Réttur


Réttur - 01.02.1925, Side 58

Réttur - 01.02.1925, Side 58
60 Rjettur Svo fóru fram kosningar í apríl 1925. Stjórnin neytti allra bragða til að ná meirihluta. Stjórnarandstæðingum var bann- að að halda opin'bera fundi og vörður haldinn um foriugja þeirra í húsum þeirra, svo þeir færu ekki út. Engu að síður náðu þjóðernissinnar meirihluta og er þingið kom saman var Zaglul kosinn forseti þess. Ætlaði þá íhaldsstjórnin að segja af sjer, en konungurinn neitaði að taka við lausnarbeiðninni og Ijet rjúfa þingið, er það hafði staðið í 12 tíma. Tókst nú aftur samskonar ógnarstjórn og áður hafði ríkt. En þjóðernishreyíingin óx og dafnaði á meðan. Sameinuð- ust nú þeir flokkar þjóðernissinna, er áður höfðu klofnað, til að berjast hlið við hlið gegn afturhaldinu og Englendingum. Um leið óx og samúð Egipta með frelsishreyfingum þjóð- anna í kringum þá, þeir studdu baráttu Marokkobúa fjárhags- lega eftir mætti, fylgdust með í baráttu Araba gegn Englend- ingum í Gyðingalandi, Hedjaz og Irak og frelsisstríði Drúsa við Frakka. Finna þeir, að hjer er að vakna hreyfing meðal Múhameðstrúarmanna (Pan-Islamismus) til að velta oki Ev- rópu-stórveldanna. Egiptsku þjóðernissinnarnir eru því nú að búa sig undir að láta til skarar skríða. Zaglul Pasha kemur nú aftur fram á sjónarsviðið. Hafa þingmenn þjóðernissinna, jafnvel í óleyfi stjórnarinnar, komið á fundi til að heimta, að stjórn- arskráin gengi í gildi. Og jafnframt hafa augu þeirra opn- ast fyrir þvi, að engin stjórnarskrá er trygg mcðan Eng- lendingar ráða Égiptalandi. Nú er mest undir því komið, að Zaglul Pasha og þjóð- ernissinnar beiti völdum sínum rjettilega, ef þeir ná þeim aftur, noti þau til að gefa hinum þrautpíndu egiptsku verka- mönnum og bændum (fellalis) frelsi það, sein þeir svo lengi hafa þráð. Ella bregðast þeir javí hlutveiki, er nú hvílir á herðum þeirra. En hugsandi Evrópubúar mega af þessu sjá, hvernig »vernd Pjóðabandalagsins og frelsi nýlenduþjóðanna« tekur sig út, meðan stórveldin drotna í heiminum,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.