Réttur - 01.12.1916, Side 38
- 152
sýna fram á, að mörg hjú hafa komizt í talsverð efni og
lifað farsælu lífi, ef þau hafa stöðvazt í vist á góðu heimili.
En þó svo yrði nú, sem vel færi, að fólki í föstum vist-
um færi fjölgandi, þá gæti það aldrei orðið til stórra muna,
sem fólksfjölgun. Nei, eigi fólki að fjölga til drátta í sveit-
unum, þá þurfa býlin að fjölga — sjálfstæðu fjölskyldu-
mönnunum að fjölga.
Til þess eru margar leiðir, og má t. d. nefna:
1. að byggja upp gömul eyðibýli.
2. — auka fleirbýli á jörðum.
3. — skifta jörðum í 2 jarðir, eða fleiri.
4. — stofna nýbýli.
5. — stofna grasbýli.
Um fyrstu Ieiðina er það að segja, að þar veltur á hver
orsök Iiggur til, að býlið lagðist í eyði. Hafi það verið
vegna afstöðu í bygðarlagi, eða breyttra búnaðarhátta, mun
ekki fýsilegt að færa bygð þangað á ný. En liggi aðrar
orsakir til, að bygð hélzt þar ekki við (t. d. mannfækkun í
því héraði) en þó lífvænleg skilyrði fyrir hendi, þá mun
þar vera einna greiðastur vegur til að fá ábúðarrétt, með
öðrum orðum, rétt til að stofna nýtt býli, þó á gömlum
rústum sé. Koma þar og flest sömu skilyrði til greina fyrir
frumbýlingum, sem um algert nýbýli væri að ræða.
Næsta leiðin — fleirbýlin — er allvíða að færast í vöxt í
sumum héruðum landsins. En vandi er að ráða til eða frá
um þá leið, því þar er öllu fremst komið undir samkomu-
lagi manna og samlyndi, ekki sízt, ef skiftingin er með
þeim hætti, að húsakynni eru meira eða minna sameigin-
,eS» °g jarðarafnot einnig óskift að sumu leyti. — Auðsætt
er það, að oft eru jarðir meira setnar og framfleyta fleira
fólki, ef þær eru teknar til fleirbýlis, en svo vill það og
oft brenna við, að fyrir því verða jarðir, sem bera illa aukna
áhöfn, nema til ágangs verði á aðrar jarðir, eða þá með
skiftingunni sé þær jarðabætur gerðar á jörðinni, er sam-
svari hinni auknu áhöfn. — En þess er ekki að dyljast, að
oft virðist togsperra á, að þörf mannvirki fyrir jarðar-
heildina komizt í framkvæmd, þar sem það veltur á margra