Réttur - 01.02.1925, Page 27
29
ftjettur
fcftir, en fólkið á gislihusi okkar rjeði okkur fastlaga frá því,
að fara með þeirri lest, og gaf jafnvel í skyn, að ekki væri
ugglaust um, að sú lest kynni að verða sprengd upp með
dynamít. Við frestuðum því ferðinni þangað til 14. nóv.
Kvöldið eða nóttina áður en við fórum, komust á samning-
ar á milli sljórnarinnar og verkfallsmanna — enda voru þá
ílestir Fasdstar horfnir í burtu frá Rómaborg. Morguninn
14. nóv. fóru sporvagnar að ganga um borgina. Vopnaðir
hermenn stóðu þó framan og aftan á hverjum vagni. Eim-
lestin, er við fóium með, var troðfull af fólki og var erfitt
að ná í sæti. Ferðin gekk seint og tafsamt (30 til 40 við-
komustaðir), en um kvöldið komumst við þó heilu og höldnu
til Neapel og Vesúvíus og horfðunr þaðan í yndisfögru veðri
yfir nokkur fegurstu hjeruð Ítalíu.
Árni Þorvaldsson.