Réttur - 01.12.1916, Page 37
151
legt, þar sem mestöl! byggileg jörð er annaðhvort í sjálfs-
ábúð, eða leigð, og þá vanalega til lífstíðar, — en sjórinn
er jafnt eign allra, eins og loftið eða sólarljósið.
Pegar svo þar við bætist hægri aðstaða með daglauna-
vinnu, og ef til vill hærra kaup, þá er skiljanlegt að marg-
ur, sem »berst í bökkum« með að hafa ofan af fyrir sér
og fjölskyidu sinni, í þröngri húsmensku eða jafnvel hrakn-
ingi, láti strauminn bera sig frá landbúnaðinum, jafnvel þó
honum sé það ógeðfelt.
Nú mætti hér til svara: þeir, sem af þessum ástæðum
flytja búferlum úr sveitum til sjávarþorpa, geta ráðið sig í vist
hjá bændum, því alstaðar er kvartað um vinnueklu. Þetta
getur og verið mikið rétt, hvað einhleypt fólk snertir, — enda
eru því þá fleiri vegir færir —, en þeir, sem hafa bundið
sig ómegð, eru jafnaðarlegast verr settir með að vera öðr-
um háðir sem hjú, enda er þá jafnframt minni eftirspurn
eftir vinnu þeirra. Afleiðingin er sú, að þeir kjósa heldur
að »freista gæfunnar« í fangbrögðum við Ægi, eða þá að
gerast daglaunamenn í kauptúnum, og má þá undantekn-
ing heita, ef þeir éta ekki sultarbrauð úr hendi kaupmanna,
er stundir líða.
Nú eru mörg teikn til þess, að straumhvörf kunni að
verða í þessu efni hér á landi, eða í öllu falli hægjast um
aðdráttarafl kaupstaðanna. En þá þarf að sjá leið til þess
að fólki geti fjölgaö í landbúnaðarhéruðunum, bæði af þeirri
eðlilegu fjölgun, sem verður, ef útstreymi þaðan minkar,
og svo hinu, ef fólk kynni að leita eftir því að flytja þang-
að inn.
Nú er fyrst ástæða til að spyrja: Getur fleira fólk lifað í
sveitunum, en nú er?
Því má vissulega svara játandi, að því tilskildu, að fólk-
inu sé haganlega skift niður, og fyrir komið. Má þá vera,
að því verði haldið fram, að fleiri geti ráðið sig í vistir, og
er það ein leiðin. En fleiri verður að finna, því jafnframt
því sem sjálfstæðis- og sjálfræðiskröfur alþýðufólks fara
vaxandi, fjölgar þeim, sem vilja starfa öðrum óháðir, ekki
sízt, ef þeir þá hafa fyrir öðrum að sjá. Tjáir þá lítið að