Réttur


Réttur - 01.12.1916, Page 59

Réttur - 01.12.1916, Page 59
173 - ið væri, og oft hjálpað til sjálf að rífa niður í fávizku sinni, — eða til að þóknast húsbændum sínum. — En er þetta ekki alt þýðingarlaust fleipur og mest í munninum, eins og fundir okkar hér flestir, svo að stjórn- ir og höfðingjar fari sínu fram eftir sem áður? Nei, þá tækju ekki merkir alvörumenn við þeim með feginleik og fögnuði, eins og bjargráðamönnum, þegar slík hörmungarnótt var að færast yfir, sem í vændum virtist. Peir vita það vel sjálfir jafnaðarmennirnir — daglauna- menn, iðnaðarmenn og sjómenn — að þeir eiga tvö sverð og bíta hvorttveggju vel. Þeir eru svo mentaðir og svo vel að sér, að fjöldi hefir bundist föstum samtökum í löndun- um um að standa saman eins og bræður til verndar hag sínum, hvaðan sem háska er von. Og þeir hafa jafnvel tengt bönd milli ríkjanna, til þess að koma í veg fyrir blóð- ugar styrjaldir, ^em sprotnar eru af metnaðarhug stjórn- málamanna og herstjóra, og taumlausri fjármuna- og valda- græðgi hinna ráðandi stétta. Þær troða almúgann undirfót- um, og banna þeim rúm við borð náttúrunnar — jörðina. Félagsskapur og samvinna. eru því fyrstu aðalvopn al- múgamanna gegn þessum aðförum og órétti. Ríkisstjórnir og ráðandi stéttir þjóðanna vita þetta og óttast aðfarir al- þýðu síns eigin lands, engu síður en vopn og liðsveitir ó- vina sinna. Nú virðist mest hætta á, að þjóðirnar hleypi til skipbrots upp á líf og dauða, áður en jafnaðarmenn ná fullum yfirtökum — að valdsmenn og hernaðarvargar vilji svala þor6tanum og taka úr sér glímuskjálftann, áður en hinir geta flett þá vopnum. Jafnaðarmenn eiga ennfremur annað vopn, sem þeir hafa beitt lengi og kunna vel með að fara, en það er kosning- arréttur þeirra. Hann er dýrasta eignin, það vita þeir vel, enda meta þeir hann beztan í eigu sinni, næstan lífinu. Og þess eru ekki fá dæmi, að menn hafa svift sjálfan sig lífinu, þegar þeir gátu ekki unnið fjelögum sínum gagn með kosningarréttinum, en nutu styrks frá þeim. Um það get eg sjálfur borið vitni, og gæti nefnt dæmi, sem gerðist nálægt mér. Með þessu vopni hafa þeir unnið margan

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.