Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 35

Réttur - 01.12.1916, Side 35
149 kosti er allmikil hreyfing í ungmennafélögunum um að koma á frjálsum samtökum meðal unglinganna um að taka að sér póstflutninginn innan sveitar. Ef það væri víða tíðk- að, mundi sú umbót gera þetta samgöngukerfi mjög við- unanlegt. Þá næðu æðaslög samgangnanna til hvers einasta heimilis í landinu. Menn munu skiftast í flokka um þetta mál eftir því, hvort þeir eru framsæknir eða kyrstæðir. Peir sem annaðhvort vilja enga breytingu eða fráleita breytingu, eins og t. d. ótíma- bærar járnbrautarlagningar, munu verða á móti því. En meðal þeirra, sem vilja sníða þjóðinni stakk eftir vexti, og sækja fram á Ieið, þótt eigi sé stikað á fjallatindum, mun þessi hugmynd vinna sér fylgismenn, þótt ýms atriði breyt- ist, þógar til framkvæmda kemur. F*að sem er líklegt að standist dóm reynslu og athugunar er: að sjórinn eigi fyrst um sinn að verða meginþjóðvegur íslendinga, að þunga- vöruflutningur eigi að vera að mestu aðgreindur frá póst- og mannflutningum, að strandferðunum verði haldið áfram alt árið, að miklar kröfur verði gerðar til þess að ferðafólki líði vel í farþegaskipunum, pð póstur verði fluttur sjóleiðis kringum landið og upp um sveitir frá aðalhöfnum, og að biftæki verði mjög notuð til að greiða fyrir póst- og mann- flutningi, bæði á sjó og landi. Hagnaðurinn verður stór- mikill. Oömlu atvinnuvegirnir eflast og nýjar atvinnugreinar skapast. Dreifðu bygðirnar og sundruðu mennirnir þokast saman, því að góðar samgöngur brúa torfærur og minka fjarlægðir — í reyndinni. Jónas Jónsson frd Hriflu.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.