Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 33

Réttur - 01.12.1916, Side 33
- 147 - allan arðinn. Er þetta því óheppilegra, sem kornvara hækkar meir í verði, að geta eigi bjargast fremur en gert er við innlenda framleiðslu. Fyrir sjávarmenn mundu tíðar skipagöngur með strönd- inni hafa mikla þýðingu, að því er snertir innlenda og er- lenda fiskmarkaðinn. Tímunum saman skortir sveitabændur fiskmeti, ef lítið veiðist við næsta fjörð, þó að uppgripa- afli sé í öðrum fjórðungum. Viðskifti gætu tekist til hagn- aðar fyrir bæði bændur og sjómenn, ef kostur væri á viss- um sjóflutningi með ströndinni. Ennfremur eru fátækir fiski- menn i smáþorpunum algerlega háðir fiskikaupmönnunum með verð á vöru sinni, því að ekki er í annað hús að venda. En ef strandferðir væru góðar, mundi markaðsverð- ið verða hið sama um alt land, því að enginn sjómaður vildi þá hlíta einokunarkjörum í átthögunum, þegar betra væri í boði annarstaðar á landinu. Með þessu móti ættu sjávarmenn jafnan kost á landafurðum og sveitamenn á fiski, við því verði sem landssamkepnin skapar. En nú verða báðir aðiiar oft að hiíta einokunarverði, af því að markað- urinn er óeðlilega þröngur. F*etta eru framtíðarvonir, að vísu líklegar til að rætast, en þó ekki orðnar að veruleika. Öðru máli er að gegna um verslunina. Um leið og höfnin í Reykjavík er fullgerð, verð- ur þar forðabúr alls landsins með margar vörutegundir, enda fjölgar nú heildsölunum í Reykjavík unnvörpum. Rá verða vörur á smáhafnirnar fluttar með strandferðaskipum úr vörubyrgjum höfuðstaðarins. Ef ferðirnar eru strjálar og óhentugar, verða kaupfélög og kaupmenn að birgja sig til langs tíma og nota tiltölulega mikið veltufé. Vöruskifta- og skuldaverslun fylgir þessu verslunarlagi, en skjótar sam- gðngur greiða fyrir skuldlausum viðskiftum. Ef landið hefði þrjú strandferðaskip með því fyrirkomulagi, sfim hér er bent á, fengi smáhöfn, eins og t. d. Vopnafjörður, beint sam- band við Reykjavík og flesta aðra kaupstaði á landinu fimm sinnum á hverjum mánuði. Bersýnilega þyrfti langtum minna fjármagn til að reka verslun í slíku kauptúni með þeim 9*

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.