Árbæj-
arkirkju
SKAGFIRSKA söngsveitin í
Reykjavík heldur tónleika í Sel-
fosskirkju annað kvöld, föstu-
dagskvöld, kl. 20. Einnig kem-
ur fram Kammerkór Skag-
firsku söngsveitarinnar. Á
tónleikunum syngja einsöng
Ragna Bjarnadóttir sópran,
Dóra Steinunn Ármannsdóttir
sópran, Magnús Sigurjónsson
tenór og Eiður Otto Guðlaugs-
son baríton. Píanóundirleikari
er Sigurður Marteinsson.
Stjórnandi er Björgvin Þ.
Valdimarsson.
Kórinn mun m.a. flytja syrpu
úr Leðurblökunni eftir Jóhann
Strauss og syrpu úr söngleikj-
um eftir þá Rodgers og Hamm-
erstein, Sígaunakórinn (Coro di
Zingarelle) úr óperunni La
Traviata eftir Verdi, verk eftir
innlenda höfunda, m.a. þrjú ný
lög eftir stjórnandann við ljóð
Bjarna Stefáns Konráðssonar.
Skagfirska
söngsveit-
in á Sel-
fossi
KAMMERKÓR Seltjarnar-
neskirkju, ásamt strengjasveit,
efna til Sumartónleika í kirkj-
unni annað kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 20. Þar verða fluttar
einsöngsaríur eftir C.W. Gluck,
F. Handel, W.A. Mozart, J.S.
Bach og H. Purcell og kórverk
eftir C. Gounod, W. Mathias og
J.D. Zelenka.
Einsöngvarar eru Anna
Jónsdóttir, Arnar Guðjónsson,
Álfheiður Hanna Friðriksdótt-
ir, Ása Fanney Gestsdóttir,
Guðrún Helga Stefánsdóttir,
Lindita Óttarsson og Jóhanna
Ósk Valsdóttir. Stjórnandi er
Viera Manasek.
Miðaverð er 1.000 kr.
Einsöngs-
aríur í Sel-
tjarnarnes-
kirkju
KAFFILEIKHÚSIÐ sýnir
einleikinn Eva – bersögull
sjálfsvarnarleikur á Hótel Sel-
fossi annað kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 21. Áhorfendur fylgj-
ast með Evu þar sem hún tekst
á við spegilmynd sína, kröfur
karlasamfélagsins og eigin
áráttu og vinkvennanna sem
snýst um að vera í megrun og
beita öllum mögulegum og
ómögulegum brögðum til þess
að halda í unglegt útlit.
Það er Guðlaug María
Bjarnadóttir sem leikur Evu.
Einleikur-
inn Eva á
Selfossi
ANDVARI hefur nú komið út í
eina öld og fjórðungi betur. Félagið,
sem gefur hann út, Hið íslenska
þjóðvinafélag, er því a.m.k. jafngam-
alt. Raunar rámar mig eitthvað í að
það hafi verið stofnað þjóðhátíðarár-
ið 1874. Eitthvað dálítið gaf það út af
bókum hér áður fyrr. Og eftir öllum
sólarmerkjum að dæma er félagið til
enn. En hvað skyldi annars vera af
því að frétta? Hverjir eru félagar?
Eru haldnir aðalfundir? Hver er for-
maður? Þetta gæti verið fróðlegt að
vita, þó að ekki komi það við umsögn
um efni Andvara.
Ritstjórinn fylgir þessu hefti sínu
úr hlaði með löngum og skorinorðum
pistli, sem hann nefnir „Við alda-
mót“. Megininntakið er um hina
miklu kristnihátíð, sem þjóðin hafði
fremur lítinn áhuga á. Það er rit-
stjórinn greinilega óánægður með.
Út frá því leiðir hann hugann að
sögu, hefðum, þjóðrækni og alþjóða-
hyggju og er ekkert myrkur í máli.
Eins og venjan er fjallar fyrsta rit-
gerðin um nafnkunnan, látinn Ís-
lending. Að þessu sinni ritar Sigríður
Th. Erlendsdóttir langa og efnis-
mikla ritgerð um merkiskonuna
Önnu Sigurðardóttur, frumkvöðul og
driffjöður Kvennasögusafns ásamt
mörgu öðru góðu, sem hún kom til
leiðar á langri og athafnasamri ævi.
Séra Gunnar Kristjánsson ritar
greinina „Kirkjan í keng“. Undirtitill
er „Hugleiðingar um þróun íslensku
þjóðkirkjunnar á tuttugustu öld“.
Eins og undirtitill segir lítur hann yf-
ir stefnur og strauma á öldinni. Öldin
byrjar með frjálslyndri guðfræði,
síðan upp úr miðbiki aldarinnar sæk-
ir íhaldssamari guðfræði á. Hún
dvínar svo, en kirkjunni tekst ekki að
verða alhliða menningarstofnun í ís-
lensku samfélagi líkt og hún var í lok
nítjándu aldarinnar. „Kengbogin
kirkjan heldur á ný út í óvissu nýrrar
aldar, lúin eftir mikil afmælishátíða-
höld“. – Þetta eru hörð orð, sem ólík-
legt er að allir verði sammála.
