Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 59 Í ÞESSUM skrifuð- um orðum eru þekkt- ar og óþekktar forn- leifar að hverfa af völdum ágangs sjávar, árrofa, uppblásturs eða athafna sam- félagsins. Í sumum til- vikum eru þetta forn- leifar sem vitað hefur verið lengi að eru í stórkostlegri hættu vegna ágangs nátt- úruaflanna, svo sem frumkristnir grafreit- ir, bæjarhólar, forn- býli, verstöðvar og aðrar minjar. Í öðrum tilfellum er um að ræða fornleifar sem enginn hefur nokkra vitneskju um og enginn skiptir sér því af. Þjóðminjasafni Íslands hefur verið vel kunnugt um marga þessara staða í áraraðir án þess að aðhaf- ast nokkuð, með örfáum undan- tekningum. Ástæðan er m.a. sú að skortur á starfsfólki hefur verið viðvarandi á safninu, áhuginn á þessum málum lítill og upplýsingar og yfirlit um minjastaði á Íslandi ekki til. Það er erfitt að standa vörð um menningararfinn þegar yfirlit yfir hann skortir. Mikilvæg- ustu skrefin í rétta átt hafa upp á síðkastið verið stigin af einkaað- ilum, ekki Þjóðminjasafninu, og segir það sína sögu. Reyndar er ástandið í fornleifavörslunni orðið þannig að menntun, hæfni og reynsla er orðin meiri í einkageir- anum en hjá ríkinu. Við svo búið má ekki sitja. Ef við trúum því að allar forn- leifar séu einstakar í eðli sínu þá sér hver maður að þetta er ekki viðunandi ástand og þessu verður að breyta. Íslenskar fornleifar eru merkilegri en margan grunar og í þeim eru faldar upplýsingar um upphaf þessarar þjóðar, upplýsing- ar sem hvergi annars staðar er að finna. Hver skyldu viðbrögð manna verða ef upp kæmist að eitt handrit færi reglulega forgörðum í Árnastofnun vegna raka, skordýra, skorts á viðhaldi eða hirðuleysis? Fornleifar eru takmörkuð auð- lind og enginn veit hve margar þær eru hér á landi, en trúlega eru þær á bilinu 100–200 þúsund miðað við núgildandi þjóðminjalög. Þær eru jafnframt vannýtt auðlind þegar kemur að rannsóknum og menningartengdri ferðaþjónustu, en þar munu fornleifar skipta æ meira máli á kom- andi árum. Þá er mik- ilvægt að þessi auð- lind verði meðhöndluð á sjálfbæran hátt en slík meðhöndlun kall- ar á yfirlit, eftirlit, björgunaraðgerðir, rannsóknir og einhverskonar stýringu á aðgengi. Nær engum peningum er varið í viðhald á fornleifum og merkingar þeirra eru nær óþekkt fyrirbæri. Þannig hafa þær verið settar á guð og gaddinn og sumar hverjar horf- ið að eilífu. Á Íslandi eru rúmlega 500 staðir friðlýstir og nær öllum þeim friðlýsingum hefur verið þinglýst. Rúmlega 80% þessara friðlýsinga áttu sér stað á árunum 1926–30 sem segir svolitla sögu um taktinn í minjavörslunni. Rétt er að geta þess að allar fornleifar eru friðaðar en úrvali þeirra er sér- staklega friðýst. Ekkert eftirlit er haft með hinum friðlýstu fornleif- um og í raun veit enginn hvort þessar minjar eru lengur til eða ekki. Skref það sem taka verður til að koma þessum hlutum í eðlilegt horf er að skilja að safnastarf og minjavörslu eins og gert hefur ver- ið í nágrannalöndum okkar. Það er ekki aðeins minjavarslan sem nyti góðs af slíku, heldur allt safnastarf í landinu einnig. Það er óraunhæft að trúa því að stofnun sem ekki hefur getað sinnt hlutverki sínu í langan tíma, hvorki með öflugum sýningum né öflugri fornleifa- vörslu, muni gera það með nýjum lögum og auknum skyldum. Slíkt væri aðeins trygging fyrir áfram- haldandi stöðnun á bæði safna- og fornleifasviðinu. Söfn eru vannýtt auðlind og ættu að geta skilað miklum árangri í framtíðinni vegna sívaxandi fjölda ferðamanna og krafna þeirra um upplýsingar og afþreyingu. Á Bretlandseyjum voru t.d. fjórir mest