Réttur


Réttur - 01.12.1916, Page 36

Réttur - 01.12.1916, Page 36
Fólksfjölgun í sveitunum. Eitt grundvallarskilyrðið fyrir því, að geta skygnzt inn í framtíð lands og lyðs, er að þekkja þá strauma, sem mest gætir og hefir gætt í þjóðlífinu; — hvar þeir eiga upptök sín, og á hvern hátt þeim má skapa heppilegasta farvegi. Áhrifaríkastur allra slíkra strauma, þegar á alt er litið, hefir að mínu áliti verið fólksflutningarnir úr landbúnaðar- héruðunum, til kauptúna og sjávarþorpa —. Frá því hann hófst, á öldinni sem leið, hefir orðið svo gagngerð breyt- ing á hlutföllunum í atvinnu þjóðarinnar, að undrum sætir, og þó að þar hafi margt stuðlað að, munu þeir þræðirn- ir flestir, sem rekja má til þessara »þjóðflutninga«. — F*að skal ekki gert að umræðuefni hér, hvort áhrif þessa straums hafa verið þjóðlffinu holl óg heppileg eða ekki. F*að mál- efni hefir oft komið fram, bæði í ræðu og riti, og eins hitt, hvar straumur þessi á upptök sín, svo það ætti að vera mönnum all-ljóst. F’ó virðist mér flestum hafa sést þar yfir eina mikilvæga orsök, sem einkum hefir átt sér stað hjá þeim, sem lífskjörin hafa rekið — með, eða án, vilja þeirra — úr sveitum ofan, til fiskiþorpa og sjávarsíðu. En orsök þessi er, að í landbúnaðarhéruðunum hefir víða hvar ekki verið völ á jarðnæði, eða jarðarafnotum, sem gæti framfleytt sjálfstæðri fjölskyldu, en við sjávarútveg verða allir »jafnir fyrir lögunum«, sem geta komið fyrir sig veiðarfærum, og annars eiga þak yfir sig og sína. Með öðrurn orðum: Við sjávarsíðuna er margfalt greið- ari aðgangur að óháðri og sjálfstæðri atvinnu, heldur en að jafnaði er í landbúnaðarhéruðunum, og er það skiljan-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.