Næsta ritgerð er allmjög annars
eðlis. Þar ritar Eysteinn Þorvalds-
son um Hannes Sigfússon og ljóðlist
hans. Greinina nefnir hann „Farand-
skáldið“. Í þessari ágætu ritgerð gef-
ur Eysteinn vandað og greinargott
yfirlit yfir skáldskap Hannesar.
Fannst mér þessi ritgerð einkar
gagnleg til skilnings á þessu merka
ljóðskáldi, sem kannski er minna
þekkt en vera ætti.
En kristindómsmálum í þessu
Andvarahefti er ekki lokið. Nú er
það sagnfræðingurinn Gunnar
Karlsson sem ritar greinina Kristni-
taka Íslendinga og menningaráhrif
hennar. Gunnar segist setja fram
ákveðna „og vafalaust umdeilan-
leg[a] túlkun á kristnitökunni, frá-
sögnum af henni og afleiðingum þess
fyrir íslenska menningu hvernig hún
fór að líkindum fram“. Tvennt leitast
hann við að rökstyðja. Hið fyrra er,
að frásögn Ara fróða af kristnitök-
unni sé í öllum aðalatriðum rétt. Og
hið síðara „að hin sérkennilega að-
ferð Íslendinga við að taka kristni
hafi skapað miðaldamenningu þeirra
þá sérstöðu sem löngum hefur verið
helsta stolt og tilveruréttlæting
þjóðarinnar“. Kristni fengu Íslend-
ingar án kóngs, sem nokkuð er ein-
stakt, og innlenda ritmenningu
fengu þeir einnig eða eins og höf-
undur orðar það: Þeir hleyptu Kristi
inn með ritmálið í farteski sínu, en
héldu konungi fyrir utan með her
sinn og löggæslulið. Rökstuðningur
höfundar og öll umfjöllun er næsta
áhugaverð og skemmtileg aflestrar.
Davíð Logi Sigurðsson á hér rit-
gerðina „Samferða í sókn til sjálf-
stæðis“. Hún fjallar um Íslandsvin
einn mikinn, Skotann Alexander
McGill (1891–1973), sem sjálfsagt er
nú flestum eða öllum gleymdur. En
gott er jafnan að geta góðra manna.
Lokaritgerð þessa gerðarlega
heftis er svo eftir Þóri Óskarsson.
„Skáldskapur og saga“ nefnist hún.
Undirtitill „Nítjánda öldin sem texti
nýrra íslenskra fræðirita“. Fræðirit-
in eru fjögur. Nú heilsar þér á Hafn-
arslóð eftir Aðalgeir Kristjánsson,
Jónas Hallgrímsson. Ævisaga eftir
Pál Valsson, Skyggnst á bak við ský
eftir Svövu Jakobsdóttur og Arfur
og umbylting eftir Svein Yngva Eg-
ilsson.
Höfundur getur þess réttilega að
það sem þessir höfundar hafa við að
styðjast er vitaskuld ritað mál frá 19.
öldinni. „Verk þeirra verða því
textar um texta“. Samkvæmt því
verður þá auðvitað ritgerð hans
sjálfs „texti um texta um texta“. Og
er ekkert við því að segja. Þannig
hlýtur það að vera. Ritgerð hans er
vissulega fróðlegt framlag til róman-
tíkur 19. aldar og skrifuð af góðum
lærdómi. Stundum finnst mér þó
sem hnitmiðun mætti vera meiri.
Ég hafði mikla ánægju af að lesa
þennan Andvara, eins og svo oft áð-
ur. Hann er vissulega menningarlegt
tímarit.
Kristilegur Andvari
BÆKUR
T í m a r i t
Nýr flokkur XLII, 125. ár.
Ritstj.: Gunnar Stefánsson.
Útg.: Hið íslenska þjóðvinafélag,
2000. 176 bls.
ANDVARI
Sigurjón Björnsson
FYRSTI diskur Jóels Pálssonar,
Prím, vakti mikla athygli víða um
heim enda gefinn út af NAXOS í
fjörutíu löndum. Mér kæmi mjög á
óvart ef þessi nýi diskur Jóels, Klif,
vekti ekki meiri athygli, svo vel sem
hann er heppnaður. Jóel hefur tek-
ist að forðast að endurtaka sjálfan
sig og hann þróar tónlist sína rök-
rétt á nýja stigu. Kannski einhverj-
um þyki sem hann hætti sér um of
út á einstigi frjálsdjass og raftónlist-
ar, en allt sem leikið er á þessum
diski er hugsað í botn og hvergi
lausir endar. Mannskapurinn er líka
af bestu sort. Hilmar Jensson gít-
arleikari og Matthías M. D. Hem-
stock trommari, sem báðir léku á
Prím, og svo kórónar kvartettinn
Skúli Sverrisson rafbassaleikari.