sóttu ferðamannastaðirnir (tourist attractions) á níunda ára- tugnum söfn. Mest sótt var hið vel þekkta víkingasafn í Jórvík, en þar kom ca. ein milljón gesta á ári um 1990. Eins og bent hefur verið á, m.a. í nýlegri Morgunblaðsgrein, eru söfn trúlega of mörg í dag og flest að gera það sama í litlum tengslum hvert við annað. Þessi fjölgun safna er reyndar í fullu samræmi við þróunina í Evrópu. Ekki er víst að þessi þróun sé sú hin heppileg- asta hér á landi og álitamál hvort fækkun, stækkun og sérhæfing væri ekki skynsamlegri. Þrátt fyr- ir fjölgun safna er eitt það safn sem aldrei hefur fengið að rísa á viðunandi hátt, en það er veglegt íslenskt sjóminjasafn. Það er með ólíkindum að slíkt hafi ekki gerst í landi sem komist hefur af einmitt vegna tengsla sinna við hafið, en það er önnur saga. Til að standa vörð um fornleifar landsins þarf öfluga stofnun sem sinnir því sem þarf að sinna. Þar þurfa að starfa hinir hæfustu ein- staklingar sem bera hag fornleif- anna fyrir brjósti, hafa menntun við hæfi og aðstöðu til að sinna sínu starfi. Aðskilnaður safna og fornleifavörsl- unnar nauðsynlegur Bjarni F. Einarsson Minjar Til að standa vörð um fornleifar landsins, seg- ir Bjarni F. Einarsson, þarf öfluga stofnun sem sinnir því sem þarf að sinna. Höfundur er doktor í fornleifafræði, rekur Fornleifafræðistofuna og er félagi í Fornleifafræðingafélagi Íslands og Samtökum evrópskra fornleifafræðinga. Veistu að nú fást líka Diesel b arna- föt í Krílinu? Já og þ au eru í stærðum 2-14 Fordómum svarað Mér er frekar vel við Indriða bónda á Skjald- fönn. Það er jafnan gaman að heimsækja hann og spjalla við hann um menn og málefni. Svo virðist sem eitthvað hafi slegið út í fyrir Indriða bónda á Skjald- fönn í grein hans í Morgunblaðinu 27. apr- íl síðastliðinn. Satt best að segja brá mér, getur verið að einangrunin sé farin að hafa einhver áhrif á Indriða bónda? Þó var þetta snjóléttur vetur. Ég nenni ekki að þrasa við Indriða um skógrækt og hrossagauk, staðreyndir þess máls eru augljósar. Skotveiði- félag Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa áhyggjur af stórfelldri ræktun barrskóga í varplandi rjúpunnar, full- vaxnir barrskógar gagnast ekki rjúp- unni. Hrossagauksstofninn þolir vel skotveiðar, hann er stór og sterkur, enda er hrossagaukurinn vinsæl bráð í nágrannalöndum okkar. Veiðar á hrossagauk myndu létta veiðiálagi af öðrum veiðitegundum, eins og t.d. rjúpu. Hitt er annað mál að Skotveiði- félag Íslands hefur aldrei farið fram á það að leyfðar verði veiðar á hrossa- gauk, við gerum okkur grein fyrir því að mikil andstaða er meðal almenn- ings við veiðum á þessari tegund. Fordómar Það sem kom mér á óvart í grein Indriða eru fordómar hans gagnvart íbúum þéttbýlisins. Hann kallar veiði- menn búsetta í þéttbýlinu villimenn og illþýði sem mætti hengja án dóms og laga í næsta tré, og þá væntanlega barrtré. Hann segir m.a. að veiði- menn úr þéttbýli geri sig seka um veiðiþjófnað í stórum stíl, skjóti dilka í hlaðvarpanum, heimilishundana í túnfætinum, ófleyga álftarunga, svo og æðarfugl. Þessi orð eru ekki sæm- andi Indriða bónda og ætti hann að sjá sóma sinn í að biðja skotveiðimenn búsetta í þéttbýli afsökunar á þessum ummælum sínum. Vitaskuld er mis- jafn sauður í mörgu fé, en ég fullyrði að skotveiðimenn úr þéttbýlinu haga sér ekki á nokkurn hátt öðruvísi en þeir sem búa í hinum dreifðari byggð- um. Skotvís Indriða bónda virðist mjög í nöp við Skotveiðifélag Íslands. Ég skil ekki af hverju, því félagið hefur strangar siðareglur, efnir til námskeiða og fyrirlestra og gefur út fréttabréf