Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 80
DAGBÓK 80 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Svan- ur, Dirk-Dirk og Mána- foss koma í dag. Detti- foss og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss fór í gær. Reksnes, Seafrost og Novos Passky fara í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30–17. Mannamót Aflagrandi 40. Vegna handavinnusýning- arinnar fellur boccia nið- ur fimmtudaginn 10. maí og mánudaginn 14. maí, og bingó fellur niður föstudaginn 11 maí. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 9–16.30 opin handavinnustofa, út- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 helgistund að morgni, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handa- vinna og fótaaðgerð, kl. 14–17 glerskurður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboð- um kór eldri borgara í Mos. á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustofan og handavinnustofan opnar, kl. 9.30 dans- kennsla, gler og postul- ínsmálun, kl. 13 opin handavinnustofan og klippimyndir, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtudag 10. maí: boccia kl. 10.30 leikfimi kl. 12.10, mánud. 14. maí: boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10, skyndi- hjálp kl. 14, þriðjudag 15. maí: skyndihjálp kl. 14. Miðvikudag 15 maí spilað í Holtsbúð kl. 13.30. ATH. breyttan dag. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í Bæj- arútgerð kl. 10–11:30. Skoðunarferð í Þjóð- menningarhúsið í dag Rúta frá Hraunseli kl. 13:15. Á morgun föstu- dag, tréútskurður í Flensborg kl. 13. Mynd- mennt kl 13 og bridge kl.13:30. Ferð á Njálu- slóðir fimmtudaginn 7. júní nk. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli sími 555- 0142. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Mánudagur: Söngvaka kl. 20. ath. breyttan tíma, óvænt uppákoma. Göngu-Hrólfar koma í heimsókn. Stjórnandi Gróa Salvarsdóttir. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Hveragerði 16. maí. Nátturulækningaheim- ilið, Garðyrkjuskólann og hverasvæðin heimsótt og skoðuð. Brottför frá Glæsibæ kl. 9.30. Nokk- ur sæti laus. Þriðjudag- inn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafn- arfjörð og Heiðmörk. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn Páll Gísla- son og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin. Dagana 6.–8. júní verður ferð til Vestmannaeyja. Skoðunarferðir um eyj- una. Gisting á Hótel Þórshamri. Nokkur sæti laus. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl.15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin. Allar veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handverksmarkaður verður í Gjábakka laug- ardaginn 12. maí frá kl. 14–18. Handverksfólk skráið ykkur fyrir sölu- borði sem fyrst í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlu- saumur og kortagerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Vor- sýning verður í félags- og þjónustumiðstöðinni dagana 10., 11. og 12. maí frá kl. 13–17. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í vetur. Allir velkomnir. Þjónustu- miðstöðin verður lokuð miðvikudaginn 9. maí vegna undirbúnings handavinnusýningar. Vitatorg. Kl. 9.30 morg- unstund. Önnur starf- semi felur niður Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheimilinu í Gullsmára 13 á mánu- dögum og fimmtudög- um. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11 í Digra- neskirkju. Kristniboðsfélag kvenna Háaleitisbraut 58–60. Fundur hjá Kristniboðsfélagi kvenna kl. 17. Biblíu- lestur í umsjá Benedikts Arnkelssonar. Allar kon- ur velkomnar Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Tafl í kvöld. GA-fundir spilafíkla, kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ Síðu- múla 3–5. Húnvetningafélagið, Aðalfundurinn er í Húnabúð Skeifunni 11 í kvöld kl 20.30. Venjuleg aðalfund- arstörf. Íslenska bútasaums- félagið. Sýning á búta- saumsteppum félags- manna vikuna 5.