Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það er komið að leið-
arlokum. Kallið kom á
föstudaginn langa.
Ég kynntist Þóru
þegar systir mín varð tengdadóttir
hennar og reyndist hún mér alltaf
vel. Ég gat alltaf leitað til hennar ef
eitthvað var, s.s. afmæli, ferming eða
ef við vorum að sauma, alltaf var hún
boðin og búin til þess að hjálpa okk-
ur, því að Þóra var mikil handverks-
kona og sniðug í höndunum. Börnin
mín litu á hana sem hálfgerða ömmu
sína því hún var amma á Heiðó sem
kom í afmæli og fermingar, og alltaf
kom hún færandi hendi, sagði börn-
unum sögur og söng fyrir þau. Þóra
var mikið gæðablóð og var alltaf að
gera eitthvað fyrir aðra og reyna að
hjálpa ef hún gat.
ÞÓRA
HARALDSDÓTTIR
✝ Þóra Haralds-dóttir fæddist í
Gerði í Vestmanna-
eyjum 4. apríl 1925.
Hún lést á hjúkrun-
ardeild Hraunbúða á
föstudaginn langa,
13. apríl síðastliðinn,
og var útför hennar
gerð frá Landa-
kirkju í Vestmanna-
eyjum 28. apríl.
Fyrir fimm árum
fékk hún heilablóðfall
og lamaðist þá vinstra
megin. Þurfti hún í
kjölfarið á því að liggja
í níu mánuði á sjúkra-
húsi og var bundin
hjólastól upp frá því,
það var henni mjög erf-
itt. Eftir það þurfti hún
að flytja úr húsinu sínu,
sem henni þótti svo
vænt um, og dveljast á
elliheimilinu Hraun-
búðum í Vestmanna-
eyjum. Hún dvaldi á
elliheimilinu þar til hún
lést, en hún átti samhenta fjölskyldu
sem heimsótti hana daglega og ann-
aðist um hana allt til dauðadags.
Ég kveð þig Þóra mín með virð-
ingu og söknuði. Hafðu þökk fyrir
alla þína hlýju og vináttu til minnar
fjölskyldu. Við vottum Júlla, Grími,
Halla og fjölskyldum þeirra samúð
okkar.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Kristín Valtýs og fjölskylda.
✝ Laufey Sigurðar-dóttir fæddist í
Skáneyjarkoti í
Reykholtsdal 10. maí
1914. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
7. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jóna Geirs-
dóttir húsfreyja, f.
23. september 1880 á
Bjarnastöðum í
Grímsnesi, d. 6. ágúst
1971, og Sigurður
Jónsson, refaskytta
og bóndi á Þaravöll-
um í Innri-Akranes-
hreppi, f. 7. febrúar 1866 í Síðu-
múla í Hvítársíðu, d. 14. mars
1947. Systkini Laufeyjar voru Sig-
urjón, f. 7.4. 1903, d. 6.2. 1986,
Ingibjörg Elísabet, f. 3.3. 1905, d.
11.8. 1958, Svava, f. 28.7. 1909, d.
9.6. 2000, Helga, f. 8.12. 1911, d.
6.4. 2001, og Sigurgeir, f. 5.9.
1916, d. 6.2. 1994.
Laufey eignaðist fjögur börn,
þau eru: 1) Skarphéðinn Sigur-
steinsson, f. 16.6.
1934, kvæntur Ragn-
heiði Líndal Hinriks-
dóttur, f. 18.7. 1936.
2) Sigurður Sigurðs-
son, f. 8.1. 1939,
kvæntur Guðbjörgu
Gísladóttur, f. 25.8.
1940. 3) Laufey Sig-
urrós Sigurðardóttir
f. 4.12. 1940, gift
Helga Sigurðssyni, f.
24.8. 1937. 4) Guð-
rún Guðmundsdótt-
ir, f. 26.8. 1950, gift
Halli Björnssyni, f.
17.9. 1949. Barna-
börn og barnabarnabörn Laufeyj-
ar eru 23.
Laufey fluttist fimm ára gömul
með foreldrum sínum að Þaravöll-
um í Innri-Akraneshreppi og ólst
þar upp. Lengst af bjó hún á Akra-
nesi og síðastliðin 25 ár bjó hún í
Borgarnesi.
Útför Laufeyjar fór fram í kyrr-
þey frá Innra-Hólmskirkju 17.
febrúar.
Ég man móður mína mest af
þrautseigju og krafti, sem hún bjó
yfir alla tíð. Við vorum alltaf trún-
aðarvinkonur frá því ég man eftir
mér. Þegar ég flutti frá Akranesi til
Borgarness 19 ára gömul liðu ekki
mörg ár þar til hún flutti þangað líka.
Hún reyndist mér og minni fjöl-
skyldu afskaplega vel. Sérstaklega
var hún börnum mínum mikil amma
og lærðu þau ekkert nema gott af
henni, hvort sem það voru bænir,
ljóð eða um lífið sjálft. Fyrir mína
hönd, Halls, barna, tengdadætra og
barnabarna þökkum við fyrir öll árin
sem við áttum saman.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín dóttir,
Guðrún.
