Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR forsvarsmenn stórmarkað- anna sem kusu að tjá sig við Morg- unblaðið könnuðust ekki við að smá- söluverð á lambakjöti hefði hækkað hjá þeim um 30–35% á árunum 1996 til 2000 líkt og fram kemur í skýrslu Samkeppnisstofnunar um matvöru- markaðinn. Sögðu þeir hækkanir hafa verið lægri og í takt við hækkun neysluvísitölunnar. Samkvæmt skýrslunni hækkaði verð á lamba- kjöti frá kjötvinnslum til matvöru- verslana um 13–15% og skilaverð til bænda hækkaði um 15–16%, eða tvö- falt minna en smásöluverðið. Baugur, sem rekur verslanir Bón- uss, 10–11, Hagkaupa og Nýkaupa, lét Morgunblaðinu í té tölur sem sýna að frosið lambakjöt frá SS hækkaði um 13 til 15% að kostnaðar- verði frá 1996 til 2000. Það eru nær sömu tölur og fram koma í skýrslu Samkeppnisstofnunar um verð- hækkun frá kjötvinnslum til mat- vöruverslana. Hins vegar ber nokk- uð í milli hvað söluverðið varðar. Baugur segir það hafa hækkað um 13–15% á tímabilinu, sem er nokkuð langt frá meðaltalinu sem Sam- keppnisstofnun segir smásöluverðið hafa hækkað um, eða 30–35%. Í tölum Baugs kemur fram að ferskt lambakjöt úr kjötborði hækk- aði að meðaltali um rúm 20% frá 1998 til dagsins í dag á meðan kostn- aðarverðið hækkaði um rúm 15%. Baugur lét einnig fylgja með tölur yfir kostnaðarverð á ávaxtasafa og brauði 1996 og síðan árið 2000. Þær tölur sýna hækkun um 18–21% eða þvert á skýrslu Samkeppnisstofnun- ar þar sem segir að kostnaðarverð hafi staðið í stað á þessum vörum ár- in 1996–2000. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir tölurnar styðja það sem fyrirtækið hefur haldið fram. Þær sýni að Samkeppnisstofnun hafi ekki leitað til fyrirtækisins þegar skýrsl- an var unnin, aðeins til heildsalanna. Stofnunin verði að vanda vinnu- brögðin betur en þetta. Gísli Sigurbergsson hjá Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði segist ekki kannast við þetta mikla verðhækkun á lambakjöti í hans verslun. Álagn- ing á kjöti hafi ætíð verið lág og kjöt- ið skammtað til þeirra. Einnig þurfi að fara lengra aftur en til ársins 1996 til að fá raunhæfan samanburð. Á ár- unum 1994–1995 hafi verð á lamba- kjöti verið mun hærra en t.d. 1996– 1997 þegar verðið lækkaði talsvert í mikilli samkeppni. „Við teljum þessar tölur Sam- keppnisstofnunar um 30–35% hækk- un á lambakjöti vart standast. Við teljum að skoða þurfi þessa hluti í samhengi og í heild, það er ekki hægt að taka út einstaka liði í um- ræðunni. Kostnaðarhækkanir hafa til dæmis verið gríðarlegar í grein- inni á þessu tímabili,“ segir Gísli. Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur verslanir Nóa- túns, 11–11, Krónunnar, Kjarvals og KÁ, sagði fyrirtækið ekki ætla að tjá sig frekar um skýrslu Samkeppnis- stofnunar eða einstaka liði hennar. Vísaði hann til tilkynningar Kaupáss sem send var út í kjölfar í skýrsl- unnar þar sem útkomu hennar var fagnað og hún sögð athyglisverð út- tekt á matvörumarkaðnum. Hannes Karlsson, deildarstjóri Nettó-verslananna, var ekki reiðubúinn að tjá sig um einstaka liði skýrslunnar þar sem forráðamenn fyrirtækisins væru að fara vandlega yfir hana og bera