Réttur - 01.02.1925, Blaðsíða 47
Rjetiur 49
í-áðsfulltrúa verkamanna. Hefir það yfirleitt þótt bera góðan
árangur.
Á einu sviði hefir rekstursráðunum gengið treglega að
starfa samkvæmt stefnu sinni. Það er þar, sem ráðin hafa
viljað kynnast liókfærslu og fjárhagsástandi atvinnufyrirtækj-
anna. Hafa atvinnurekendur þar verið óþjálir og illir viður-
eignar, og litlar upplýsingar viljað í tje Iáta. Finst þeim víða
bókhald og fjárhagur fyrirtækjanna vera verkamönnum óvið-
komandi. En verkamenn halda því með rjettu fram, að slíkt
skifti þá miklu máli, þar sem það hafi mjög áhrif á getu
atvinnurekenda til að greiða viðunandi kaup. Og búast má
við á þessu sviði haldi verkamenn fast við kröfu sína, og
heimti sjer óskoraðan rjett til að kynnast bókhaldi og fjár-
hagssástandi fyrirtækjanna.
Ágóðaþóknun.
Fegar rætt er um rekstursráð, er oft í sömu andránni talað
um ágóðaþóknun. Menn tala oft um hlutdeild verkalýðsins í
stjórn og ágóða atvinnufyrirtækjanna.
Krafan um þjóðnýlingu og rekstursráð er runnin frá verka-
lýðnum. Aftur á móti á ágóðaþóknunin sína aðal formæl-
endur meðal þeirra manna, er á grundvelli einkaeigna at-
vinnufyrirtækjanna vilja koma á friði milli verkamanna og at-
vinnurekenda. Feir hinir sömu menn aðhyllast einnig fastan
gerðadóm í kaupgjaldsmálum.
Ágóðaþóknun má skilgreina þannig, að verkarnennirnir taki
sem hlut af kaupi sinu þátt i ágöða fyrirtœkjanna.
Hugmyndin um ágóðaþóknun er ekki ný. Um hundrað
ára skeið hefir hún komið fram á ýmsan hátt, án þess þó að
ná verulegri útbreiðslu.
Fjóðhagsfræðingar og aðrir þeir, er um verldýðsmál hafa
hugsað, hafa haft ýmislegt við ágóðaþóknunina að athuga.
Hið helsta, er þeir telja að mæli á móti því skipulagi, er:
1. F*að bindur engan varanlegan enda á launakjör verka-
lýðsins, því kreppur geta komið eftir sem áður, og
4