–13. maí í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opið kl. 10–19 virka daga og kl. 12–18 um helgar. Kvenfélag Seljasóknar, haldið verður upp á 20 ára afmæli Kvenfélags- ins sunnudaginn 13. maí. Hefst dagskráin með messu kl.14. Afmælis- kaffi. Félagskonur fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Reykjavíkurdeild SÍBS, aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 10. maí kl 17 í Múlalundi, vinnustofu SÍBS, Hátúni 10c. Venjuleg aðalfund- arstörf. Kaffi og með því. Mætum öll. Bergmál líknar-og vina- félag. Vestmannaferðin verður dagana 8.–11. júní vinsamlega leitið upplýsinga og tilkynnið þátttöku fyrir mánudag- inn 14. maí til Karls Vignis s. 552-1567. Kvenfélag Grens- ássóknar. Vorfundur félagsins verður í safn- aðarheimilinu mánudag- inn 14. maí kl. 20. Í dag er fimmtudagur 10. maí, 130. dagur ársins 2001. Endaskil- dagi. Orð dagsins: En þeir féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði. (Lúk. 24, 52.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI minntist fyrir nokkr-um vikum á að það væri farið að bera nokkuð á því að fyrirtæki blönduðu saman íslensku og ensku á reikningum sem viðskiptavinir fengju í hendur. Víkverji fékk slík- an reikning þegar hann borgaði fyr- ir mat á veitingahúsi fyrir skömmu. Nýlega greiddi Víkverji svo ferð hjá ferðaskrifstofu og þar er íslensku og ensku blandað saman með afar undarlegum hætti. Efst á reikn- ingnum stendur „dagsetning 02MAY01“. Síðan kemur „Member number“ og „4 passengers“. Í einni línu stendur „Engin gisting“ og þar fyrir neðan, svona eins og til skýr- ingar, „No Accommodation“. Þegar kemur að því að skýra sundurliðun verðs, sundurliðun á greiðslum og nöfn farþega er hins vegar ein- göngu notast við íslensku og engin ensk þýðing fylgir. Það er erfitt að skilja hvers vegna ferðaskrifstofan kýs að leggja fram reikninga viðskiptavina sinna á svo undarlegu máli. Þetta er reikningur sem viðskiptavinurinn fær, en ekki viðskiptaaðilar ferðaskrifstofunnar erlendis. Eðlilegt er því að reikn- ingurinn sé alfarið ritaður á ís- lensku. Vera kann að ferðaskrifstof- an styðjist að einhverju leyti við erlend tölvuforrit, en ekki er óeðli- legt að gera þá kröfu til fyrirtæk- isins að forritið sé þýtt yfir á ís- lensku og að allir hlutar reikn- ingsins séu á íslensku máli en ekki bara sumir. x x x MÖRGUM ofbýður hátt verð ábensíni, en verðið hækkaði um 10% á örfáum dögum um síð- ustu mánaðamót. Skömmu fyrir hækkun fór Víkverji á bensínstöð til að fylla á tankinn. Þar voru fleiri bifreiðaeigendur í sömu erinda- gjörðum. Fyrir framan Víkverja var t.d. jeppaeigandi sem fyllti tankinn af 98 oktana bensíni á gamla verðinu fyrir 8.000 kr. Vík- verji ekur á fólksbíl og hefur hann yfirleitt keypt bensín fyrir tæpar 4.000 kr. í hvert sinn. Víkverji gat ekki annað en þakkað sínum sæla að sitja ekki uppi með jeppa sem gleypir bensín eins og svangur kálf- ur. Það er kannski ekki furða þó að bílamarkaðurinn sé yfirfullur af gömlum jeppum sem boðnir eru með miklum afslætti en seljast samt ekki. Víkverji hefur reyndar aldrei skilið þennan gríðarlega áhuga landsmanna á að eignast jeppa, sem er einhver óhagkvæmasta fjárfest- ing sem hægt er að hugsa sér. x x x VÍKVERJI hefur í u.þ.b. tvö árnær alltaf sett bensín sjálfur á bílinn og nýtt sér þannig kaup á ódýrasta bensíni sem fáanlegt er á markaðinum. Þannig hefur Víkverji sparað sér 4–5 kr. af hverjum lítra. Þetta eru u.þ.b. 200 kr. við hverja áfyllingu. Víkverja telst til að sé þetta lagt saman sé hann að spara sem nemur einni áfyllingu á ári. Raunar var verðmunurinn á bensíni það mikill eftir að Olíufélagið og Ol- ís hækkuðu að menn gátu sparað sér um 25. 