Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 5

Réttur - 01.02.1925, Page 5
Rjettur 7 nesku Kommúnistastjórnarinnar á Indland muni geta orðið breska heimsveldinu hættuleg. Þeir hafa þegar sjeð í Kína, hver þröskuldur Kommúnisminn verður stórveld- unum í götu, er hann nær trausti alþýðunnar í þessum þjettbýlu löndum. Þeir vita, hvernig Persastjórn hallast að Rússum og heldur fyrir Bretum hinum auðugu olíulind- uin landsins. Pess vegna miðar öll pólitík Englendinga að því, að einangra Rússland og sigra það síðan, líkt og það forðum vann Napóleon, með því að fá á meginland- inu nógu marga og öfluga bandamenn gegn því. Eng- lendingar hafa nú ríkin vestan Rússlands, Rúmeníu, Pól- land, Lettland o. fl., næstum alveg í hendi sinni, og enski utanríkisráðgjafinn sameinar alla þræði, er þaðan liggja, hjá sjer. Að öllum líkindum hefði brotist út styrjöld gegn Rússum að undirlagi Englendinga í byrjun síðasta árs, ef rússnesku stjórnarleiðtogunum hefði ekki tekist að tryggja sig að austan með samningnum við Japan og tvístra þannig bandamönnum. En síðan hafa Eng- lendingar leynt og Ijóst undirbúið stríð gegn rússneska verkamannalýðveldinu. Enska auðvaldinu stafar stór hætta af, að láta rússneska ráðstjórnarlýðveldið festa djúpar rætur bæði heima fyrir og í hjörtum erlendra verkamanna. Pað reyndi þegar í byrjun að kæfa það í fæðingunni, en mistókst, og síðan hefir það orðið að láta það eiga sig. En ensku stjórnmálamennirnir eru þrautseigir og halda fast við takmark sitt. En það hefir altaf verið einn þrösk- uldur á þessari leið. Það er Þýskaland. í raun og veru hefir hættan á nýju stríði milli Þýska- lands og Frakklands aldrei verið eins mikil og á styrjöld milli Rússa og Bandamanna, nema því aðeins, að Þýska- land tæki höndum saman við Rússland. Hvernig átti Þýskaland að fara í stríð, eins fátækt og kúgað og það er, ómögulega útbúið að her og vopnum? Vanmáttur Þýskalands var nægileg trygging fyrir, að friður myndi haldast. Til þess þurfti engan Locarno-samning. Það gem þurfti að hindra, var samband milli Rússa og Þjóð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.