tölur saman við sín gögn. Forráðamenn stórmarkaðanna um skýrslu Samkeppnisstofnunar Kannast ekki við 30–35% hækkun á lambakjöti Morgunblaðið/Þorkell Óumdeilt er að lambakjöt hafi hækkað í verði á síðustu árum en talsmenn stórmarkaðanna eru ekki sammála Sam- keppnisstofnun um að smásöluverðið hafi hækkað um 30–35%. Þannig segir Baugur hækkunina vera 13–20%. Baugur segir lambakjötið hafa hækkað um 13– 20% í smásölu HANNES Pétursson, forstöðulækn- ir á geðsviði Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, segir að það skipti meg- inmáli að rannsóknir, greining og meðferð geðsjúkdóma eigi sér stað við sambærilegar aðstæður og gildi um aðra sjúkdóma, en í grein Her- dísar Benediktsdóttur í Morgun- blaðinu í gær kemur fram sú skoðun að gott geðsjúkrahús eigi að vera staðsett á rólegum og fallegum stað. Leggur Herdís til að geðdeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss verði flutt í Vífilsstaðaspítala. Hannes sagði að almennt talað og séð í samhengi síðustu tveggja alda hefði það verið stefnan á 19. öld til dæmis að geðsjúkir og geðsjúkrahús skyldu vera þar sem væri kyrrð og næði. Þá hefðu menn fyrst og fremst verið með það í huga að veita hæli fyrir því sem var erfitt í umhverfinu. Það hefði gjörbreyst við það að virk lyfjameðferð hefði komið fram fyrir fimmtíu árum. Við það hefðu geðspít- alarnir verið opnaðir og meðferðin færð nær almennum sjúkrahúsum og í það far sem aðrir sjúkdómar hefðu verið meðhöndlaðir í. „Það er náttúrlega það sem skiptir meginmáli að rannsóknir, greining og meðferð geðsjúkdóma eigi sér stað við sambærilegar aðstæður og gilda um meðferð annarra sjúkdóma. Það er grundvallaratriði,“ sagði Hannes. Erfiðara að snúa aftur Hann sagði að komið hefði í ljós með gömlu hælisvistina eða það að vista viðkomandi fjarri borgarniðn- um að það hefði orðið miklum mun erfiðara fyrir viðkomandi að snúa aft- ur til síns félagslega umhverfis. Áður hefðu líka verið fá úrræði varðandi skilvirka meðferð, auk þess sem ein- staklingur gæti orðið háður slíkri stofnanavistun og hún þá valdið hon- um skaða með þeim hætti. „Það er bara aðalatriði að meðferð fari fram í sem allra mestu samræmi við það sem gerist með aðra sjúk- dóma. Allt annað ýtir undir skilnings- leysi og hamlar því að hægt sé að vinna gegn þeim fordómum sem oft hafa verið uppi gagnvart geðsjúk- dómunum,“ sagði Hannes. Hann sagðist því ekki geta tekið undir efni þeirrar greinar sem birst hefði í Morgunblaðinu um þetta, en skildi þó það sem vekti fyrir grein- arhöfundi. Það væri auðvitað oft þannig að kyrrð og næði ýtti undir bata fólks sama hvaða sjúkdóm væri um að ræða. Forstöðulæknir á geðsviði Landspít- ala – háskólasjúkrahúss Fái sömu með- ferð og aðrir sjúkdómar UNGUR maður boðaði komu sína í gær til Olíufélagsins hf. (Esso) að Suðurlandsbraut til að skila bensínbyssum sem hann hafði sagað af slöngum á þremur bensínstöðvum fyrir- tækisins aðfaranótt sunnu- dags. „Við létum lögregluna vita af þessu og maðurinn var hand- tekinn. Hann skildi eftir bréf hjá okkur þar sem hann sagð- ist vera að mótmæla háu bens- ínverði með þessu hátterni sínu og nú hefði bensínverð