Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 35
MIÐASALA á tónleika tenórsöngv-
arans José Carreras, sem haldnir
verða í Laugardalshöll 17. sept-
ember næstkomandi, gengur vel,
að sögn Þrastar Emilssonar hjá Ís-
lensku miðasölunni, sem annast
söluna. Alls eru 3.800 miðar í boði.
Miðasala hófst 17. apríl síðastlið-
inn og miðar í ódýrustu sætin,
5.500 kr., seldust upp á fyrsta sól-
arhring. Að sögn Þrastar er lítið
eftir af miðum í sæti sem kosta
annars vegar 9.800 kr. og hins
vegar 12.800 kr. Miðar í bestu sæt-
in á tónleikunum kosta 25.000 kr.
og er innan við þriðjungur þeirra
óseldur.
„Þetta hefur gengið ljómandi
vel. Við hófum miðasöluna fimm
mánuðum fyrir tónleika og fólk
tók strax vel við sér. Við reiknum
með að uppselt verði á tónleikana
innan tveggja vikna,“ segir Þröst-
ur og bætir við að sala á netinu
hafi verið sérstaklega góð. Þar má
nálgast miða á vefslóðinni mida-
sala.is.
Á tónleikunum koma fram, auk
Carreras, Sigrún Hjálmtýsdóttir
sópransöngkona, Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og Kór Íslensku óp-
erunnar. Stjórnandi verður David
Giminez.
Miðasala á tónleika José
Carreras gengur vel
José Carreras syngur í Laugardalshöll 17. september næstkomandi.
SUMARIÐ eftir að Goethe-stofnuninni við
Tryggvagötu var lokað í mars árið 1998, eftir
eftirminnileg mótmæli á Íslandi og í þýskum
fjölmiðlum, stofnaði Íslandsvinurinn Wolfgang
Müller ásamt listakonunni Ástu Ólafsdóttur
fyrstu „Einka Goethe-stofnunina í Reykjavík“.
Tilgangur hennar var að reyna að bæta upp
þann missi sem skapaðist af ákvörðun þýsku
ríkisstjórnarinnar að loka stofnuninni af sparn-
aðarástæðum og að mótmæla henni á táknræn-
an hátt. Opnunin vakti talsverða athygli þýskra
fjölmiðla. Í tímaritinu Der Spiegel kom meðal
annars fram að í höfuðstöðvum Goethe-stofn-
unarinnar í München hefði þessum atburði verið
fagnað. Í dagblaðinu Hessische-Niedersächs-
ische Allgemeine var fjallað um málið og þar
mátti lesa undir fyrirsögninni: „Okkur finnst
framtakið frumlegt“: „Ríkisrekna Goethe-stofn-
unin fagnar frumkvæði Wolfgangs Müllers og
Ástu Ólafsdóttur að koma stofnuninni á fót á ný.
Okkur finnst framtak þeirra frumlegt. Það er
gott að einhver bendir á pólitískt vandamál á
listrænan hátt.“ Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar.
Síðan í barnæsku hefur Ísland verið honum
hugleikið og frá 1990 hefur hann margoft dvalið
hér á landi. Bók hans, Blue tit. Das deutsch-
isländische Blaumeisenbuch – þýsk-íslenska
blámeisubókin, sem var gefin út á þýsku og ís-
lensku árið 1997, gefur glögga mynd af lista-
manninum sjálfum og Íslandsáhuga hans. Í dag-
blaðinu Frankfurter Rundschau var bókinni lýst
sem undirstöðuriti fyrir hvern þann sem vill
reyna að átta sig á Íslendingum. Það er freist-
andi að líkja Wolfgang saman við þýskumælandi
Íslandsvini á borð við Konrad Maurer eða Josef
Calasanz Poestion, þó hann fari aðrar og óvenju-
legri leiðir í landkynningu sinni. Nægir hér að
nefna ást hans á álfum og huldufólki, sem kvikn-
aði eftir að hann kynntist viðhorfum Íslendinga
til þeirra, og þær aðferðir sem hann hefur valið
til að kynna þessi fyrirbæri. Álfaskoðunarferðir
sem hann bauð upp á í hverfinu Schöneberg í
Berlín hlutu mikla athygli og vinsældir eftir því.
Það er þó langt frá því að hann dragi upp þá
klisjukenndu mynd af sambandi Íslendinga við
huldufólk eins og sumir fjölmiðlar í Þýskalandi
hafa gert á síðari árum. Í meðförum Wolfgangs
verður þessi efnisviður hluti af listsköpun hans
þannig að erfitt er að greina skilin á milli gríns
og alvöru. Á aðfangadegi jóla á síðasta ári var
greint frá því á forsíðu dagblaðsins die tagezeit-
ung að íslenskir álfar hefðu gefið út lítið ósýni-
legt dagblað í um þúsund ár og að Álfapósturinn
væri nú í fyrsta skipti sýnilegur. Í blaðinu var að
finna ýmsan fróðleik um íslenska álfatrú og
þrjár sögur af álfum sem birtust Wolfgang í
draumi.
