Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 63

Réttur - 01.02.1925, Page 63
Við arineld heimilisins. Kafli úr skólauppsagnarræðu. . . . . þá kem jeg að því atriðinu, sem í mínum augum er alvarlegast af öllu, og tvísýnast um umbætur á, en það eru heimilin sjálf, eða réttara s agt bæjarbragurinn, menningar- stigið, sem við erum að komast á hér í höfuðstað Norðurlands, eins og öðrum bæjum á þessu landi. þeir eru að verða ískyggilega margir, foreldramir, sem verða að játa það, að þeir annaðhvort ráði ekkert við bömin sín, eða hafi engan tima til að sinna þeirra andlegu kröfum. Og þó eru hinir líklega ekki færri, sem lítð eða ekkert þekkja sálarástand bamanna, vita lítið yfir hverju þau búa, eða hvað í þeim býr. þegar svo til slcólastarfanna kemur, verður það oft og einatt að ráðast, hvort barninu tekst sjálfu að skapa sjer nokkurn hugmyndaheim úr þeim efnivið, sem skólinn ’.eggur til, eða hvort þau berast áfram eins og rekald fyrir straumi — úr einni lexíunni i aðra, án þess að nokkur and- legur undirstraumur tengi saman þessa sundurlausu fróðleiks- mola, sem námsbækumar hafa að bjóða. J»að finst sjálfsagt mörgum, að það sje skólans verk að kenna barninu að vinsa úr þau verðmæti, sem námsefnið hefir að geyma. þetta gera skólarnir, að sjálfsögðu, en aldrei nema að nokkru leyti. það er alveg ómögulegt fyrir kennarann, hversu vel sem hann er starfi sinu vaxinn, að geta vitað um öll þau vandamál, sem kunna að rísa upp í hverri einustu barnssál við skólagönguna. það er svo margt, sem getur laðast fram hjá baminu, þegar mild móðurhönd strýkur um vangann, svo mörgu hægt að hvísla við oyrað, þegar ljúfur faðir lyftir baminu sínu á knje sjer. 5

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.