Réttur


Réttur - 01.12.1916, Page 69

Réttur - 01.12.1916, Page 69
183 - flokkur á þingi, og að þeir hafa stofnsett eitt stærsta bak- arahús bæjarins og spornað við hækkun brauðverðs, svo að þeir hafa sparað borgarbúum — fátækum og ríkum — óefað nokkur hundruð þúsunda krónur á ári, og auk þess fyrir ölgerð, kjötverzlun og fl. o. fl. Stærsta blaðið þeirra (Social-Demokraten) gefur þeim yfir 100,000 kr. ágóða á ári, og hefir yfir 60 þúsund kaupendur, og kostar þó 13 kr. árgangurinn. En fjöldi kaupendanna er alls ekki ríkari en við erum flestir. — Eg hefi nú í 25 ár keypt og lesið útlend blöð og rit jafnaðarmanna, og varið til þess alt að 20 krónum árlega. Pað er tæplega mögulegt að lesa árum saman þau rit án þess að sárna svo niðurlægingin, að maður hlýtur að verða félagslyndur, og reyna það sem unt er til þess að færa menn saman. Frá minni hendi get eg nú ekki bent á nema ofurlítið af góðum vilja. Og það vita margir góðir menn í þessu félagi, að eg hefi boðið fram þá litlu fræðslu, sem eg gat veitt, ef menn hefðu séð sér gagn að því að þiggja það. Af því það er sannfæring mín að fræðslan og þekkingin konii ykkur upp á samtaka- og sigurbrautina. Pessi sann- færing mín er orsök í því að eg stend hér í kveld. — Sann- færingin um það, að sannleikurinn muni gera ykk- ur frjálsa. Þeim eina konungi vil eg vinna það, sem eg vinn.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.