Þar sem sá maður er nærri er allt
fyrsta flokks og má í því sambandi
minna á frumraun Óskars Guðjóns-
sonar; Far.
Þegar hlustað er á upphafsverk
skífunnar, Proximity, hvarflar hug-
urinn ósjálfrátt til ESP-tímabils
Miles Davis. Það er einhver nálægð
við þann tón Miles í tónlistinni þótt
hrynurinn sé annar og hún stefni að
lokum í norður þar sem glittir á
jöklatóna Garbareks. Þó er þetta
ekta Jóel og tónn hans ævintýra-
legur, rifinn sem heill. Þeir félagar
spinna síðan millispil þar sem Jóel
blæs í kontrabassaklarinettið sitt
uns ballaðan Oceanic upphefst og
tilfinningin eins og í kvikmyndinni
The Cool World þegar drengurinn
sá hafið fyrsta sinni og Dizzy blés
Bonniés blues. Rats hefst á frjáls-
legum samleik Jóels og Skúla og
þegar allir eru með nær boppkennd
laglínan völdum. Samstíga leika Jóel
og Hilmar ballöðuna No questions
sem smámsaman minnir á kafla í
svítu Ellingtons um Austurlönd fjær
og tenór Jóels með websterískum
hjáblæstri svífur yfir rafgaldri gít-
arsins. Pink&blue upphefst í
stjörnumerki Balkanskagans og
blæs Jóel í sópraninn. Raftónlistin
nær brátt yfirhöndinni og kontra-
bassaklarínettið eins og hið ástr-
alska didgaridoo. Yfir þessu spinnur
Jóel blúsaðan tenórsaxófónsóló af
mikilli list. Ívaf er ballaða með
frjálsum hrynleik og svo er komið
að Taming the beast sem upphefst á
léttfönkuðum hryn undir hug-
myndaríkum tenórsóló Jóels í klass-
ískum stíl. Þá tekur rafmagnið völd-
in og drungalegt kontrabassaklarín-
ettið. Lítil svíta eins og Pink&blue.
Öll eru þessi verk eftir Jóel utan
millispilsspuni þeirra félaga. Á Prím
voru öll lögin eftir Jóel utan lokalag-
ið; þjóðlagið Það mælti mín móðir.
Lokalagið á Klifi er ekki heldur eftir
Jóel. Það er ballaðan undrafagra,
Serenity, eftir Hilmar sem margir
þekkja og er hún verðugur loka-
punktur þessa velheppnaða disks.
Á engum íslenskum djassdiski til
þessa hefur tekist betur að sameina
framsækna hugsun og djasshefðina.
Tónsmíðarnar eru innihaldsmiklar,
spuninn hugmyndaríkur og hryn-
sveitin jarðbundin. Jóel hefur agað
tón sinn enn meira en fyrr og vald
hans yfir tenórsaxófóninum er nær
algert. Hilmar er hugmyndaríkur í
spuna sínum jafnt sem skreytingum
og Skúli gæðir hvern takt sem hann
leikur nýju lífi. Loks skal það nefnt
að Matthías hef ég aldrei heyrt
betri, hvort sem hann slær taktinn
eða litar tónlistina með áslætti sín-
um.
Þetta er diskur sem er ekki alltaf
auðveldur hlustunar fyrir þá sem
vilja helst telja fjóra í taktinn sér-
hvert sinn, en ljái þeir eyra eiga þeir
eftir að uppskera ríkulega ekki síð-
ur en þeir sem heillast hafa af raf-
tónlist margs konar og hætta sér
inn á lendur djassins undir leiðsögn
Jóels og félaga. Tónlistin er mel-
ódísk og langt frá því að vera frá-
hrindandi fyrir opinn huga. Það er á
þessum nótum sem margir af helstu
snillingum djassins vinna nú um
stundir; leita fanga sem víðast og
bræða í djassmótið óendanlega.
Klif-ið á
tindinn
Jóel Pálsson
DJASS
G e i s l a d i s k u r
Jóel Pálsson tenór- og sópran-
saxófón, kontrabassaklarinett,
Hilmar Jensson gítar, Skúli
Sverrisson rafbassa og Matthías
Már Davíðsson Hemstock trommur
og ásláttarhljóðfæri. Proximity,
Oceanic, Rats, No questions,
Pink&blue, Ívaf og Taming the
beast eftir Jóel Pálsson, Serenity
eftir Hilmar Jensson og Interlude
eftir kvartettinn. Hljóðritað í
Reykjavík 21. og 22. júlí 2000. Út-
gefið af ÓMI 2001.
JÓEL PÁLSSON: KLIF
Vernharður Linnet