Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 8

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þið eruð farnir að skyggja á sólina mína. HJÁ embætti ríkislögreglustjóra stendur yfir úrvinnsla gagna, sem hafa borist frá lögreglustjórum landsins um þær skrár sem haldnar eru á vegum lögregluembættanna í þágu löggæslu og innihalda persónu- tengdar upplýsingar. Tilkynningar bárust frá öllum lögregluembættum landsins um allar lögregluskrár sem haldnar eru. Um er að ræða einkaskrár lög- regluembætta landsins. Eru þar á meðal skrár yfir sektarinnheimtu og einstaklinga sem birt hefur verið ákæra í viðkomandi embætti. Enn- fremur bárust tilkynningar um skrár yfir þekkta brotamenn í til- teknum embættum og skrár sem geyma upplýsingar um ökumenn sem sviptir hafa verið ökuréttindum, svo dæmi séu tekin. Eftir er nokkurra vikna vinna við gagnaúrvinnsluna og verða allar skrár tilkynntar til Persónuverndar fyrir 30. júní. Ríkislögreglustjóri fór þess á leit við lögreglustjórana að þeir tilgreindu eðli og tilgang skránna, hvaða upplýsingar væri að finna í þeim, hverjir hefðu aðgang að þeim eða einstökum hlutum þeirra, hverjum væri miðlað upplýsingum úr þeim og hver annaðist og bæri ábyrgð á vinnslu þeirra. Starfsmenn ríkislögreglustjóra vinna nú við að gera nákvæma lýs- ingu á lögregluskránum til að meta hverjar þeirra ríkislögreglustjóri geti heimilað. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir umræddum upplýsingum frá lög- reglustjórunum á grundvelli nýrrar reglugerðar um meðferð persónu- upplýsinga hjá lögreglu þar sem m.a. er kveðið á um að ríkislögreglustjór- inn skuli tilkynna Persónuvernd um þær skrár sem hann heldur og um þær skrár sem hann hefur heimilað lögreglustjórum að halda. Persónutengdar upplýsingar lögreglu Gagnaúrvinnsla stendur yfir Álfasala SÁÁ Mikilvæg tekjulind SÁÁ Á MORGUN hefstsala Álfsins, semSÁÁ stendur fyrir. Álfurinn verður einnig seldur um helgina. Þórar- inn Tyrfingsson læknir var spurður hvert væri um- fang sölunnar núna? „Álfasalan tekur til alls landsins og mikið af fólki tekur þátt í þessari sölu. Hún þjappar okkur tals- vert saman SÁÁ-mönnum. Okkur er yfirleitt tekið vel og við höfum selt mikið af Álfinum og höfum haft af þessu talsverðar tekjur.“ – Er mjög mikilvægt að selja þennan Álf vel? „Já, það er mjög mikil- vægt. Það eru margir sem átta sig ekki á að SÁÁ er ekki ríkisfyrirtæki og við höfum í gegnum árin lagt þessari baráttu lið með peningum sem við höfum fengið frá almenningir, fyr- ir utan það að við höfum fengið margt ódýrara fyrir velvilja fyr- irtækja og annarra. Ef við hefðum ekki haft svona sjálfsaflafé þá væri starf okkur miklu minna í sniðum. Nú borgum við 50 þúsund krónur með hverjum sjúklingi sem hingað kemur. Reyndar borg- um við tæpar 100 milljónir króna bara með meðferðarstarfinu og er þá ekki talað um forvarnarstarf- ið.“ – Rekið þið líka forvarnarstarf að einhverju ráði? „Já, við höfum haft sérstaka forvarnardeild sem við stofnuðum fyrir nokkrum árum. Við höfum lagt til þessarar forvarnardeildar beinharða peninga fyrir utan allt það sem starfsfólk okkar vinnur, bæði þeir sem eru í meðferð og þeir sem eru í forsvari fyrir sam- tökin.“ – Hvað eru margir í samtökun- um? „Þeir sem hafa verið skráðir félagar og styrktaraðilar í gegn- um árin hafa verið tíu til tuttugu þúsund manns, núna líklega um fjórtán þúsund. Það eru því tals- verðir peningar sem þetta fólk lætur af hendi rakna, það eru um tvö þúsund krónur sem hver hefur borgað, það vantar því ekki að al- menningur hafi styrkt okkur – enda veitir ekki af.