Réttur - 01.02.1925, Side 7
Rjettur
9
bandalag gegn Rússum, fá leyfi til að halda her Banda-
manna í gegnum það. Þar með er ófriðarhættunni í
Vestur-Evrópu afstýrt meðan núverandi stjettir ráða í
Pýskalandi — og það var henni hvort sem er, — en
ófriðarhættan í Austur-Evrópu aukin, og þar með hætt-
an á borgarastyrjöldum í Vestur-Evrópu, sem árás á Rúss-
land óhjákvæmilega hefði í för með sjer.
Par með er verkið, sem hafið var í Versölum og haldið
áfram með í Lundúnum, nú fullkomnað í Locarno í
alla staði samkvæmt fyrirætlunum Bandamanna. Eftir
að beygja Pýskaland að jörðu undir ok Versalafriðarins
og gera það að nýlendu alþjóðaauðvaldsins með Lund-
únasamningnum, er það nú gert Bandamönnum undir-
gefið hernaðarlega við að ganga í Pjóðabandalagið. Er
þetta aðeins eitt skref áfram á þeirri braut, er þýsku
íhaldsstjórnirnar hafa gengið inn á síðan 1922.
Pað er svo sem auðvitað, að valdhafar Evrópu muni
hvergi vilja við það kannast, að hjer sje um bandalag
gegn Rússlandi að ræða, heldur neita því harðlega, enda
væri ekki annað skynsamlegt af þeim. Pað er heldur að
það kann að gloppast upp úr blöðunum, hver hinn sanni
tilgangur samningsins sje. Pannig segir t. d. heimsblaðið
»Chicago Tribune« eftir, að því er það telur, áreiðanleg-
um heimildum, að enska stjórnin hafi fyrir löngu komist
að þeirri niðurstöðu, að stríð vofi yfir Evrópu og hætt-
an á því vaxi afarhratt og stöðugt, og nú í Locarno hafi
menn sjeð, hve mikil hættan væri, er stafaði af stjórn-
málastefnu ráðstjórnarlýðveldanna.
Tschitscherin, utanríkismálafulltrúi Rússa, hefir opin-
berlega lýst yfir því, að samningur þessi beindist ein-
mitt gegn Rússum og varað þýsku stjóinina, sem þrátt
fyrir alt er umhugað um, að halda góðu sambandi við
Rússa, við að ganga í þessa gildru. Hefir hann rætt
mikið við Stresemann, utanríkisráðgjafa Rjóðverja, um
þetta mál, en ekki tekist að fá hann ofan af því, að und-
irrita samningana. Var það hátíðlega gert í Lundúnum