Elsku amma mín. Hvað get ég
sagt? þú varst mér alltaf svo góð, þú
kenndir mér allt um lífið og vildir
mér allt það besta. Það er ekki hægt
að lýsa með orðum hvað ég sakna
þess að geta ekki talað við þig leng-
ur. Þú kenndir mér svo margt, leyfð-
ir mér að baka með þér kleinur,
kenndir mér að spila og kenndir mér
allar þær bænir sem þú kunnir. Ég
gæfi allt til að geta hitt þig og talað
við þig aftur. En ég veit að þér líður
vel þar sem þú ert. Ég mun aldrei
gleyma þér og ég mun alltaf varð-
veita þær góðu minningar sem við
áttum saman.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. Pétursson.)
Þín dótturdóttir,
Laufey Rós.
Elsku Laufey frænka, á morgun
hefðir þú orðið 87 ára. Það er ótrú-
legt að það skuli vera komnir þrír
mánuðir síðan þú kvaddir þennan
heim. Það er svo tómlegt að fara upp
í Borgarnes og koma ekki við hjá þér
í leiðinni. Upp í hugann koma fjöl-
mörg minningabrot. Þegar þú bjóst á
Suðurgötunni á Akranesi og allar
stundirnar þar þegar við fengum að
leika okkur að útskornum dýrum
sem voru í dollu inni í stofuskápnum.
Góðu kleinurnar sem þú bakaðir og
allt annað meðlæti sem þú reiddir
fram. Ferðir upp í Borgarfjörð og
var þá alltaf komið við í Húsafelli.
Við fórum síðastliðið sumar, þá fór-
um við og skoðuðum lautina ykkar
ömmu sem var niðri við Kaldá þar
sem þið tjölduðuð og voruð þar oft
nokkrar vikur í einu og fengum við
nokkrum sinnum að koma með. Svo í
september komuð þið Gunna og
heimsóttuð okkur ömmu og mömmu
í bústað í Húsafelli. Það kom alltaf
einhver ánægjusvipur á þig og ömmu
þegar þið voruð í Húsafelli eða töl-
uðuð um Húsafell. Þú varst dugnað-
arforkur, sama hvort það var í vinnu
eða við dagleg störf. Ófá skiptin
fengum við að fara með ykkur ömmu
inn að Þaravöllum þar sem þið systur
tókuð til hendinni hjá systkinum
ykkar, og hér áður hjá foreldrum
ykkar. Við munum sjaldan eftir þér
öðruvísi en að þú hefðir eitthvað fyrir
stafni. Þú varst svo ljóðelsk og dug-
leg að muna vísur og kvæði og það
var skemmtilegt að heyra þig fara
með þær. Það er svo erfitt að hugsa
til þess að núna á tveimur mánuðum
erum við búin að missa bæði þig og
ömmu, það er stórt skarð sem verður
ekki hægt að fylla. Það er þó huggun
að þið eruð saman ásamt öllu hinu
skyldfólkinu. Við viljum kveðja þig
með vísu sem þú kenndir okkur:
Þó um stund þér sýnist svart
og sorgarél að dregin,
þú skalt vita að verður bjart
á veginum hinum megin.
(Sig. Jónsson frá Þaravöllum.)
Við þökkum þér fyrir allt í gegn-
um árin Laufey okkar. Börnum,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um og fjölskyldum þeirra vottum við
innilega samúð.
Lilja og Karl Þorvaldur.
LAUFEY
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Þorbjörg Jóns-dóttir fæddist 5.
febrúar 1916 á
Stýrimannastíg 6 í
Reykjavík. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 28. apríl
síðastliðinn. Þor-
björg var dóttir
hjónanna Jóns Jó-
hannssonar skip-
stjóra og Sigríðar
Pétursdóttur
handavinnukenn-
ara. Jón var fæddur
í Innri-Njarðvík,
sonur hjónanna Jó-
hanns Kr. Jónssonar og Þor-
bjargar Gísladóttur í Stapakoti,
en Sigríður var fædd í Svefn-
eyjum á Breiðafirði, dóttir
hjónanna Péturs Hafliðasonar og
Sveinsínu Sveinsdóttur er þar
bjuggu. Þorbjörg átti einn bróð-
ur, Jóhann Kr. Jónsson, og upp-
eldissystur, Sigríði Guðmunds-
dóttur, en þær voru systradætur.
Þau eru bæði látin.
urina Ýri. Skarphéðinn er
kvæntur Guðrúnu Eysteinsdóttur
og eiga þau tvö börn, Sindra og
Hildi. 2) Þóra, íþróttakennari,
gift Olav Ballisager. Þau búa í
Danmörku og eiga þrjú börn,
Atla, Birnu og Dag. 3) Jón, flug-
umferðarstjóri, kvæntur Sigdísi
Sigmundsdóttur og eiga þau tvö
börn, Önnu Björgu og Hafliða.
Anna Björg er gift Sigurði Teits-
syni og eiga þau þrjár dætur,
Söndru Mjöll, Ástu Guðrúnu og
Sigdísi Lind. Sambýliskona Haf-
liða er Agnes Stefánsdóttir,
þeirra barn er Andrea Sif, áður
átti Hafliði soninn Þorstein Má.