verið leiðrétt og því ákvað hann að skila bensínbyssunum. Við lít- um á þetta sem skemmdar- starfsemi og mjög alvarlegt mál,“ sagði Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs þjónustustöðva Esso. Maðurinn, sem er um tví- tugt, sagaði bensínbyssurnar af slöngum á þremur stöðvum Esso: við Ægisíðu, Borgartún og Stóragerði. Voðinn vís ef neisti hefði komist í slöngurnar Heimir sagði að mikil hætta hefði stafað af þessum aðgerð- um mannsins. „Það segir sig sjálft að ef neisti hefði komist í slöngurnar væri voðinn vís. Þetta er skemmdarverk og lög- reglumál,“ sagði hann. Hann sagði að eftirlits- myndavélar stöðvanna hefðu tekið aðgerðir mannsins upp á myndband. Lögreglan lagði hald á bensínbyssurnar sem sönnunargögn og var maður- inn tekinn til yfirheyrslu hjá lögreglu. Sagaði bensín- byssur af slöngum Skemmdarvargur gaf sig fram MARGIR af æðstu embættis- mönnum landsins eru með fasta yfirvinnutíma. Forseti Íslands, ráðherrar og alþingismenn eru ekki með fasta yfirvinnu. Þeir fá hins vegar greiddan fastan kostn- að en á móti kemur að þeir fá ekki greidda neina dagpeninga vegna ferða innanlands. Í nokkur ár hafa æðstu embætt- ismenn þjóðarinnar fengið greidda fasta yfirvinnutíma. Umboðsmaður alþingis fær 30 yfirvinnutíma á mánuði. Hæstaréttardómarar, hér- aðsdómarar og ríkissaksóknari fá 37 tíma. Biskup Íslands fær 40 tíma. Forseti Hæstaréttar fær 42 tíma og dómstjórar við héraðs- dóma fá 47 tíma. Ríkisendurskoð- andi er með mesta fasta yfirvinnu eða 55 tíma á mánuði. Ríkissátta- semjari er eini embættismaðurinn sem Kjaradómur úrskurðaði laun fyrr í vikunni sem ekki er með fasta yfirvinnu. Þingmenn fá fastar kostnaðargreiðslur Forseti Íslands fær engar yf- irvinnugreiðslur og það sama á við um ráðherra og alþingismenn. Laun alþingismanna eru 324.816 kr. á mánuði. Formenn þing- nefnda, formenn þingflokka og nefndarmenn í forsætisnefnd Al- þingis fá 15% álag á launin. Þingmenn fá ekki greidda dag- peninga vegna ferða innanlands, s.s. vegna funda, ferða eða gist- ingar í kjördæmum. Þeir fá hins vegar greiddan fastan ferðakostn- að sem er 40.450 kr. á mánuði. Þingmenn Reykjavíkur fá 31.250 kr. í ferðakostnað. Þessar greiðslur fá ráðherrar ekki. Þing- menn og ráðherrar fá einnig greiddan starfskostnað sem er 46.630 kr. á mánuði. Þá fá þing- menn og ráðherrar sem búa utan Reykjavíkur og Reykjaness hús- næðis- og dvalarkostnað sem er ætlað að greiða kostnað sem þeir hafa af því að halda heimili í Reykjavík. Þessi kostnaður er 63.720 kr. á mánuði. Þingmenn sem búa utan Reykjavíkur fá því samtals 150.800 kr. í fastar kostn- aðargreiðslur. Þingmenn sem búa í Reykjavík fá 77.880 kr. í fastar kostnaðargreiðslur. Laun æðstu embættismanna þjóðarinnar Eru með 30–55 tíma í fasta yfirvinnu                                        !      "# #  $ %  &'(()'*+, )-(',*+ +.-')). -)+'/+( -*('()& -*('()& -,-'.)( -,-'.)( -,.'.-- (..'*(/ (+,'0&& ((.'+/0 (()'0*/ (*-'.&) &'(()'*+, )-(',*+ +.-')). )).'0,, +.)',() +.)',() -,-'.)( )()'&&& +/.')/. +//'/(- +**'&.0 -).')/) --&'.0/ (*-'.&)     1  2 2          1$"34567"89477:69$33$
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.