Réttur - 01.02.1925, Blaðsíða 18
Allsherjarverkfallið í Rómaborg
10.—13. nóv. 1921.
(Brot úr ferðasögu).
Kvöldið 8. nóv. síðsstliðið ár*) kom jeg ásamt með þeim
tveim fjelögum mínum, sjera Stefáni Jónssyni prófasti á Stað-
arhrauni og Finni Thorlacius húsagerðarmeistara í Reykjavík,
til Rómaborgar. Við komum frá Assisi, borg hius heilaga
Franciscusar, sem liggur uppi undir Apennínafjöllum. Rað
var áliðið dags, er við lögðum af stað frá Assisi, í þoku og
húðarrigningu. Eimlestin kom víða við og gekk fremur seint
og komumst við því ekki til borgarinnar fyr en undir mið-
nætti. Rómaborg er flestum eða öllum borgum frægari. Ffún
hefir verið höfuðborg í voldugasfa ríki þessa heims og hún
hefir einnig verið andleg höfuðborg heimsins. »Á sjö fjöll-
um háum hún til himins Iyítir veggjum*, segir eilt skáldið
um hana. Og þó að þessi fjöll sjeu reyndar aðeins öldu-
myndaðar hæðir og að mestu þaktar húsaþyrpingum með
svipuðu sniði og í öðrum stórborgum, þá er samt eitthvað
mikilfenglegra við það, að koma til Rómaborgar, en til nokk-
urrar annarar borgar. Rjett við járnbrautarstöðina gnæfa upp
risavaxnar rústir frá fornöld. Rað eru rústirnar af baðstað
Diocletians keisara. Rar eru grasi grónir stallar hátt uppi,
er líkja t grasstöllum t íslenskum stuðlabergshömrum; gætu
þar vel verið kindur á beit. Frá stöðinni gengum við lang-
an veg upp og ofan talsveit brattar götur, uns við komum
á Berberini torgið. Rjett hjá því torgi hafði hinn frægi mynda-
smiður Albert Tho.valdsen vinnustofu sína, og þar hjó hann
*) Ritað 1922.