Réttur - 01.02.1925, Side 45
4?
Pjetiur
við það að athuga. Niðurstaðan varð því sú, að fjelags-
niálaráðherrann skipaði nefnd manna úr öllum flokkum, auk
ýmsra fagmanna á ýmsum sviðum atvinnugreinanna og meðal
verkalýðssamtakanna, og skyldi nefnd þessi athuga alla aðstöðu
atvinnurekenda og verkamanna, stofnun rekstursráða, ágóða-
þóknun o. fl. Nefnd þessi á að skila tillögum sínum svo
fljótt sem auðið er, og býst fjelagsmálaráðherrann við, að
geta tekið mál þetta upp að nýju í Ríkisþinginu á vetri
komanda, og lagt þar fram ákveðin frumvörp eða tillögur.
Má því fyllilega búast við, að í Danmörku eigi stofnun
rekslursráðanna, í einhverri mynd, ekki langt í land.
Reynslan.
Þó rekstursráðin hafi ekki starfað lengi, er þó þegar auðið
að draga nokkrar ályktanir af reynslu þeirri, sem fengin er.
Eftir opinberum skýrslum voru í júlí 1923 rúmlega 1000
rekstursráð starfandi í Bretlandi. Meðal atvinnurekenda og
verkamanna þar í landi er ráðunum borin vel sagan, og al-
ment álitið, að þau hafi mörgu góðu til leiðar komið. Pó
eru hinir rótlæku veikalýðsleiðtogar ekki allskostar ánægðir,
því þeir telja starfsvið ráðanna of lítið, og valdið, sem þeim
er fengið í hendur, um of takmarkað.
í Þýskalandi er reynsla rekstursráðanna einna mest. Þar
hafa þau víða starfað um nokkur ár. Atvinnurekendur tóku
þeim í upphafi illa, en hafa nú víða sætt sig við þau, og
jafnvel viðurkent ágæti þeirra að sumu leyti. Ráðin hafa þar
í landi sjerstaklega fengist við að bæta launakjör og koma í
veg íyrir ástæðulausar brottvísanir á verkamönnum. Hefir þeim
orðið talsvert ágengt í því efni, og bætt aðbúð verkamanna.
Aftur á móti hafa þau lítið látið til sín taka um breytingu á
vinnuaðferðum eða nýju verkskipulagi. Yfirleitt hafa þýsku
ráðin verið fremur hægfara, og óvíða gert strangar kröfur.
Reynsla ráðanna í Austurríki hefir verið næsta lík því, er
sagt hefir verið um Rýskaland. Umsjónarmenn margra verk-
smiðja þar í landi hafa borið þeim mjög vel söguna. Reim
virðist ráðin fyllilega hafa leyst hlutverk sitt af hendi, og