Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 51

Réttur - 01.02.1925, Side 51
Rjeitur 53 væru þannig, að verkamenn í Vestur Evrópu myndu vera ánægðir, ef þeir hefðu slík. Álit sendinefndarinnar braut nú niður mikið af hleypidómum þeim, sem breiddir höfðu verið um Rússland, og það kom nú upp steik hreyfing meðal enska verkalýðsins til að fá Rússa með í alþjóðasambandið. Var nú mynduð sameiningarnefnd sameiginleg fyrir rússneska og enska verkalýðinn, og á þingi enska verklýðssambandsins í Scarborough í haust, mætti formaður rússneska verklýðs- sambandsins, Tomski, og var fagnað afskaplega. Sýndi það sig þá, að næstum allir ensku verklýðsfulltrúarnir voru sam- huga um, að vinna af alefli að sameiningu verkalýðsins. Qengu þeir best fram í þessu Purcell, formaður alþjóðasambandsins í Amsterdam, Hicks, Pugh, forseti enska sambandsins o. fl. Út um álfu átti sameiningarhugsjónin og ágæta stuðnings- menn, svo sem Edo Fimmen, ritara alþjóðasambands flutn- ingaverkamanna. Aðalkraía sameiningarmanna var nú, að Ams- terdam-sambandið gengi inn á það að stofna til fundar með Rússum. Var nú haldinn fundur í ráði sambandsins 4. og 5. desember 1925 og tillaga þess efnis borin fram. En aftur- haldssömu stjórnarmeðlimunum tókst að sigra og fengu sam- þykta tillögu um, að slaka í engu til eða semja, til að fá Rússana inn. Var hún samþykt með 14. atkv. gegn 7. — En rússnesk-enska sameiningarnefndin ákvað á fundi í Berlín 8. des., að halda engu að síður fast við sína stefnu og berjast áfram fyrir sameiningunni. Meðal verkalýðsins í álfunni fjölgar áhangendunum sameiningarinnar sífelt, þó leiðtogarnir sjeu ýmsir svo afturhaldssamir, að verða þröskuldur í götu fyrir aljjjóðlegri samvinnu verkalýðsins. Fyrir þeim vakir líka annað. í Ameríku eru tvö voldug verklýðssambönd, American Federation of Labour, sem er afturhaldssamt fram úr hófi og gekk út úr Amsterdam-sam- bandinu sökum þess, að því þótti það of byltingarsinnað(l) og I. W. W. (iðnaðarverkamenn heimsins), sem er róttækt mjög og byltingarsinnað. Nú hafa hinir afturhaldssömu leiðtogar Amsterdam-sambandsins augastað á, að fá ameríska sambandið jnn í sitt alþjóðasamband og vilja því engin mök hafa vjð

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.