Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 3

Réttur - 01.02.1925, Side 3
Rjeltur 5 þjóðanna eftir varanlegum friði verður æ dýpri og hreinni, og stjórnarvöldin finna, að henni verður að fullnægja; alþjóðafriðurinn er dýpsta og heitasta þráin, sem gagn- tekur þjóðirnar eftir hin ógurlegu bróðurmorð og hörm- ungar styrjaldarinnar. Því ber nú vel að rannsaka, hvort Locarno-samningurinn myndar traustan grundvöll að slík- um friði. Samningsaðiljar lrafa einkum haft það fyrir augum, að hindra að slíkt stríð, sem hið síðasta, geti endurtekið sig. Peir hafa gengið út frá því, að deilan um Elsass-Loth- ringen væri ein aðalástæðan til þess, og fengið Pjóðverja nú til að lofa því hátíðlega, að fara aldrei með stríð á hendur Frökkum til að vinna það land aftur. Fulltrúar Pjóðverja hafa gengist undir það heit. Þá er þess að gæta, hvort trygging sje fyrir því, að samningur þessi verði haldinn af Þjóðverja hálfu. Hann var samþyktur í ríkisþinginu með tæpum 2/3 hluta at- kvæða. Fulltrúar þriðja hluta þjóðarinnar voru honum andstæðir. Það voru Kommúnistar og Þjóðernissinnar. Þessir flokkar telja sig því engan veginn siðferðilega bundna við samninginn, og skyldu þeir ná völdunum, yrði hann í þeirra augum aðeins pappírsmiði, er tæta bæri sundur. Versalafriðurinn byrjaði með því, að hneppa Þýskaland í óbærilega fjötra, Lundúnasamningurinn setti það undir eftirlit bandamannastjórnanna og einkum auðmagns Banda- ríkjanna. Hefir nú Locarno-samningurinn að einhverju Ieyti bætt hag Þýskalands, losað um fjötrana, látið Þjóð- verja ná rjetti sínum? Svo virðist því eigi varið. Til- slakanir á Versalafriðnum eða Lundúnasamningum koma alls ekki til greina; Locarno-samningurinn ljettir engri gjaldabyrði af Þjóðverjum. Það eina, sem með honum vinst, er, að miðflokkarnir í landinu skuldbinda sig til að viðurkenna eilíflega rjett Frakka til Elsass-Lothringen, þó að íbúar þess Iandshluta hafi aldrei fengið að greiða at- kvæðj um það sjálfir samkvæmt sjálfsákvörðunarrjettinum.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.