Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 25

Morgunblaðið - 10.05.2001, Page 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 25 Stykkishólmi - Öflugt starf er hjá frjálsíþróttadeild Snæfells í Stykk- ishólmi. Í vetur hafa verið stundaðar æfingar hjá yngri flokkum og krakk- arnir sýnt mikinn áhuga. Nú var komið að lokum innanhússæfinga. Á síðustu æfingunni var breytt út af venju og haldið upp á lokin. Þjálfararnir Hilmar, Anna Jóna og Elín fóru með hópinn í sund og á eftir var horft á myndband og boðið upp á pitsu. Þrátt fyrir ungan aldur leiðbein- endanna hafa þeir staðið sig vel og tekið þátt í 2 leiðbeiningarnámskeið- um á vegum Í.S.Í. Þekkingin sem þeir fengu þar hefur komið að góðum notum við þjálfunina. Þessi hópur ætlar að halda áfram í sumar að æfa frjálsar íþróttir. Ráð- inn hefur verið nýr þjálfari Einar Þór Einarsson, sem er að flytja í Stykkishólm. Hann mun einnig taka að sér þjálfun hjá öðrum félögum á Snæfellsnesi. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Stykkishólmi næsta sumar og eru krakkarnir staðráðnir í því að standa sig vel á því móti og hafa þeg- ar sett stefnuna á það. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Því var fagnað að vetraræfingum hjá frjálsíþróttakrökkunum í Stykk- ishólmi er lokið. Hópurinn sem æfði frjálsar íþróttir í vetur ásamt þjálf- urum sínum, þeim Hilmari, Önnu Jónu og Elínu. Frjálsar íþróttir vinsælar á Snæfellsnesi Borgarnesi - Knattspyrnuiðkendur í Borgarnesi eru nú farnir að æfa utanhúss en því miður er vall- araðstaðan ekki söm og áður og hafa margir af því áhyggjur. Borgarnes hefur lengi verið þekkt fyrir góða íþróttaaðstöðu; fyrsta flokks sundlaug, íþróttahús og glæsilegan íþróttavöll. Mörgum íþróttaunnendum er í fersku minni vel heppnað Landsmót Ungmenna- félaganna sem haldið var í Borg- arnesi sumarið 1997. Nú er farið að sverfa að þessari ímynd. Malarvöll- urinn í Borgarnesi sem lengi var talinn einn besti malarvöllur lands- ins hefur verið styttur um 15-20 metra vegna nýbyggingar Versl- unarmiðstöðvar KB og er ekki lengur nothæfur til að spila þar fullgilda leiki. Undanfarin ár hafa allir flokkar Skallagríms leikið 4-5 leiki í Faxaflóamótinu í maí og fyrstu dagana í júní, jafnframt því sem meistaraflokkurinn spilar í deildarbikarkeppninni. Þetta hefur það í för með sér að Skallagrímur verður að spila alla leikina á útivelli eða þangað til leyft verður að spila á grasvellinum, sem er yfirleitt ekki fyrr en um miðjan júní. Gunn- ar M. Jónsson þjálfari yngri flokka Skallagríms hefur áhyggjur af þessu því ef malarvöllurinn hverfur alveg án þess að önnur æfingaað- staða komi í staðinn, er búið að stytta æfingatímabilið fyrir knatt- spyrnuiðkendur um 1-2 mánuði eft- ir því hvernig viðrar. Stefán Kalmansson bæjarstjóri Borg- arbyggðar segir að ekki standi til að gera nýjan malarvöll í Borg- arnesi og bendir á að á Varmalandi sé malarvöllur sem megi nota ef spila á heimaleiki. Hins vegar sé á áætlun að gera 2-3 sandgrasvelli sem hægt sé að nota allt árið til æf- inga og verður væntanlega byrjað á þeim fyrsta á næsta ári. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Malarvöllurinn hefur verið styttur talsvert vegna nýbyggingar KB. VIÐSKIPTI mbl.is Bleikt, bleikt, bleikt...... og sumarlegt Álfheimum 74, sími 568 5870 Nýir litir, nýtt krem og nýjar grennandi líkamsvörur verða kynntar í dag, föstudag og laugardag. Stór og glæsileg snyrtitaska með mörgum hólfum fylgir kaupum. Úrval af úlpum og stuttum frökkum Kringlunni, sími 588 1680 og v/Nesveg Seltjarnarnesi, sími 561 1680 iðunn tískuverslun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.