Réttur - 01.02.1925, Síða 61
f Fred Bramley.
í okt. síðastl. dó einn af þeim mönnum, sem mest hefir
borið á í ensku verkalýðshreyfingunni og nú síðast í alþjóða-
hreyfingu verkalýósins líka. Pað var Fred Bramley. Hann
var að uppruna verkamaður, tók snemma að skifta sjer
af verkalýðsmálum, og var síðan 1923 aðalritari enska verk-
lýðsráðsins. Hann varð tæpra 50 ára, er hann andaðist, og
þá einhver mest metni verkalýðsforingi á Englandi.
Á síðasta ári bar þó mest á honum sökum þess, hve
djarflega hann barðist fyrir sameiningu verklýðssambandanna.
Hann var ritari ensku sendinefndarinnar til Rússlands og sá
þá nauðsy'nina á því, að verkalýðurinn alsfaðar í heiminum
hjálpaði rússnesku aljaýðunni til að halda við valdi sínu, ef
á hana yrði ráðist. Á þingi enska verkalýðsins í Scarborough
hjelt hann mjög merkilega og áhrifamilda ræðu f þessa átt.
Lýsti hann yfir því, að rússneska byltingin væri fyrsta bylt-
ing í sögunni, sem sett hefði sjer það takmark, að steypa
ánauð fátæktariunar og framkvæmt það. Hún væri fyrsta til-
raun verkalýðsins til að stjórna. Rússland væri jafnaðar-
mannalýðveldi og að jaað væri eingöngu vegna þessarar þjóð-
hagsbyltingar í Rússlandi, að það væri nú svo alment hatað
og fordæmt af öllum yfirstjettum Evrópu. Tilraun Rússa og
það, sem af henni leiddi, hefði fært okkur sönnunina fyrir
því, að við mættutn hálshöggva konunga, hneppa stjórnend-
ur í fangelsi og reka konungsættir frá völdum, eins og gert
var í Austurríki og Þýskalandi; að við mættum hefja heims-
stríð, sem leiddi til eyðileggingar og skelfingar. Alt þetta