Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 75

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 75
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 75 Laugavegi 23, sími 511 4533. Kynnum þetta frábæra nýja krem í dag, föstudag og laugardag. Íslenskir bæklingar, prufur og glæsilegar sölugjafir. ALDURSVARNARKERFI Nýtt krem - tvöföld virkni. Gegn öldrun - gegn nútíma lífsstíl (streitu, þreytu, mengun....). Fallegri, fínni og sjáanlega bjartari og unglegri húð. URBAN ACTIVE FUNDUR vegna stofnunar félags fólks sem vinnur að almanna- tengslum var haldinn fimmtudaginn 3. maí sl í Norræna húsinu. Tilgang- ur félagsins verður að viðhalda fag- legum vinnureglum og vinnubrögð- um í greininni og verða vettvangur skoðanaskipta og fræðslu. Ólafur Stephensen, sem var frum- kvöðull að stofnun Samtaka ís- lenskra auglýsingastofa og ÍMARKS, var fundarstjóri. Í upphafi fundar kynntu Áslaug Pálsdóttir og Heiða Lára Aðalsteins- dóttir markmið hins nýja félags, sem yrði að efla almannatengsl sem starfsgrein á Íslandi. Þá voru vinnu- reglur tveggja almannatengslasam- taka kynntar, Public Relations Soc- iety of America (PRSA) sem eru fjölmennustu almannatengslasam- tök í heimi og IPR sem eru fjölmenn- ustu almannatengslasamtök í Evr- ópu. Undirbúningsstjórn var kosin í lok fundarins. Í henni sitja Áslaug Páls- dóttir, Guðjón Arngrímsson, Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, Hrannar Pét- ursson, Ólafur Hauksson, Sara Lind Þorsteinsdóttir og Stefán Sigurðs- son. Undirbúningsstjórnin mun í sum- ar vinna að drögum að siðareglum félagsins og skipa í vinnuhópa sem munu koma með hugmyndir að fræðslustarfi. Formlegur stofnfund- ur félagsins er fyrirhugaður í byrjun september. Unnið að stofn- un félags um almannatengsl AÐALFUNDUR Landverndar verð- ur haldinn á Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum laugardaginn 12. maí nk. Fundurinn verður settur kl. 10.30 og að afloknum hefðbundnum aðalfund- arstörfum verður umfjöllun um til- tekin mikilvæg umhverfismál. Þrjú mál verða tekin til sérstakrar umfjöllunar. Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins, mun fjalla um Vatnajökulsþjóðgarð og gildi svæðisins norðan Vatnajökuls fyrir þjóðgarð. Helgi Hallgrímsson nátt- úrufræðingur flytur erindi um áhrif fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar á náttúrufar. Hrannar B. Arnarsson, formaður umhverfis- og heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur, fjallar um um- hverfismál höfuðborgarinnar. Á fundinum verða einnig kynntar niðurstöður umræðu um erfðabreytt- ar lífverur, matvælaframleiðslu og matvælaöryggi, en þessi mál hafa verið til umfjöllunar innan samtak- anna að undanförnu. Stefnt er að því að ljúka hefð- bundnum aðalfundarstörfum fyrir há- degi og að málefnaumfjöllun hefjist kl. 13.00. Fundurinn er öllum opinn, en atkvæðisréttur er bundinn við félaga Landverndar og fulltrúa sam- taka sem eiga aðild að Landvernd. Á fundinum á að kjósa nýjan formann fyrir Landvernd, en Jón Helgason hefur gegnt því hlutverki undanfarin fjögur ár. Virkjanir, þjóð- garðar og um- hverfismál höf- uðborgarinnar AÐALFUNDUR Sambands norð- lenskra kvenna, haldinn í Skúla- garði, Kelduhverfi 27.-29. apríl 2001, vill hvetja fólk til að kaupa frekar ís- lenskar vörur en innfluttar, segir í ályktun frá félaginu. „Áróðurinn „Veljum íslenskt“ hef- ur legið í láginni upp á síðkastið en rík ástæða er til að efla hann aftur. Inn í landið flæða alls kyns vörur, svo sem matvörur, misjafnlega heilsusamlegar. Íslenskt er best. Reynum að vinna að því að efla ís- lenskt,“ segir í ályktuninni. Þá varar aðalfundur SNK við því tillitsleysi sem virðist fara vaxandi í íslenskum fjölmiðlum, segir einnig í ályktuninni. „Sérstaklega skal bent á hversu illa þetta kemur við fólk, sem á um sárt að binda vegna slys- fara. Fjölmiðlar birta í sumum til- fellum myndir og fréttir áður en náðst hefur í aðstandendur,“ segir í ályktun Sambands norðlenskra kvenna. Hvetja til kaupa á ís- lenskum vörum STOFNUÐ verða samtök gegn kynþáttafordómum laugardaginn 12. maí kl. 15:00. Stofnfundurinn fer fram á Geysi kakóbar að Að- alstræti 2. Hvatinn að stofnun samtakanna er aukin fyrirferð kynþáttafor- dóma meðal landsmanna og ekki síst yngri kynslóða. Við, aðstand- endur samtakanna, teljum kyn- þáttafordóma skaðlega samfélag- inu og að þeir hefti þroska einstaklinga. Það er því vilji okkar að skapa umræðugrundvöll um málefni kynþáttafordóma og upp- ræta þannig fordómana með já- kvæða umræðu að vopni,“ segir í fréttatilkynningu. Samtök gegn kynþátta- fordómum stofnuð♦ ♦ ♦ DILBERT mbl.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.