“ – Er róðurinn að þyngjast? „Vandamálið er öðruvísi í dag, hefur breyst talsvert mikið. Það sem einkennir þetta starf í dag eru örvandi vímuefni, þ.e. amfet- amín, kókaín og/eða E-pilla, eitt- hvað af þessu eða allt í bland. Um 30% af okkar skjólstæðingum mis- nota þessi efni eða eru háðir þeim. Það færist í vöxt að fólk sprauti vímuefnum í æð og þetta virðist leggjast með mestum þunga á unga karl- menn, á milli tvítugs og þrítugs. Við erum að sjá mikla aukningu á kóka- ínneyslu fyrir utan aukningu á notkun E- pillu. Í fyrra sáum við í fyrsta skipti reglulega neytendur á E-pillu. Vandinn er orðinn þannig að ef eitthvað væri, þyrfti að lengja meðferðina núna, þetta fólk er miklu veikara en fólkið sem ég var að fást við fyrir tíu árum.“ – Fer áfengisbölið minnkandi að sama skapi? „Nei, svo er ekki. Við fáum ennþá menn sem einungis nota áfengi, það eru um 800 manns sem fá þá greiningu að vera „hreinir alkahólistar“, þeir geta verið á öll- um aldri, en meðalaldur þeirra er mun hærri en hinna. Við fáum reyndar líka unglinga og ungt fólk sem bara notar áfengi en er illa haldið af áfengissýki. Mér finnst það leiðinlegt hvað búið er að tengja áfengisneyslu mikið íþróttaiðkun, þ.e. fótbolta og handbolta. Ég frétti af því að seld- ur var bjór á síðustu úrslitaleikj- um handbolta. Svo var ég staddur í Bandaríkjunum og var að horfa á úrslitaleiki í kröfubolta. Ég gat ekki betur séð en þeir væru þar á dúndrandi bjórfylliríi og bjór var seldur í íþróttahöllinni. Þetta er því alþjóðleg markaðssetning.“ – Hverjir taka þátt í álfasölunni um helgina? „Það hefur sýnt sig hjá okkur að þeir eru langduglegastir sem á einhvern hátt eru tengdir okkur, það hefur því að mestu verið SÁÁ- fólk sem sér um söluna. Þeir sem selja eru endilega ekki sjálfir fíkl- ar, sumir þeirra eru aðstandend- ur, svo sem börn alkóhólista og fleiri.“ – Hvernig ganga samskipti heil- brigðisyfirvalda og SÁÁ núna? „Það hefur ekki farið framhjá landsmönnum að það hefur verið mikið umrót í heilbrigðismálum og stjórnunarvandamál komið upp. Í því umróti öllu hafa ágætlega gengið samskipti okkar við heilbrigðistyfirvöld – en þó er ekki því að leyna að á síðustu fjár- lögum fengum við minni peninga heldur en við höfðum gert ráð fyrir, menn geta kallað það ýmsum nöfnum, niðurskurð eða annað. En það varð til þess að við urðum að grípa til mjög alvarlegra að- gerða hér. Við urðum að hætta að gera hér rannsóknir sem við höf- um gert árum saman, svo sem að skima fyrir eyðni, lifrarbólgu og kynsjúkdóminum klamidíu. Auk þess er fyrirhugað að loka Staðarfelli um óákveðinn tíma frá 1. júlí. Þess ber að geta að við erum í viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið og ég veit að menn eru að reyna að leita leiða til þess að lag- færa þetta.“ Þórarinn Tyrfingsson  Þórarinn Tyrfingsson fæddist í Reykjavík 1947. Hann tók stúd- entspróf 1967 frá Menntaskól- anum í Reykjavík og embættis- próf í læknisfræði 1974. Hann varð héraðslæknir í Hvamms- tangahéraði 1976 og var þar við störf þar til lok árs 1978. Hann hóf störf hjá SÁÁ í mars 1979 og hefur starfað þar síðan, hann er yfirlæknir þar. Þórarinn er kvæntur Hildi Guðnýju Björns- dóttur kennara og eiga þau fimm börn, auk þess á Þórarinn tvö börn önnur. Barnabörnin eru orðin sjö. Vegna fjár- skorts er fyrirhugað að loka Stað- arfelli frá 1. júlí ÞRÓUNARSJÓÐUR leikskóla hef- ur veitt níu styrki til leikskóla. Alls bárust 18 umsóknir og var saman- lögð upphæð þeirra u.þ.b. 12 millj- ónir. Til ráðstöfunar voru hins vegar þrjár milljónir króna samkvæmt fjárlögum. Þriggja manna úthlutun- arnefnd lagði mat á umsóknir og gerði tillögu til menntamálaráðu- neytisins um styrkveitingu. Í nefnd- inni eru fulltrúar frá Kennarahá- skóla Íslands, Félagi leikskóla- kennara og menntamálaráðuneyt- inu. Leikskólarnir sem fengu styrki eru Arnarsmári í Kópavogi, Álfa- borg á Svalbarðsströnd, Foldakot í Reykjavík, Funaborg í Reykjavík, Fagrabrekka í Kópavogi, Hlíð í Mos- fellsbæ, Pálmholt á Akureyri, Víði- vellir í Hafnarfirði og Sunnuból, Síðuseli á Akureyri. Styrkirnir eru á bilinu 250–500 þúsund hver en hæsta styrkinn fékk Sunnuból fyrir verkefnið lífsleikni í leikskóla. Níu styrkir úr þróunarsjóði leikskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.