Réttur


Réttur - 01.02.1925, Page 23

Réttur - 01.02.1925, Page 23
Rjettur 25 komu honum þá til hjálpar og komst hann heilu og höldnu alskeggjaður til Rómaborgar. Regar nú Fascistar frjettu, að allsherjarverkfall væri hafið í Rómaborg í því skyni að sýna þeim fjandskap og fyrirlitn- ingu, fyltust þeir heiít og hatri. Með því að flokkur þeirra er afarfjölmennur og hefir fjölda vel hæfra járnbrautarstarfs- manna á að skipa, þóttust þeir færir um, að taka að sjer reksíur járnbrauta og sporvagna. Margir þeirra buðu því stjórninni þjónuslu sína. En stjórnin vildi synda milli skers og báru og reyna að stilla til friðar á milli flokkanna. Henni þótti því ekki ráðlegt, að láta Fascista fá leyfi til að reka járnbrautirnar. ressu reiddust Fascistar, og hjelt mikill hópur þeirra til Termini-stöðvarinnar fyrsta verkfallsdaginn og kröfð- ust inngöngu. Konunglegar varðliðssveitir, fótgöngulið, ridd- aralið og vopnað lögreglulid höfðu sk'pað sjer í þreföldum, þjettum hring í kringum stöðina og bönnuðu öllum strang- Iega aðgöngu. En svo voru Fascistar æfir, að þeir gerðu tilraunir til að brjótast inn í stöðina með ofbeldi. Urðu þar töluverðar ryskingar og barsmíðar og varð herlið að Iemja Fascista með byssuskeftunum; urðu þeir þá loks frá að hverfa. Kl. 7 um kvöldið kom hraðlest fiá Milano og með þeirri lest fjöldi Fascista. Gengu þeir í fylkingu út úr stöðinni Portonaccio — þar sem allar lestir urðu að stöðvast þessa dagana — með fána og veifur í höndum. Hljómleikasveit gekk í fylkingarbroddi, spilandi hersöngva Fascista. Nálægt stöðinni tóku 400 Fascistar úr borginni á móti þeim. Allur þessi hópur streymdi gegnum San Lorenzo hverfið, þar sem Socialdemokratar og Kommúnistar eru mjög fjölmennir; hafði þó Stancanella varalögreglustjóri árnint Fascista alvarlega um, að fara ekki gegnum þann borgarhluta með uppdregnum fán- um og glymjandi hljóðfæraslætti, en Fascistar virtu slíkar áminningar að veltugi. Múgurinn á strætunum og húsunum starði undrandi á þessa hersingu og margir tóku ofan fyrir Fascistum, er þeir streymdu fram hjá, — en það vildu Fasc- istar helst. — En er Fascista-fylkingarnar komu að horninu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.