000 kr. á ári á meðal- fólksbíl með því að kaupa ávallt bensín á lægsta verði í stað þess hæsta. Þetta er kjarabót sem mun- ar um. Nú hafa þessi tvö olíufélög hins vegar lækkað verðið aftur þannig að verðmunurinn hefur jafn- ast. Eftir sem áður er hins vegar ljóst að neytendur geta sparað sér nokkrar krónur með því að dæla sjálfir á bílinn. Víkverji telur þar að auki að ef fleiri dældu sjálfir settu þeir aukinn þrýsting á olíufélögin að lækka verðið. KÆRU kattaeigendur í Staðahverfi. Í kringum hverfið okkar er mjög mik- ið fuglalíf. Mófuglar, svo sem lóur og hrossagaukar, eru að undirbúa hreiður- gerð í móunum en fá engan frið fyrir heimilisköttum sem eyða heilu dögunum í að hrella fuglana. Jafnvel þótt þeir séu flestir með bjöllur eru þeir svo ágeng- ir að fuglarnir geta alls ekki komið sér upp hreiðr- um. Þetta þýðir aðeins eitt: Þessir dásamlegu vor- boðar sem fylla loftið með söng sínum verða að leita annað. Ég skora því á kattaeigendur að halda vinum sínum inni í maí og júní svo að mófuglarnir geti verpt og komið upp ungum sínum. Það skaðar ekki heimiliskött þótt hann fari ekki út í tvo mánuði. Njótum þess að hafa áfram stórkostlegt fuglalíf í kringum hverfið okkar. Kveðja, katta- og fuglavinur. Karlinn í brúnni KARLINN í brúnni boðar þjóð sinni að allt sé í lagi, þó svo hlutirnir séu ekki í lagi. Á Íslandi í dag er sjó- mannadeilan enn óleyst. Í þjóðfélaginu er bullandi verðbólga og gengisfell- ing. Bensínverð hækkar daglega. Ekki búið að ná sátt við öryrkja. Samt seg- ir karlinn í brúnni að ekk- ert sé að í þjóðfélaginu. Hann heldur upp á 10 ára afmæli svo ekkert sé. Þeg- ar Jón Baldvin var karlinn í brúnni á sínum tíma hefði hann talið að meira en lítið væri að ef ástandið hefði verið eins og það er í dag á Íslandi. Karlinn í brúnni þarf að koma niður á jörð- ina og horfa á staðreyndir, en ekki segja að það sé allt í lagi þegar hlutirnir eru ekki í lagi í þjóðfélaginu. Öryrki. Tapað/fundið Nike-flíspeysa tapaðist SÉRA Flosi saknar safír- blárrar Nike-flíspeysu. Peysan hefur sennilega tapast föstudaginn 20. apr- íl sl. á svæði 101. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 561-5608. Hluti af hálsmeni í óskilum HLUTI af silfurhálsmeni fannst á Háaleitisbraut mánudaginn 7. maí sl. Upplýsingar í síma 863- 5381. Dýrahald Tík í óskilum BORDER collie-tík er í óskilum á hundahótelinu á Leirum. Eigandi er vin- samlegast beðinn að vitja hennar strax. Upplýsingar í síma 566-8366, 698-4967. Dísarfugl flaug að heiman TINNI týndist frá Álfta- mýri 50 þriðjudaginn 8. maí sl. Hann er grár með gult höfuð og rauðar kinn- ar. Fólk er vinsamlegast beðið að athuga svalir og glugga. Hans er sárt sakn- að. Vinsamlegast hafið samband við Sigrúnu eða Óskar í síma 588-5878 eða 699-4700. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kattaeigend- ur, athugið K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 varðst var, 8 trjástofn, 9 kjánum, 10 reyfi, 11 dug- legum, 13 trjátegund, 15 beinpípu, 18 herbergi, 21 glöð, 22 týna, 23 formóð- irin, 24 hreinn. LÓÐRÉTT: 2 eldiviðurinn, 3 líffær- um, 4 stétt, 5 reiður, 6 mestur hluti, 7 litli, 12 ótta, 14 vafa, 15 bæta, 16 sori, 17 hávaði, 18 þrep, 19 börðu, 20 stela. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hæpin, 4 gómum, 7 túlks, 8 rottu, 9 kút, 11 ansa, 13 hass, 14 labba, 15 matt, 17 lind, 20 hak, 22 galti, 23 orrar, 24 remma, 25 torga. Lóðrétt: 1 hætta, 2 pilts, 3 nísk, 4 gert, 5 metta, 6 maurs, 10 útbía, 12 alt, 13 hal, 15 magur, 16 túlum, 18 iðrar, 19 durga, 20 hita, 21 kort. FYRIR skömmu var hald- ið atskákmót í Zürich í Sviss til heiðurs Viktori Kortsnoj sjötugum. Margir af sterkustu skákmönnum heims tóku þátt ásamt val- inkunnum heimamönnum. Fyrst var riðlakeppni en að því loknu hófst átta manna útsláttarkeppni. Staðan kom upp í öðrum riðlinum á milli Garry Kasparov (2827), svart, og Richard Forsters (2462). 40...Hxg2! 40...exf6 hefði leitt til jafnteflis eftir 41. Dxf6 Hg7 42. Df8 o.s.frv. 41.Kxg2 Dg5 og hvítur gafst upp enda nokkrum peðum undir án bóta. Lok- astaða A-riðils varð þessi: 1. Garry Kasparov 4 ½ vinning af 5 mögulegum. 2. Jeroen Piket 3 v. 3.-5. Nigel Short, Wolfgang Unsicker og Yannick Pelletier 2 v. 6. Richard Forster ½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.