Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 72

Réttur - 01.02.1925, Page 72
74 Rittur langmest af gjöldunum. Húsaeigendur, kaupmenn og atvinnu- rekendur koma sér hjá réttmætum gjöldum, á þann hátt að ieyna tekjum sínum, en telja freklega fram skuldirnar. Heild- salar, sem hafa umráð á stórum húseignum og mikilli versl- unarveltu, bera svipað útsvar og skólakennarar! Mætti nefna ýms dæmi því til sönnunar. (Meðal annara Garðar Gíslason, sem mest kvartar fyrir hönd kaupmannastéttarinnar um skatta- álögur!) Breytingar til bóta í þessu efni verða að fara í þá átt að skift sé um álagningargrundvöll. Nú virðist einkum vera lagt á vinnulaun manna. En í þess stað ætti að leggja mest á nátt- úrugæðin og hinn dauða stofn tekna og atvinnugreina, sem bæjarfélagið hefir ráð á og getur náð til, enda verður þá líka að krefjast þess að eignir og atvinnurekstur i hæjunum beri útgjöldin hvert á sinum stað. þá eru líkur til að jafnvægi kom- ist á verðlagshlutföl! i landinu. —1 JJað verður sérstaklega að leggja gjöldin á lóðir og aðrar arðberandi fasteignir og þá aðstöðu, sem ríki og bæjarfélög hafa veitt til verslunarreksturs og atvinnu, t. d. togaraútgerðar. Hafnarvirki, vegabætur og verðmæti lóða verða þeir einir að borga fyrir, sem njóta þeirra gæða, ar af þessu stafar. — Verði skattgjöldin lögð á lóðirnar og fasteignaeigendur, en e.igi á framtak einstaklinga og þá sem taka hús á leigu — þá hækka lóðir og fasteignir i verði og framboðið eykst á þeim. Ennfremur verður ódýrara að reisa ný hús og önnur mann- virki. F’yrsta afleiðingin af auknu framboði og lækkun fast- eigna, fjölgun nýrra hiisa og ódýrri vinnu, vcrður sú að húsa- leigan lækkar stórum. Og þegar sá liður, sem mestu ve.ldur um verðlagsmismun í landinu og misskifta aðstöðu einstakl- inga í hæjum, lagfærist, þá koma aðrir á eftir. Kaupsýslumenn- irnir fá minna svigrúm til álagningar þegar verðsveiflurnar minka, og þeir sem lifa á þvi að leigja fasteignir sínar eða peninga við okurverði, missa spón úr aski sínum og hljóta að snúa sér að heilbrigðari atvinnurekstri, þegar gjöldin til bæjar og rikis eru lögð beint á tekjustofn þeirra, þannig að þeir geta ekki velt þeim yfir á leigjendur sína og viðskiftamenn. Réttlæti í skattamálunum er fólgið i þvi að gjðldln sén

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.