Réttur - 01.02.1925, Blaðsíða 41
Rjettur
43
Verkefni ráðanna skal einkum vera:
1. Að styðja að því, með ráðum og dáð, að framleiðslan
verði sem mest og ódýrust.
2. Benda á nýjar hagstæðar vinnuaðferðir.
3. Að auka samvinnu meðal verkamanna og atvinnu-
rekenda.
4. Að líta eftir því, að vinnusamningar sjeu haldnir og
kaup greitt, sem um hefir verið samið.
5. Að auka og bæta fjelagslíf og samvinnu verkamannanna
innbyrðis.
6. Að koma til rjettra hlutaðeigenda umkvörtunum verka-
manna, og styðja að því, að rjettlátar kröfur þeirra verði
til greina teknar hjá aivinnurekendum.
7. Að auka og efla öryggis- og heilbrigðisráðstafanir.
8. Að ráðstafa eftirlauna- og styrktarsjóðum, styðja að um-
bótum í húsakynnum verkamanna, og yfirleitt vinna að
bættuin aðbúnaði verkamanna í atvinnugreiniuni.
Rekstursráðin eiga að gefa skýrslu um störf sín með vissu
míllibili. En til þess að geta leyst verk sín af hendi, hafa
ráðin rjett á að heimta uppiýsingar um margt það, er atvinnu-
rekstrinum viðkemur, meðal annars krefjast vitneskju um
launakjör allra verkamannanna og hafa eftirlit með útborg-
unum. í atvinnugreinum, sem halda verslunarbækur og hafa
300 verkamenn, geta ráðin krafist, að fá að sjá reikningsyfirlit
yfir eignir og ágóóa rekstursins.
Verkamenn geta mótmælt brottrekstri einstakra manna með
því að kæra til ráðanna, og skulu slíkar uppsagnir ógildar,
ef þær stöfuðu af:
1. stjórnmála- eða trúarskoðunum hins brottvikna,
2. ef uppsögn er gerð án þess ástæður fylgi,
3. ef uppsögn á rót sína að rekja til þess, að verkamað-
urinn hefir að staðaldri veigrað sjer við að gegna þeirri
vinnu, er hann ekki var ráðinn til, eða
4. ef uppsögnin stafar af ástæðulausri hörku atvinnurek-
enda.
Rýsku rekstrarráðin eru því að mestu aðeins ráðgefandi,