Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 69
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 69
STAÐA heilsu-
gæsluþjónustu hefur
verið til umfjöllunar í
fjölmiðlum að undan-
förnu af ýmsum ástæð-
um. Nýverið varpaði
undirrituð, ásamt
Katrínu Fjeldsted,
fram tveim fyrirspurn-
um til heilbrigðisráð-
herra um málefni
heilsugæslunnar. Ann-
ars vegar var spurt um
hugsanlega þjónustu-
samninga um rekstur
heilsugæslustöðva í
Reykjavík og hins veg-
ar hvaða ástæður
lægju að baki höfnun á umsóknum
heimilislækna um leyfi til að starfa
sjálfstætt á eigin stofum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Í ýmsum efnum er málefnum
heilsugæslu í borginni ábótavant.
Uppbyggingu heilsugæslu í Reykja-
vík miðar hægt og hefur ekki náð að
halda í við þróun borgarinnar. Um
20 þúsund Reykvíkingar eru ekki
með skráðan heimilislækni og engin
heilsugæslustöð er starfandi í
stórum bæjarhluta, Voga- og
Heimahverfi. Til að anna eftirspurn
eftir þjónustu er talið að vanti milli
20 og 30 lækna til viðbótar þeim 90
sem nú eru starfandi á höfuðborg-
arsvæðinu. Nokkur dæmi eru þess
að sérfræðingar í heimilislækning-
um hafi söðlað um og horfið til
starfa í öðrum sérgreinum lækn-
inga, en slíkt er fremur fátítt meðal
lækna og merki um örþrifaráð, ekki
síst í ljósi þess hve mikið býr að baki
sérhæfingu í lækningum. Nýliðun í
stéttinni er ónóg. Biðtími eftir við-
tali hjá heimilislæknum hefur lengst
verulega að undanförnu og eru
dæmi um allt að vikubið. Eftirspurn
eftir þjónustu heilsugæslunnar hef-
ur aukist, m.a. vegna þess að fólk
virðist leita eftir heilbrigðisþjónustu
af minna tilefni en áður. Vegna erf-
iðleika við að ná sambandi og viðtali
við heimilislækni hefur aðsókn til
annarra læknisfræðilegra sérfræð-
inga og á vaktþjónustu aukist veru-
lega. Með því er fólki að nauðsynja-
lausu beint til þjónustu
sem er sérhæfðari og
dýrari fyrir sjúkling-
inn sjálfan og sam-
félagið. Þá tapast einn-
ig nauðsynleg yfirsýn,
samfella og eftirfylgni í
meðferð sem fæst þeg-
ar samskiptum er
beint til ákveðins aðila,
heimilislæknis eða
heilsugæslustöðvar.
Heilsugæsla á að
vera fyrsti viðkomu-
staður fólks sem á í
heilbrigðisvanda og á
hún að leiðbeina fólki
um heilbrigðiskerfið til
að fá lausn á vanda, ef sérfræðiað-
stoðar er þörf. Þessu er hægt að
stýra með góðri og vel kynntri þjón-
ustu heilsugæslunnar, auðveldu að-
gengi og með kostnaðarstýringu.
Viðurkennt er að góð og virk frum-
heilsugæsla getur leitt til verulegs
sparnaðar í heilbrigðisþjónustu.
Tvö kerfi heimilislækninga eru í
Reykjavík. Annars vegar kerfi
heimilislækna sem eru starfandi á
heilsugæslustöðvum og hins vegar
kerfi sjálfstætt starfandi heimilis-
lækna.
Á síðustu árum hafa heilbrigðisyf-
irvöld haldið fram kerfi heilsu-
gæslustöðva og hafnað umsóknum
heimilislækna um að starfa utan
þess. Þessi stefna hefur leitt til þess
að engin endurnýjun hefur orðið
innan raða sjálfstæðra heimilis-
lækna, sem starfa utan heilsugæslu-
stöðva og fer þeim hratt fækkandi.
Áhugi er fyrir hendi hjá ýmsum
heimilislæknum að starfa sjálfstætt
utan eða innan heilsugæslustöðva. Á
það m.a. við um heimilislækna sem
nú eru starfandi erlendis og vilja
koma heim. Með slíkri fjölgun heim-
ilislækna væri hægt að bæta að ein-
hverju það ástand sem er í heilsu-
gæslumálunum í borginni. Einnig er
augljóst hve varhugavert það er að
setja atvinnuþvinganir á tiltekna
stétt manna, að þeim sé ekki heimilt
að starfa innan síns fags, nema und-
ir merki ríkisrekstrar. Hið sama á
einnig við um val þeirra sem þjón-
ustunnar leita, þeir eiga að hafa
möguleika á fleiri valkostum.
Nauðsynlegt er að opna fyrir
fleiri kosti í heilsugæslu. Heilbrigð-
isráðherra var jákvæður gagnvart
gerð þjónustusamninga við einka-
aðila um rekstur heilsugæslustöðva
í Reykjavík og hefur m.a. verið horft
til Heima- og Vogahverfis í því sam-
bandi, en aðrar heilsugæslustöðvar
sem nú eru starfandi ættu einnig að
vera inni í myndinni. Til að bæta úr
brýnni þörf og auka aðgengi al-
mennings að heimilislæknum er
fljótvirkasta leiðin að veita heimilis-
læknum leyfi til að starfa sjálfstætt
utan heilsugæslustöðva á eigin
stofu, svo og að gera samninga við
þá og aðra fagaðila um rekstur
heilsugæslustöðva. Til þess þarf
vilja heilbrigðisyfirvalda og líta
verður til þess að slík ráðstöfun
sparar fjármagn þegar til lengri
tíma er litið.
Bið eftir þjónustu
heimilislækna
Ásta Möller
Heilsugæsla
Nauðsynlegt er,
segir Ásta Möller,
að opna fyrir fleiri
kosti í heilsugæslu.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
og á sæti í heilbrigðis- og
trygginganefnd Alþingis.