List og veruleiki
Í listsköpun sinni reynir Wolfgang Müller að
brjóta upp skilin milli listar og veruleika. Á
þennan hátt vill hann stuðla að almennari list-
skilningi og færa listina nær almenningi. Að eig-
in sögn kveðst hann hafa lært mikið af Joseph
Beuys hvað þetta varðar. Séu fjölbreytileg verk
Wolfgangs skoðuð má sjá hvernig hann blandar
saman list og veruleika og hvernig hugsunin um
stöðuga umbreytingu – eins konar „work-in-
progress“ – stýrir þessari samblöndun. Í því er
einnig fólgin viss efi gagnvart eigin listaverkum
en um leið sterk gagnrýni gegn þeirri hugsun að
listaverk sé fullmótað eins og sjálfsagður hlutur
eftir að listamaðurinn hefur lokið við það. Sé
þetta haft í huga er skiljanlegt að Wolfgang hafi
leitað til annarra miðla, eins og tónlistar, sem
betur eru til þess fallnir að koma í veg fyrir
sköpun fastmótaðara hluta. Til að mynda gaf
hljómsveit hans, Die tödliche Doris, sem var
nokkuð vinsæl á níunda áratug síðustu aldar, út
ósýnilega breiðskífu. Seinna meir notaðist hann
við vindhörpur og síðasta sumar kom út á hans
vegum geisladiskur þar sem norskir starar
syngja hina þekktu Úrsónótu eftir Kurt
Schwitters. Diskinum fylgir skemmtilegt hefti
með myndum af leifum Merz-byggingu dadaist-
ans á Hjertøya í Noregi. Hér gefst ekki tóm til
að gera nánar grein fyrir listaumsvifum Wolf-
gangs, en það er gott að hafa viðhorf hans í huga
þegar lagt er mat á „Einka Goethe-stofnunina í
Reykjavík“. Tilgangur stofnunarinnar, sem rek-
in er án opinberra- eða einkafjárveitinga, er að
stuðla að þýsk-íslenskum menningartengslum á
sem flestum sviðum og gildir þá einu hvort ís-
lensk menning er kynnt í Þýskalandi eða öfugt.
Í byrjun var staðið að bókasöfnun og barst
stofnuninni töluvert af bókum víðsvegar að. Svo
vildi til að stofnun Wolfgangs fékk síma- og
bréfsímanúmer gömlu stofnunarinnar sem var
búið að loka. Eftir að hið svokallaða Goethe-
Zentrum var opnað sameiginlega af íslenskum
aðilum og þýska ríkinu haustið 1998 bað um-
sjónarmaður miðstöðvarinnar, Frank Albers,
um að fá númerin til baka sem hann og fékk
ásamt þeim bókum sem borist höfðu til Wolf-
gangs og Ástu. Frank var ánægður með fram-
tak þeirra og sýndi áhuga á samstarfi. Því
stungu þau upp á sameiginlegri sýningu þýskra
og íslenskra listamanna í Reykjavík á 250 ára
ártíð Johanns Wolfgangs von Goethe árið 1999
undir heitinu „Íslandsferð Goethes“ sem vinna
mætti að í sameiningu. Hugmyndin var að
ímynda sér hvernig Íslandsferð Goethes hefði
getað orðið og bæta úr því að skáldið sótti Ísland
aldrei heim. En Ítalíuferð hans, sem hann skrif-
aði mikið verk um, er þekkt meðal allra Goethe-
unnenda. Eftir að listamennirnir höfðu komið
hugmyndum sínum til Wolfgangs fór hann sam-
eiginlega yfir þær með Frank Albers sem var
heillaður og allur af vilja gerður að koma þessu á
framfæri. Til þessa samstarfs kom þó ekki. Eng-
in svör bárust við tölvupósti og bréfum Wolf-
gangs til Goethe-Zentrum og það var ekki fyrr
en síðasta sumar að sýningin „Íslandsferð
Goethes“ var opnuð í Reykjavík án opinberra
fjárveitinga.
Uppselt á skemmtidagskrá
Í október 1999 stóð „Einka Goethe-stofnunin í
Reykjavík“ að íslenskri menningardagskrá í
Podewil í Berlín. Með fjárstuðningi þýsku
félagasamtakana „Vinir góðrar tónlistar“ var
Wolfgang kleift að bjóða íslenskum listamönn-
um til höfuðborgarinnar. Uppselt var á
skemmtidagskrána, sem sendiherra Íslands í
Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, opnaði, og
mjög góður rómur gerður að henni. Eftir þessa
vel heppnuðu samkomu hafði Frank Albers
samband við Wolfgang og varaði hann við í nafni
höfuðstöðva Goethe-stofnunarinnar í München
að notast við nafnið „Einka Goethe-stofnunin í
Reykjavík“. Wolfgang yrði að gæta sín á því að
nafnið væri verndað með lögum þrátt fyrir að
engin opinber Goethe-stofnun væri starfrækt í
Reykjavík og því ætti hann á hættu að verða
sóttur til saka. Það gæti orðið honum dýrt ef
hann léti ekki af því að nota þetta nafn. Wolf-
gang var brugðið sérstaklega með hliðsjón af
þeim jákvæðu viðbrögðum sem Goethe-stofnun-
in hafði sýnt framtaki hans opinberlega rúmu
ári áður. Hann benti Frank Albers þó á að hann
hefði notast við heitið innan gæsalappa og virtist
málið þar með vera leyst.