Þorbjörg lauk prófi frá Kenn-
araskólanum mjög ung eða 17
ára og fór svo í framhaldsnám í
íþróttafræðum til Kaupmanna-
hafnar. Hún þjálfaði fimleika-
flokk hjá ÍR og kenndi leikfimi í
Miðbæjarskólanum. Þegar fjöl-
skyldan stækkaði hætti hún
kennslu og helgaði sig húsmóð-
urstarfinu eftir það. Þó var hún
prófdómari í framhaldsskólum
borgarinnar um langt skeið. Fyr-
ir rúmu ári, þegar heilsa hennar
versnaði, flutti hún á Hjúkrunar-
heimilið Skjól.
Útför Þorbjargar fór fram í
kyrrþey.
Þorbjörg eða
Böggý, eins og hún
var alltaf kölluð, gift-
ist 13. maí 1939 eft-
irlifandi eiginmanni
sínum, Óskari Valdi-
marssyni vélstjóra, f.
1. ágúst 1912. For-
eldrar Óskars voru
Ágúst Valdimar Guð-
jónsson og Þóra
Ólafsdóttir, sem
lengst bjuggu á Ný-
lendugötu 6 í Reykja-
vík. Óskar og Þor-
björg byggðu sér hús
á Hringbraut 83 og
bjuggu þar í rúmlega 50 ár eða
þangað til þau fluttu í nýtt hús í
Jökulgrunni 20 árið 1991. Börn
Óskars og Þorbjargar eru: 1)
Sigríður, mynd- og handmennta-
kennari, gift Eiríki Skarphéðins-
syni og eiga þau tvo syni, Kára
og Skarphéðin. Sambýliskona
Kára er Alice Olivia Clarke og
eiga þau tvö börn, Signýju Æsu
og Styrmi. Áður átti Kári dótt-
Nú þegar elskuleg tengdamóðir
mín, Þorbjörg Jónsdóttir, er látin
fljúga í gegnum hugann minningar
um kynni okkar. Þegar ég fyrir 42
árum kynntist konu minni Sigríði
og fór að venja komur mínar á
Hringbraut 83 fann ég fljótt hve
Þorbjörg var framúrskarandi kona.
Hún lagði mikinn metnað í allt sem
hún gerði. Heimilið var smekklegt
og vinalegt. Allt var í röð og reglu.
Garðurinn við húsið var afar fal-
legur enda lagði Þorbjörg á sig
mikla vinnu við að halda honum
þannig. Voru þau Óskar afar sam-
stiga í að gera allt sitt umhverfi
sem best úr garði. Óskar var þá
vélstjóri á Akraborginni og kom
heim á kvöldin. Var það mikil
breyting frá því áður er hann var
langdvölum til sjós og öll ábyrgð
heimilisins hvíldi á Þorbjörgu.
Ég minnist þess hversu gaman
hún hafði af lestri góðra bóka. Hún
var mjög vel að sér og hafði mik-
inn áhuga fyrir því sem var að ger-
ast í þjóðfélaginu. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
hafði gaman að því að rökræða þá.
Þorbjörg var mjög glaðlynd að eðl-
isfari og hafði gaman af því að
segja frá. Brá þá fyrir áhrifum frá
frændfólki hennar, Breiðfirðingun-
um, sem ég kynntist mörgum í
veislum og öðrum uppákomum á
heimili þeirra Óskars og annars
staðar.
Þorbjörg var afar glæsileg kona
og kurteis. Allt hennar fas bar vott
góðs uppeldis og aga. Hún stund-
aði sundlaugar alla tíð, enda lagði
hún mikið uppúr heilbrigðri sál í
hraustum líkama. Þorbjörg var af-
ar fórnfús og ósérhlífin. Hún lét
sig ekki muna um að koma heilan
vetur eldsnemma á morgnana með
strætisvagni frá Reykjavík til
Hafnarfjarðar til að gæta drengj-
anna okkar svo við hjónin gætum
bæði stundað okkar vinnu. Ég
minnist einnig þess áhuga sem hún
hafði fyrir því að fjölskyldan öll
kæmi saman. Jóla- og páskaveisl-
urnar voru engu líkar. Þorbjörg
var snillingur í matargerð og
bakstri. Oft söng hún í eldhúsinu
við vinnu sína.
Á kveðjustund er okkur fjöl-
skyldunni hennar efst í huga þakk-
læti fyrir þá væntumþykju og alúð
sem hún sýndi okkur alla tíð. Ekk-
ert var henni eins hugleikið og að
okkur öllum liði vel og hefðum nóg
að bíta og brenna. Hún lagði
grundvöll að lífshamingju okkar
með góðu fordæmi. Við kveðjum
Þorbjörgu með söknuði og þökkum
fyrir það að hafa notið samfylgdar
hennar svo lengi. Blessuð sé minn-
ing þessarar mætu og góðu konu.
Eiríkur Skarphéðinsson.
ÞORBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
við Nýbýlaveg, Kópavogi