Réttur


Réttur - 01.12.1916, Side 94

Réttur - 01.12.1916, Side 94
- 208 - eftir betta að lenda í klóm Beduinahöfðingjans, samkvæmt lagaréttinum. Hinn grimmi ræningjaforingi fékk fyrir aðstoð laganna meira menningarsnið á sig — hann varð einkaleyfishafi. Xenry Seorge. III. Launahækkun og húsaleiguhækkun. Frá Austurríki er skrifað: Fyrir nokkrum mánuðum síðan var alþjóð hér ógnað með járnbrautarverkfalli. Járnbrautastarfsmennirnir heimtuðu hærri Iaun. Og þeir héldu fundi um launahækkunarmálið hér og þar um alt ríkið á hverjum'degi og hverri nóttu að heita mátti. Blöðin skýrðu frá æsingunum hjá járnbrautastarfsmönn- unum, sem hótuðu verkfalli til þess að kröfur sínar yrðu frekar teknar til greina af stjórninni, sem var mjög hikandi í þessu máli. Fulltrúar járnbrautastarfsmanna af öllum stjórnmálaflokk- um ræddu sífelt um málið við ráðaneytið og þingið, sem helzt vildi hækka launin um 38 miljónir kr., en stjórnin viidi ekki hækka þau nema um 20 mil. kr. Og það vant- aði lítið á, að það yrðu ráðaneytisskifti vegna ósamþykkis- ins milli þingsins og ráðaneytisins. Að lokum var þó samþykt 20 mil. kr. hækkun — og hver urðu áhrifin? Síðar skýrði lestarstjóri einn mér frá því, að hann og þeir, sem höfðu jöfn laun og hann, hefðu fengið í sinn hlut 18 aura á dag — en jafnhliða hefðu húsaeigendur í bæjum þeim, sem járnbrautastarfsmennirnir neyddust til að búa í, hækkað húsaleiguna um 5 kr. á mánuði fyrir hann og jafningja hans. En launahækkunin var kr. 5.40 á mániiði.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.