Í september á síðasta ári sótti Wolfgang Müll-
er um stöðu Frank Albers í Reykjavík sem hafði
verið auglýst. Í umsókninni tjáði hann þáver-
andi yfirmanni Goethe-stofnunarinnar, Joachim
Sartorius, að engin svör hefðu borist við ítrek-
uðum tilraunum við að koma á samstarfi við
Goethe-Zentrum vegna „Íslandsferðar Goet-
hes“. Sartorius svaraði því til að Frank Albers
hefði látið hann fá afrit af bréfi sem dagsett væri
15. apríl 1999 og í því stæði að Goethe-Zentrum
gæti því miður ekki fjármagnað sýninguna. Að
sögn Wolfgangs barst honum aldrei þetta bréf
og í grein sem hann ritaði í Die tagezeitung í
febrúar á þessu ári leiðir hann rök af því að
Frank Albers hafi skrifað bréfið eftir á vegna
þess þrýstings sem kom frá höfuðstöðvunum í
München. Hann lýsir jafnframt samskiptum
sínum við Goethe-stofnunina og fer nokkuð
gagnrýnum orðum um hana.
Starfrækt í rakarastofu
Undanfarna mánuði hefur Wolfgang undirbú-
ið og auglýst opnun „Einka Goethe-stofnunar-
innar í Reykjavík“ í Berlín. Stofnunin verður
starfrækt í stórri rakarastofu, sem ber nafnið
Beige og er í Auguststraße í hjarta borgarinnar.
Þann ellefta maí verður hún opnuð af Ingimundi
Sigfússyni sendiherra með myndlistarsýningu
og tónleikum. Meðal listaverka sem sýnd verða
er forláta Goethe-hárkolla gerð af Wolfgang úr
sauðaull frá Selfossi. Hárkollan, sem var til sýn-
is í virtu galleríi í Hamborg, var seld dönskum
listaverkasafnara sem reiðubúinn er að lána
hana til Berlínar. Á tveggja vikna fresti mun
stofnunin bjóða upp á menningardagskrá
tengda Íslandi og Þýskalandi. Íslendingar geta
með framvísun vegabréfs fengið 10% afslátt á
þjónustu stofunnar ásamt öllu starfsfólki opin-
beru Goethe-stofnunarinnar.
Það er ekki ljóst hvort gagnrýnin skrif Wolf-
gangs um Goethe-stofnunina eða aðrar ástæður
hafa valdið því að forsvarsmenn hennar hafa nú
hótað málssókn gegn listamanninum skrifi hann
ekki undir samkomulag sem meðal annars mein-
ar honum að nota nafn og merki stofnunarinnar í
listrænum tilgangi í breyttu eða óbreyttu formi
sem og að birta opinberlega gagnrýni á hendur
henni. Wolfgang ætlar ekki að skrifa undir en
hefur þegar lagt heiti stofnunar sinnar niður og
leitað eftir sáttum. Stofnun Wolfgangs hefur nú
hlotið nafnið „Walther von Goethe Foundation
Reykjavík“, til að minna á barnabarn Goethes og
síðasta afkomenda fjölskyldu hans. Eitt af verk-
efnum hennar á næstunni verður að gefa út nátt-
úrufræðirit Goethes, Die Methamorphosen der
Pflanzen, í íslenskri þýðingu.
Þess má í lokin geta að þýskir fjölmiðlar hafa
fregnað af málinu. Í grein í Der Spiegel 9. apríl
sl. er farið hæðnislegum orðum um stofnunina.
Þar segir meðal annars að Goethe-stofnunin
starfi ekki í anda þess manns sem hún sé skírð
eftir að með því að ásækja listamanninn og Ís-
landsvininn Müller með þýsku húmorsleysi.
Wolfgang Müller á Möðruvöllum. Goethe-hárkolla gerð af Wolfgang úr sauðaull frá Selfossi.
Þýskt húm-
orsleysi
Áhugi fjöllistamannsins og rithöfundarins Wolfgangs
Müllers á Íslandi virðist vera ótæmandi miðað við skrif
hans um íslenska menningu og náttúru og listauppá-
komur hans, segir Jón Bjarni Atlason í Þýskalandi. Til-
efnið er deila Müllers við Goethe-stofnunina.