Réttur - 01.02.1925, Blaðsíða 35
Rjeítur
37
Af þessari skilgreining'u sjest, að verulegur munur er á
rekstursráði og þjódnýtingu. Rekstursráðin eru ef til vill spor
i áltina til þjóðnýtingar atvinnuveganna, en ekki hið sama.
Hugmyndin urn rekstursráð á rót sína að rekja til hins
mikla misrjeítis, er leiðir af núverandi skiftingu framleiðslu-
og atvmnuarðsins. Eftir núverandi skipulagi tekur verkamað-
urinn ákveðin samningsbundin laun, sem ekki eru miðuð við
afrakstur vinnu hans. Hann hefir engin áhrif á rekstur og
fyrirkomulag atvinnugreina þeirra, er hann stundar. En þetta
hefir áhrif á framleiðslumagnið. Pegar verkamaðurinn kemst
að raun um joað, að strit hans og starfslaun standa ekki í
rjettu hlutfalli við ágóðann af vinnu hans, missir hann áhug-
ann við að leggja sig í líma við starf sitt. En við það mink-
ar framleiðslan.
Krafan um rekstursráð er því aðallega runnin frá verka-
mönnunum sjálfum. Peir krefjast þess, að fá að líta eftir, at-
liuga og jafnvel breyta aðferðum og ágóða atvinnurekend-
anna. En rekstursráðin eiga þó einnig formælendur utan
verkalýðsstjettanna, jafnvel meðal sjálfra atvinnurekendanna,
En fyrir þeim vakir þó annað. Með rekstursráðunuin hyggja
þeir að koma á friði, minka óánægju verkamannanna, en gefa
þeim í raun og veru svo lítinn íhlutunarrjett, sem mögulegt
er, og kæfa með því kröfuna um þjóðnýtingu. En verka-
mentiirnir skoða rekstursráðin sem áfanga á veginum til þjóð-
nýtingar og krefjast þess, að ráðin hafi miklu meiri og víð-
tækari íhlutunarrjett en atvinnurekendur vilja vera láta.
En hvað sem mismunatidi skoðunum og hvötum líður, er
það þó víst, að hugmyndin um rekstursráð verður ekki þög-
uð í hel, hvorki hjer á landi nje annarsstaðar.
Sögudrög.
Eins o» margar merkar nýjungar á sviði stjórnmálatina, er
hugtnyndm um rekstursráð runnin frá el-tu tnenningarlönd-
um álfu vorrar. Pegar hugmynd þessi fyrir skömmu barst
til Norðurlanda, var hún aðeins talin draumórar einir og
fylgismönnutu ráðanna brugðið um fíflskuhjal. En slíkt er