og vandað tímarit um skotveiðar og útivist. Allt þetta beinist að því að gera félagsmenn okkar að betri veiðimönnum. Þess má einnig geta að Skotveiðifélag Íslands er landssamtök og 40% félagsmanna eru búsett utan höfuðborgarsvæð- isins. Ég vil hér og nú bjóða Indriða, án end- urgjalds, ársaðild að Skotveiðifélagi Íslands. Á þessu ári ætti hann því að geta kynnst hinu þróttmikla starfi félagsins og án efa fræðst um ýmislegt sem hann vissi ekki áður. Við viljum gera betur þar sem svo virðist sem Indriði sé fullur fordóma gagnvart þéttbýlisbúum, við viljum bjóða honum til Reykjavíkur eina helgi svo hann geti af eigin raun kynnst okkur hér sunnan heiða. Enn eru frábærar sýningar í leikhúsunum, áhugaverðar málverkasýningar, svo ekki sé nú talað um veitingahúsin. Það er nefnilega staðreynd að það er- um við hér í þéttbýlinu sem gerum Indriða og öðrum sauðfjárbændum kleift að búa úti á landsbyggðinni. Það erum við sem neytum þeirrar góðu af- urðar sem íslenska lambakjötið er. Að lokum Ef það er eitthvað sem er ástæðan fyrir reiði Indriða þá kemur það í ljós að náttúruverndarsinninn Indriði á Skjaldfönn virðist vera fylgjandi at- vinnuveiðum á rjúpu. Hann telur að Skotveiðifélag Íslands stuðli að því að halda niðri verðinu á rjúpunni. Stað- reynd þessa máls er hins vegar sú að fjölmiðlar leita iðulega eftir upplýs- ingum hjá okkur um gang veiða á rjúpu. Við höfum undanfarin ár skotið u.þ.b. 150.000 rjúpur á hverju ári og neyslukönnun Skotveiðifélags Ís- lands rennir stoðum undir að Íslend- ingar neyta á ári hverju u.þ.b. 100.000 rjúpna. Ástæðan fyrir lækkandi verði á rjúpu er fyrst og fremst sú að það er aukið framboð annarra tegunda mat- væla, s.s. innflutts hreindýrakjöts og anda, auk þess sem verð á svínakjöti hefur stórlækkað. Stjórn Skotveiði- félags Íslands telur að atvinnuveiðar séu tímaskekkja. Það er nefnilega staðreynd að mjög margir veiðimenn veiða fáar rjúpur, en 12% veiðimanna veiða mikið af rjúpu eða 50% allra þeirra rjúpna sem skotnar eru. Meðal þeirra aðgerða sem rætt hefur verið um til varnar rjúpunni er stytting veiðitímans eða bann á sölu á bráð. Reynslan frá öðrum löndum sýnir að það myndi verða áhrifaríkasta leiðin. Það hlýtur að vera bæði rjúpunni og landsbyggðinni fyrir bestu að dregið verði úr atvinnuveiðum, því veiði- menn úr þéttbýli eyða tugum milljóna úti á landsbyggðinni á ári hverju. Því fleiri veiðimenn sem fara til veiða, því meiri tekjur fyrir landsbyggðina. Indriði illur Sigmar B. Hauksson Höfundur er formaður Skotveiðifélags Íslands. Skotveiði Ég vil hér og nú bjóða Indriða ársaðild að Skotveiðifélagi Íslands, segir Sigmar B. Hauks- son, svo hann geti kynnst hinu þróttmikla starfi félagsins. Hjallasókn Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar verður hald- inn sunnudaginn 13. maí nk. að lokinni messu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál, löglega fram borin, samkvæmt samþykkt- um Hjallasóknar. Sóknarnefnd. Frá Hjartavernd Aðalfundur Hjartaverndar verður haldinn í Lágmúla 9, 6. hæð, fimmtu- daginn 17. maí nk. kl.16:15 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundastörf. 2. Önnur mál. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, flytur yfirlitserindi um fyrir- hugaða öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Stjórnin. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1825107  Lk. I.O.O.F. 11  1825107½  Lf. Fimmtudag 10. maí kl. 20. Lofgjörðarsamkoma í umsjá Áslaugar Haugland. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Heiðar Guðnason. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.