Réttur


Réttur - 01.02.1925, Blaðsíða 13

Réttur - 01.02.1925, Blaðsíða 13
tZjetiur 15 honum rjettlátt, að joessar tekjur renni óskiftar til land- og lóðaeigenda, sem hafast ekkert að, en taka hlut sinn á þurru landi? i umhverfi Lundúnaborgar, 40 mílur út frá borginni á allar hliðar, er hver landskiki líklegur til þess, að verða tekinn undir hús eða götur; við hvert hlið að ökrum og görðum hanga auglýsingaspjöld með þessum orðum: »Ágœtir húsagrunnar«! Þessi lönd kostuðu fyrir fáum árum 30 pund sterl. hver ekra; nú kosta þau 6—800 pund sterl. hver ekra. Stóru, tvílyftu bílarnir, sem versl- unarmálaráðherrann talaði svo fagurt um fyrir skömmu hjer í þinginu, auðga landeigendurna meira en djörfustu fjárgróðadraumar þeirra höfðu spáð. Er hæstvirtur fjármálaráðherra, W. C., svo að þroturn kominn, að hann láti það líðast, að þessari þjóðmála- óreiðu og skömm sje haldið áfram? Háttvirtir fylgis- menn stjórnarinnar og þeir, sem verslunina reka, kvarta undan þungum sköttum, og þó stíga þeir ekki nokkurt spor í þá átt, að stöðva þennan straum úr auðlindum þjóðfjelagsins í vasa einstaklinga; því að ef hann væri notaður í þágu ríkisins, mundu núverandi skattgjöld lækka hröðum skrefum. Þrátt fyrir alt þettá óskar hæstv. fjár- rnálaráðherra eftir bendingum um auknar tekjur og tekju- stofna, til þess að hann geti ljett gjöldum af sínum þraut- píndu vinum — vesalings tekjuskattsgjaldendunum! — Vilja háttvirtir þingmenn, sem sitja stjórnarmegin í þess- um sal, leyfa mjer að láta í Ijós undrun mína yfir því, að þeír skuli hafa snúist öndverðir gegn þessum álögum á lönd og lóðir? Vilja þeir viðurkenna, að hið síhækk- andi landverð stafi af orsökum, sem á engan hátt eru sprotnar af áhuga, framkvæmdum eða útgjöldum af hálfu landeigenda? Ef þeir játa þessu, þá hljóta þeir einnig að viðurkenna, að það sje órjettlátt og öfugt, að þessar verðhækkunartekjur af landinu renni í vsa þeirra, sem ekk- ert iiafa unnið að því að skapa þær. Þetta er sú spurn- ing, sem vjer óskum eftir að þeir svari afdráttarlaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.