Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 25 Stykkishólmi - Öflugt starf er hjá frjálsíþróttadeild Snæfells í Stykk- ishólmi. Í vetur hafa verið stundaðar æfingar hjá yngri flokkum og krakk- arnir sýnt mikinn áhuga. Nú var komið að lokum innanhússæfinga. Á síðustu æfingunni var breytt út af venju og haldið upp á lokin. Þjálfararnir Hilmar, Anna Jóna og Elín fóru með hópinn í sund og á eftir var horft á myndband og boðið upp á pitsu. Þrátt fyrir ungan aldur leiðbein- endanna hafa þeir staðið sig vel og tekið þátt í 2 leiðbeiningarnámskeið- um á vegum Í.S.Í. Þekkingin sem þeir fengu þar hefur komið að góðum notum við þjálfunina. Þessi hópur ætlar að halda áfram í sumar að æfa frjálsar íþróttir. Ráð- inn hefur verið nýr þjálfari Einar Þór Einarsson, sem er að flytja í Stykkishólm. Hann mun einnig taka að sér þjálfun hjá öðrum félögum á Snæfellsnesi. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Stykkishólmi næsta sumar og eru krakkarnir staðráðnir í því að standa sig vel á því móti og hafa þeg- ar sett stefnuna á það. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Því var fagnað að vetraræfingum hjá frjálsíþróttakrökkunum í Stykk- ishólmi er lokið. Hópurinn sem æfði frjálsar íþróttir í vetur ásamt þjálf- urum sínum, þeim Hilmari, Önnu Jónu og Elínu. Frjálsar íþróttir vinsælar á Snæfellsnesi Borgarnesi - Knattspyrnuiðkendur í Borgarnesi eru nú farnir að æfa utanhúss en því miður er vall- araðstaðan ekki söm og áður og hafa margir af því áhyggjur. Borgarnes hefur lengi verið þekkt fyrir góða íþróttaaðstöðu; fyrsta flokks sundlaug, íþróttahús og glæsilegan íþróttavöll. Mörgum íþróttaunnendum er í fersku minni vel heppnað Landsmót Ungmenna- félaganna sem haldið var í Borg- arnesi sumarið 1997. Nú er farið að sverfa að þessari ímynd. Malarvöll- urinn í Borgarnesi sem lengi var talinn einn besti malarvöllur lands- ins hefur verið styttur um 15-20 metra vegna nýbyggingar Versl- unarmiðstöðvar KB og er ekki lengur nothæfur til að spila þar fullgilda leiki. Undanfarin ár hafa allir flokkar Skallagríms leikið 4-5 leiki í Faxaflóamótinu í maí og fyrstu dagana í júní, jafnframt því sem meistaraflokkurinn spilar í deildarbikarkeppninni. Þetta hefur það í för með sér að Skallagrímur verður að spila alla leikina á útivelli eða þangað til leyft verður að spila á grasvellinum, sem er yfirleitt ekki fyrr en um miðjan júní. Gunn- ar M. Jónsson þjálfari yngri flokka Skallagríms hefur áhyggjur af þessu því ef malarvöllurinn hverfur alveg án þess að önnur æfingaað- staða komi í staðinn, er búið að stytta æfingatímabilið fyrir knatt- spyrnuiðkendur um 1-2 mánuði eft- ir því hvernig viðrar. Stefán Kalmansson bæjarstjóri Borg- arbyggðar segir að ekki standi til að gera nýjan malarvöll í Borg- arnesi og bendir á að á Varmalandi sé malarvöllur sem megi nota ef spila á heimaleiki. Hins vegar sé á áætlun að gera 2-3 sandgrasvelli sem hægt sé að nota allt árið til æf- inga og verður væntanlega byrjað á þeim fyrsta á næsta ári. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Malarvöllurinn hefur verið styttur talsvert vegna nýbyggingar KB. VIÐSKIPTI mbl.is Bleikt, bleikt, bleikt...... og sumarlegt Álfheimum 74, sími 568 5870 Nýir litir, nýtt krem og nýjar grennandi líkamsvörur verða kynntar í dag, föstudag og laugardag. Stór og glæsileg snyrtitaska með mörgum hólfum fylgir kaupum. Úrval af úlpum og stuttum frökkum Kringlunni, sími 588 1680 og v/Nesveg Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.